Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 4
4 8. ágúst 2009 LAUGARDAGUR Vegna skrifa í dálknum Frá degi til dags í gær vill Helgi Helgason, sem situr í framkvæmdastjórn Frjáls- lynda flokksins, taka fram að með frétt flokksins um að „einungis hafi borist 5-6 úrsagnir úr flokknum eftir kosningar“ sé átt við að spár um hópúrsagnir hafi ekki ræst. ATHUGASEMD VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Ósló París Róm Stokkhólmur 28° 23° 25° 29° 27° 22° 30° 23° 24° 26° 30° 23° 27° 33° 22° 27° 33° 25° 15 15 14 13 17 16 16 13 16 12 10 5 5 3 3 2 5 5 5 3 5 6 Á MORGUN Hægviðri. Síðdegisskúrir nyrðra MÁNUDAGUR 3-8 m/s 13 12 15 14 14 BARA ÁGÆTT VEÐUR Það er viðburðaríkur dagur í dag. Fiskidagur- inn mikli á Dalvík, gleði- gangan í Reykjavík og sjálfsagt eru uppákomur víðar. Veðrið verður bara ágætt. Hægur vindur og hlýtt. Skúrir á stangli sunnan og vestan til með góðum uppstyttum og jafnvel björtu á milli. Norðanlands verður bjart nú með morgninum en svo þykknar smám sam- an upp enda hætt við síðdegisskúrum. Þurrt að mestu eystra. 12 14 14 14 12 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur Þessar varmadælur nýta orku í útilofti og skila henni inn í hús. Sem dæmi þá notar varmadæla ca 1kw en skilar 4.31kw inn sem hita. Þær hreinsa og gera loftið betra. Þær geta stýrt hitastigi svo sem dag og næturhita. Íslenska ríkið endurgreiðir hluta af kostnaði við orkusparandi framkvæmdir. Uppl. í sima 8239448 eða senda email: varmadaela@varmadaela.is Varmadælur til Húshitunar. Stórlækkið upphitunarkostnað með varmadælu. GENGIÐ 07.08.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 233,4168 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,35 125,95 209,87 210,89 179,69 180,96 24,168 24,31 20,586 20,708 17,459 17,561 1,3147 1,3223 196,08 197,24 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR STJÓRNMÁL Utanríkisráðherra og fjármálaráðherra koma á fund utanríkismálanefndar Alþingis á mánu- dag og fjalla um samskipti íslenskra stjórnvalda við stjórnvöld í nágrannalöndunum vegna Icesave. Ekki hefur enn fundist lausn á Icesave-deilunni sem samstaða er um innan stjórnarliðsins en þing- menn, ráðherrar og embættismenn hafa unnið að því þrotlaust síðustu daga og vikur. Víst er að Alþingi mun setja fyrirvara við frum- varpið um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna en deilt er um hversu langt á, og hægt sé, að ganga. Þá eru uppi mismunandi sjónarmið um hversu sterka fyrirvara þarf í raun að setja um endurupp- töku samningsins ef efnahagslegar aðstæður breyt- ast til hins verra. Þeim sjónarmiðum hefur verið hreyft innan fjárlaganefndar að ákvæði í samning- unum sjálfum geri einmitt ráð fyrir endurupptöku við slíkar aðstæður. Enn er með öllu óvíst hvenær fjárlaganefnd lýkur meðferð sinni um Icesave-málið. Þingfundur verður á mánudag eftir nokkurt hlé. Enn er óvíst hver dagskrá fundarins verður en þrjátíu mál bíða meðferðar þingsins. - bþs Ráðherrar á fund utanríkismálanefndar til að fjalla um samskiptin vegna Icesave: Upplýsa um samskipti við grannþjóðir DÓMSMÁL Efnafræðineminn Tindur Jónsson, annar þeirra sem ákærður er í amfetamínverk- smiðjumálinu í Hafnarfirði, fór upphaflega að vinna fyrir hinn sakborninginn, Jónas Inga Ragnarsson, með það í huga að aðstoða hann við að framleiða eldvarnarefni. Honum þótti verkefnið svo vænlegt til árangurs að hann tók þátt í frumkvöðlakeppni hjá fyrirtækinu Inn- ovit út á það. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greinargerð verjanda Tinds, sem lögð var fram í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni. Í greinargerðinni segir enn fremur að Tind- ur hafi viljað ljúka afplánun dóms, sem hann hlaut fyrir sveðjuárás, á áfangaheimilinu Vernd. Til þess hefði hann þurft vinnu og engin önnur vinna hafi staðið til boða en sú hjá Jónasi Inga. Mennirnir neita báðir að hafa ætlað að fram- leiða amfetamín í verksmiðju sem upprætt var í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í fyrrahaust. Sér- fræðingur Europol hefur sagt að verksmiðjan hafi verið ein sú fullkomnasta sem hann hafi séð, og að úr upphafs- eða milliefnunum sem fundust á vettvangi hefði mátt framleiða um 353 kíló af amfetamíni. Í greinargerðum verjendanna Sveins Andra Sveinssonar og Brynjars Níelssonar segir að hvorugur maðurinn hafi haft í hyggju að fram- leiða amfetamín. Jónas Ingi hafi vitað að það væri hægt, en Tindur ekki haft hugmynd um það. Auk þess hafi hvergi fundist önnur nauð- synleg efni til amfetamínframleiðslu. Segir í greinargerð Sveins að Jónas Ingi hafi ætlað að framleiða milliefnið P-2-P úr upphafs- efninu P-2-NP með aðstoð Tinds. Hann hafi síðan ætlað að selja milliefnið á svörtum mark- aði. Framleiðsla þess sé ekki ólögmæt nema ef sannað þykir að það hafi verið ætlað til fíkni- efnaframleiðslu, en það hafi Jónas ekkert vitað um. Hátt í tonn af mjólkursykri sem fannst á staðnum, og lögregla telur að hafi verið ætluð sem íblöndunarefni til drýgingar amfetamíns- ins, breyti engu þar um enda hafi Jónas stund- að sölu á ýmsum efnum sem hefði mátt drýgja fíkniefni með. Þá er gerð athugasemd við ætlað magn amfetamíns sem segir í ákæru að hefði mátt framleiða úr upphafs- og milliefnunum. Kílóin 353 séu miðuð við vel drýgt og veikt amfetam- ín en réttilega ætti að miða við hreint amfet- amín, og líklega hefði einungis mátt fram- leiða fjórtán slík kíló úr efnunum miðað við 50 prósenta afrakstur. Aðalmeðferð í málinu fer fram í byrjun september. stigur@frettabladid.is Verkefni Jónasar og Tinds notað í frumkvöðlakeppni Tveir meintir fíkniefnaframleiðendur ætluðu upphaflega að framleiða saman eldvarnarefni. Hugmyndin þótti svo góð að hún var send í frumkvöðlakeppni. Þeir neita báðir að hafa ætlað að framleiða amfetamín. VERKSMIÐJAN FULLKOMNA Sérfræðingur Europol hefur sjaldan séð annað eins. TINDUR JÓNSSON Tindur hlaut árið 2006 sex ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps. JÓNAS INGI RAGNARSSON Jónas hlaut árið 2004 tveggja og hálfs árs dóm í líkfundarmálinu svokallaða. Á ALÞINGI Þingfundur verður á mánudag eftir nokkurt hlé. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA PARÍS, AP Bandaríska tölvufyrir- tækið Google hefur ráðið tvo unga menn til að hjóla um götur Parísar á nýstárlegu þríhjóli. Á hjólinu eru níu myndavélar, GPS-staðsetningartæki, tölva og rafall. Myndirnar og upplýsingarnar verða notaðar í þrívíddarmyndir sem munu prýða götukort Google sem almenningur getur skoðað sér að kostnaðarlausu. París verður kortlögð götu fyrir götu þangað til 20. ágúst þegar haldið verður í norðurhluta Frakklands. Svipuð þríhjól kembdu fyrr í sumar götur Bretlands og Ítalíu en nú er komið að Frakklandi. Til að virða einkalíf fólks hefur Google sett upp hugbúnað sem sér til þess að hvorki sjáist í and- lit né bílnúmeraplötur á götukort- inu. - fb Tveir starfsmenn Google: Kortleggja París á skrítnu hjóli NÝSTÁRLEGT ÞRÍHJÓL Starfsmaður Google hjólar um götur Parísar á þríhjól- inu nýstárlega. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Karlmaður á fimm- tugsaldri hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbund- ið fangelsi fyrir líkamsárás af gáleysi vegna þess að skot hljóp úr byssu hans í handlegg veiðifé- laga hans. Svo virðist sem skot- ið hafi hlaupið úr gamalli byss- unni, þrátt fyrir að öryggið væri á, þegar maðurinn sveiflaði poka með gerviöndum inn í skott á bíl. Maðurinn var sýknaður af ákæru um brot gegn veiðilögum, en talið var að hann hefði borið ólöglegt vopn við veiðarnar. Taldi dómari að þegar hann hélt á byss- unni í bíl sinn hafi hann verið hættur veiðunum. - sh Líkamsárás af gáleysi: Gerviandapoki olli slysaskoti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.