Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 24
● Forsíðumynd: Nodicphotos Getty Images Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveg Gísladóttir solveig@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. inni&úti LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009 ● NÝ SÆLUHÚS Á MARKAÐ Nýtískuleg í 19. aldar stíl ● EITT OG ANNAÐ UM BERJATÍNSLU Vísaðu mér á berjamó ● FLUGMÓDEL Á AKUREYRI Allur fl otinn á loft TINNI ALLTAF GÓÐUR Úlfhildur Dagsdóttir segir myndasögur og hrollvekjur tilvaldar í ferðalagið. SÍÐA 2 HOLLT OG GOTT SÆLGÆTI Ljúffeng döðlu- kaka sem ekki þarf að baka. SÍÐA 5Sumarblað Fréttablaðsins SUMAR SÓLVEIG GÍSLADÓTTIR ● inni&úti H verjum Íslendingi er hollt að kynna sér undirstöðuatvinnu- greinar landsins. Sérstaklega hafa ungmenni gott af því að dýfa hendi í kalt vatn fiskikara eða reka kýr til mjalta. Þar sem fjármálamarkaðurinn er hættur að teljast með stend ég nokkuð vel að vígi varðandi þetta heilræði. Ung að aldri vann ég eitt sumar í fiski fyrir vestan. Líkaði alveg stórvel að standa við færibandið og skera þorsk, ýsu, grálúðu, karfa og ufsa. Síðastnefnda fiskinn var skemmtilegast að vinna með, grálúðan var svo feit að hún eyðilagði hanskana á skömmum tíma en þorskinn hef ég aldrei getað borðað síðan. Best man ég eftir pásunum klukkan tíu þegar glumdi í hátalarakerfinu: „Velkomin í morgunleikfimi, við byrjum á skíða- göngu.“ Í Íshúsinu lærði ég að vinna, standa í annan endann í átta tíma á dag sextán ára gömul, og fá borgað eftir afköstum. Almennum sveitastörfum hafði ég þó lítið komið nálægt. Fór reyndar í sveit eitt sumar eftir fermingu. Dróst þangað vegna einlægs hestaáhuga en var mest í því að passa börn. Kýr voru ekki á bænum og því hafði ég litla reynslu af umgengni við þær. Það breyttist nú síðustu helgi þegar fjölskyldan ákvað að gerast kúahirðir hjá vinafólki sínu í sveitinni þar sem voru 22 mjólkandi kýr. Þessa tvo daga komst ég að nokkrum merkilegum staðreyndum: Kýr eru maddömur. Það þýðir ekkert að nálgast þær með æðibunu- gangi eða koma fram við þær af vanvirðingu. Þær krefjast virðingar og mjúkra handa. Það þýðir ekki að gaufast eitthvað af vankunnáttu, þá fær sá hinn sami illt augnaráð og jafnvel spark að launum. Kýr eru vanafastar. Þær vilja alltaf fara inn á sama tíma, hafa sinn eigin bás og sömu rútínu á hlutunum. Ef eitt- hvað fer úr skorðum verða þær æstar og láta ekki að stjórn. Kýr skíta … mikið. Undirrituð fékk það hlutverk að fylgja hverri kú út úr fjós- inu eftir mjaltir og átti að sjá til þess að þær skitu ekki á ganginn á leiðinni. Það tókst aldrei. Kýr fara í manngreinarálit. Þegar ókunn- ugir koma í fjósið líst þeim illa á. Hvað þá þegar þessi ókunnuga manneskja ætlar að fara að nálgast þær og vilja eitthvað upp á dekk við mjaltir. VATN ER HOLLT eins og flestir vita. Meðal annars minnkar mikil vatnsdrykkja líkur á hjartaáfalli, lagar höfuðverk og hreins- ar líkamann. „Ég byrjaði í sportinu 2006, en hafði dreymt um þetta síðan ég var krakki,“ segir Krist- inn Ingi Pétursson, áhuga- maður um fjarstýrðar flugvélar og stjórnarmeðlimur í Flugmódel- félagi Akureyrar. Félagið stendur fyrir árlegri flugkomu á Melgerð- ismelum, við Flugstöð Þórunnar hyrnu, í dag. Reiknað er með að þátttakendur verði fimmtíu talsins en Kristinn segir um það bil 250 manns stunda þetta áhugamál hérlendis. „Þarna verða flugmódel af öllum gerðum, allt frá tvíþekjum úr fyrra stríði til nútíma þotna sem fljúga hraðar en hljóðið. Við munum tjalda öllu til. Áhorfendur verða alls ekki svikn- ir.“ Að sögn Kristins verða vélarn- ar á bilinu 50 til 60 og sumar engin smásmíði. „Algengt er að væng- hafið sé á bilinu einn og upp í þrjá metra,“ bendir hann á og bætir við að meðal annars stærðarinn- ar vegna líti félagsmenn á módelin sem ósviknar flugvélar. „Af þeirri ástæðu teljum við okkur vera al- vöru flugmenn. Enda segja útlærð- ir flugmenn sem hafa prófað mód- elin að þeim sé sumpartinn erfið- ara að fljúga en flugvélum í fullri stærð.“ Rétt eins og hjá raunverulegum flugfélögum fá ekki nema reyndir flugmenn að taka í vélarnar á sýn- ingunni og eingöngu þær sem hafa verið samþykktar í skoðun hjá fé- laginu teljast flughæfar. „Svo er net sem skilur að áhorfenda- og flug- svæðið enda viðbúið að mikill fjöldi flugvéla sveimi um loftin blá.“ Hluti fjarstýrðu vélanna geng- ur fyrir bensíni og segir Kristinn eigendur þeirra ekki hafa farið var- hluta af hækkun á eldsneytisverði. „Þetta er orðið dýrt, enda sumir að eyða allt að 20 lítrum á mán- uði. Nokkrir hafa snúið sér að raf- magnsvélum, það kostar minna að reka þær á ársvísu og svo eru þær líka umhverfisvænni.“ Kristinn segir uppákomur fé- lagsins vel sóttar og býst við yfir 1.000 gestum í ár, en síðast mættu um 300 manns. „Við bjóðum alla velkomna, einkum yngstu kynslóð- ina. Þetta hefst klukkan 9 og stend- ur langt fram eftir degi. Svo verða veitingar seldar frá 10 til 17,“ segir hann hress. - rve Flugvélaflotinn á loft ● Kristinn Ingi Pétursson hefur haft áhuga á fjarstýrðum flugvélum frá því hann var drengur. Nú er hann meðlimur í Flugmódelfélagi Akureyrar sem stendur fyrir mikilli sýningu í dag. É g horfi nú aðallega á þetta vegna allra sætu strákanna, eða sjónrænu ánægjunnar eins og fræðikonan Laura Mulvey orðaði það,“ segir Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur um sjónvarpsþættina Supernatural, sem hún mælir óhikað með í sumarbústaðinn. „Aðalpersónurnar eru tveir bræður sem hafa það að atvinnu, eða markmiði skulum við segja, að leita uppi alls kyns óvættir og þá helst yfirnáttúrulegar. Þetta er mjög skemmtileg hrollvekja.“ Bláa lótusinn tæki Úlfhildur helst með sér í ferðalagið enda þeirrar skoðunar að þar sé á ferð einstaklega vel heppnuð myndasaga. „Er ekki tilvalið að taka með sér bók um Tinna sem er nú alltaf á ferðinni,“ spyr hún og hlær. „Í þessari bók er Tinni staddur í Kína, aðallega Sjanghæ, þar sem hann hindrar meðal annars ópíumsmygl og gagnrýnir heimsvaldastefnu Vest- urlanda en á ritunartíma bókarinnar var Kína ekki orðið að heimsveldi.“ Beðin um að mæla með góðri tónlist stingur Úlfhildur upp á öllu með Jeff Who? „og reyndar öllum hljómsveitunum sem litli bróðir (Þormóður Dagsson) er hættur í. Ég er enn að syrgja þá staðreynd að hann skuli hafa yfirgefið tón- listarheiminn og bara rétt vona að það vari ekki lengi,“ segir hún. Í FERÐALAGIÐ Ófreskjur og ópíumsmygl Til sjávar og sveita Kristinn reiknar með að yfir eitt þúsund manns mæti í dag. MYND/ÚR EINKASAFNI Kýr eru maddömur. Það þýðir ekkert að nálgast þær með æðibunugangi eða koma fram við þær af vanvirðingu. Alls kyns vélar verða til sýnis, allt frá tvíþekjum úr fyrra stríði upp í nútíma þotur. Vel er tekið á móti yngstu kynslóðinni. www.salka.is Endalaus fjölskylduævintýri í Reykjavík Bókin er bæði á íslensku og ensku Bók uppfull af hugmyndum og nytsamlegum upplýsingum - Allt sem fjölskyldan þarf að vita. 8. ÁGÚST 2009 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.