Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 18
18 8. ágúst 2009 LAUGARDAGUR Á næstu dögum tekur menntaráð ákvörðun um hvort veita skuli nýjum grunnskóla starfs - leyfi. Verði niðurstað- an jákvæð munu sextíu börn hefja nám þar strax í haust. Skól- inn verður til húsa á nýuppgerðri jarð- hæð gömlu Heilsuverndarstöðvarinn- ar við Barónsstíg. Verða eflaust margir fegnir að fá aftur líf í þetta fallega og sögulega hús sem hefur staðið autt allt of lengi. Grunnskólinn hefur fengið nafn- ið Menntaskólinn. Einfalt nafn sem þó vekur spurningar, virkar kannski svolítið öfugsnúið í fyrstu og er jafn- vel dálítið ögrandi. Þess vegna er það einmitt mjög viðeigandi, því þannig á skólinn einmitt að verða. Hann verður nefnilega hreint ekki eins og grunnskól- ar eru flestir. Fjöldi barna þegar skráður Það eru þau Edda Huld Sigurðardótt- ir, fyrrverandi skólastjóri Ísaksskóla, Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistarmaður, Jenný Guðrún Jónsdóttir kennari og Ólafur Stefáns- son handboltamaður sem standa að baki skólanum. Þau Edda, Þorvaldur og Jenný standa nú á haus við að undir- búa opnun skólans. Ólafur býr í Þýska- landi og er því fjarri góðu gamni, þótt hann fylgist grannt með gangi mála. Öll ganga þau út frá því að starfsleyfið verði veitt, enda svo skotin í hugmynd- inni sjálf að þau sjá ekki hvernig hægt væri að hafna henni. Þeim hefur líka verið vel tekið í stjórnkerfinu og fjöldi fólks sýnt áhuga á að vinna með þeim. „Margir hafa sýnt áhuga á að vinna með okkur, bæði kennarar og sérfræðing- ar á ýmsum sviðum,“ segir Edda. „Og okkur hefur þótt sérstaklega vænt um það hvað margir foreldrar hafa haft samband við okkur og skráð börnin sín. Við erum þegar komin með á þriðja tug barna á skrá. Við hvetjum auðvitað fólk til þess að hafa samband við okkur og skrá börnin sín, með fyrirvara um að leyfi fáist. Við eigum enn þá pláss fyrir nokkurn fjölda barna.“ Stefnan er traust Þær Jennýju og Eddu dreymdi upp- haflega um stofnun skólans. Báðar hafa þær langa reynslu af starfi innan skólakerfisins og unnu meðal annars saman í Ísaksskóla. „Við höfðum lengi verið að velta því fyrir okkur hversu langt maður gæti gengið í því að gera grunnskóla manneskjulegan,“ segir Jenný. „Við þekkjum skólakerfið út og inn en okkur langaði að fá hugmynda- auðgina og sköpunina frá þeim Þorvaldi og Ólafi. Fyrst sáum við fyrir okkur að fá þá inn sem ráðgjafa en eftir að við fórum að ræða saman fundum við svo mikinn samhljóm með þeim að það var ekki annað hægt en að fá þá með.“ Þorvaldur segir það hafa verið ómögu- legt að láta það góða boð sér úr greip- um renna. „Þegar tvær kanónur innan úr kerfinu eru tilbúnar að byrja frá grunni á forsendum sem við ætlum að móta saman, þá væri það hreinn aula- gangur að taka ekki áskoruninni. Dag- inn eftir að ég hafði tekið ákvörðun- ina vaknaði ég með slaufu um hálsinn, tilbúinn í barnakennarann, án þess að mega kalla mig það.“ Algjör samstaða ríkir hjá hópnum um þá reglu að ekki verði unnið út frá fyrir- fram ákveðinni stefnu. „Við erum skotin í mörgum stefnum. En það er svo margt gott verið að gera í skólakerfinu og við viljum læra af öðrum skólum líka. Þess vegna viljum við ekki festa okkur inni í einni ákveðinni stefnu,“ segir Jenný. Skapandi leikur Allt starf hins nýja skóla á að fara fram í gegnum skapandi leik, þar sem áhersla verður lögð á að fá það besta úr hverj- um og einum nemanda. „Við ætlum að leggja áherslu á að nemendur framkall- ist eins og þeim er eiginlegt sem skap- andi manneskjum,“ útskýrir Þorvald- ur. „Það er æsispennandi ferli að lifa frá degi til dags. Það gleymist bara oft í skólanum, vegna þeirrar aðgreiningar að sköpun tilheyri listum. Þetta ætlum við að vekja til lífsins í skólanum. Við viljum að nemandinn öðlist raunveru- legan áhuga á sjálfum sér, viðfangs- Ögrandi Menntaskóli fyrir börn Gangi áætlanir eftir mun gamla Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg fyllast aftur af börnum í haust, þegar sextíu börn hefja þar nám í nýjum og róttækum barnaskóla. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hitti fólkið á bak við skólann og komst að því að nemend- ur hans munu ekki þurfa að bíða eftir frímínútum til að fara út að leika. Allir dagar verða leikdagar. HRISTA UPP Í SKÓLAMÁLUM Edda Huld Sigurðardóttir, fyrrverandi skólastjóri Ísaksskóla, Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöfundur, og Jenný Guðrún Jóns- dóttir kennari eru þrír af fjórum stofnendum barnaskóla sem verður til húsa í gömlu Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg. Sá fjórði er Ólafur Stefánsson handboltamaður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA bæði fyrir kennara og nemendur. „Að vera berskjaldaður sem viðfangsefnið og geta ekki bara hallað sér að fyrir- fram gefnum vörðum sem námsefnið er. Það er mjög erfitt. En þetta er lýsing á þroskaferli eins og við þekkjum það best. Uppgötvunin verður til í gegnum reynsluna og verður fyrir vikið raun- veruleg. Frekar en í að fá upplýsingarn- ar í gegnum texta. Þá er undir hælinn lagt hvað þú manst og til hvers.“ Allir læra að lesa Þrátt fyrir frelsið og leikinn segja þau enga hættu á að börn í Menntaskólan- um missi af menntun sem nemendur hefðbundnari skóla fá. „Það er auðvitað alveg á hreinu að allir fá bestu mögu- legu lestrarkennslu. Sömuleiðis verður stærðfræði, í bestu merkingu þess orðs, gert hátt undir höfði og inntaki annarra hefðbundinna námsgreina. Og að sjálf- sögðu verður þess gætt að börnin fái réttan kennslustundafjölda og frímín- útur á tilskildum tíma. En það verður allt á forsendum nemandans sem skap- andi einstaklings, sem fyrir vikið fær svigrúm til þess að uppgötva sjálfur það sem máli skiptir.“ Það verður því ekkert sem heit- ir hefðbundinn skóladagur í Mennta- skólanum. Alla þriðjudaga, alveg sama hvernig viðrar, verða krakkarnir til að mynda í margvíslegu útinámi, innan borgar og utan. En gengið hefur verið frá samstarfi við Helenu Óladóttur, skólastjóra Náttúruskólans, um leið- sögn í þeim verkefnum. Fjöldi annarra gestakennara sem tengjast beint við- fangsefnunum hverju sinni munu koma að náminu. Þá verða foreldrar hvattir til að taka beinan þátt í starfinu, hafi þeir tök á því. Byrja smátt en hugsa stórt Fyrsta árið er gert ráð fyrir að taka við 60 börnum á aldrinum fimm til tíu ára en bæta við aldurshópum strax næsta haust. Innan fárra ára er gert ráð fyrir að fjöldi nemenda verði 300. Það segir Edda kjörstærð fyrir barnaskóla. „Eitt sex ára barn vegur ekki þungt í 500 manna skóla. Ég held það sé farsælla að hafa smærri einingar þar sem hægt er að huga vel að hverjum og einum nemanda. Við ætlum að byrja smátt og byggja skólann hægt og rólega upp.“ Jenný bætir þó við með bros á vör að það sé ekkert sem segi að það verði ekki fleiri útibú. Greinilegt er að hugur er í hópnum og full trú á ágæti hins leik- andi skóla. En er þetta rétti tíminn til að stofna nokkuð, svona í miðju ástandinu? „Ef eitthvað er ýtti það á eftir okkur. Það fékk mann til að spyrja sig þeirrar spurningar hvort það væri hugsanlegt, að með fyrirfram ákveðnu námsefni – og þar með fyrirfram ákveðinni útkomu úr skólakerfinu – færum við á mis við fjársjóðinn sem býr innra með hverjum og einum. Er það kannski að sýna sig núna hversu dýrkeypt það er fyrir þjóð- félagið að nemandinn fái ekki að vera og þar með verða hann sjálfur?“ Það er mik- ilvægara að börn komist að því hver þau eru heldur en hvað þau langar til að verða. efnunum og samnemendum sínum. Við teljum það mikilvægara að börn komist að því hver þau eru heldur en hvað þau langar til að verða. Og að skilgreina eigi manneskjuna út frá því ríkidæmi sem hún er en ekki út frá því sem hana vant- ar. Þar liggur kjarninn. Við gerum ráð fyrir að taka við ómetanlegum gersem- um í hverjum nemanda.“ Við þetta hefur Edda að bæta graf- ískri myndlíkingu. „Það má lýsa þessu þannig að við ætlum að renna frá nem- endum, fletta inn í þau og lesa. Hvað er þarna inni? Hvað þarf að njóta sín og hvernig getum við hjálpað þeim til þess?“ Krefjandi og erfitt En hvernig virkar þetta þegar í skólann er komið? Læra börn raunverulega eitt- hvað ef þau eru bara að leika sér dag- inn út og inn? „Já, því við veljum ögrandi og skap- andi verkefni sem þroska hugsun, frek- ar en að pæla í dauðum staðreyndum sem skilja ekkert eftir sig,“ segir Jenný. „Við notum leikinn sem útgangspunkt og út frá honum nálgumst við viðfangs- efnin. Krakkar hafa mjög mikla fróð- leiksfýsn og hana viljum við virkja.“ Þemaverkefni verða gegnumgang- andi sem fela markvisst í sér allar námsgreinar hefðbundinna grunnskóla. Þau verða að stærstum hluta skipulögð af nemendunum sjálfum og á þeirra ábyrgð. Þorvaldur segir fátt meira krefjandi en að vinna á þennan hátt, Edda Huld Sigurðardóttir er kennari að mennt, auk þess sem hún útskrifaðist úr MBA-námi árið 2006. Hún hefur víðtæka kennslu- reynslu en hún hefur starfað innan skólakerfisins í sextán ár. Í ellefu ár gegndi hún starfi skólastjóra Ísaksskóla. Hún lét af störfum þar í vor og hóf undirbúning að stofnun Menntaskólans. Jenný Guðrún Jónsdóttir er kennari að mennt og hefur undanfarin tíu ár unnið sem grunnskólakennari, fyrst í Árbæjarskóla og síðar í Ísaksskóla. Þá hefur hún bætt við sig menntun á sviði stærðfræði og skrifað námsefni í lífsleikni. Reynsla Jennýjar af starfi með börnum er fjölbreytileg en áður en hún hóf kennslu vann hún í leikskóla í nokkur ár. Þorvaldur Þorsteinsson starfar jöfn- um höndum sem myndlistarmað- ur, rithöfundur og kennari. Hann er vinsæll fyrirlesari og er þekktur fyrir að hrista upp í þeim sem á hann hlýða með ferskri sýn sinni á viðfangsefnin. Á undanförnum árum hefur hann skoðað íslenska skólakerfið og vakið athygli á mikilvægi skapandi skóla- starfs. Ólafur Stefánsson er þekktastur fyrir handboltaferil sinn en hann er jafnframt menntaður á sviði upp- eldisfræði og heimspeki. Undan- farin ár hefur hann þróað leiðir til að hjálpa börnum að ná sambandi við myndheim sinn og nota táknmyndir til að auka skilning sinn á umhverfi sínu. Þær aðferðir munu nýtast í starfi hans með Menntaskólan- um. FJÖLBREYTILEG REYNSLA EN SAMEIGINLEG SÝN Stofnendur Menntaskólans eru fjórir og munu þeir allir koma beint að starfi Menntaskólans. Hér er reynsla þeirra af skólamálum og vinnu með börnum dregin saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.