Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 8
8 8. ágúst 2009 LAUGARDAGUR 1. Hvað heita þeir sem hlutu lengstu fangelsisdómana vegna umfangsmesta fíkniefnasmygls Íslandssögunnar? 2. Hvað heitir fyrsti hæstarétt- ardómari Bandaríkjanna sem er af rómönskum uppruna? 3. Hvert ætlar jógakennarinn Guðjón Bergmann að flytja ásamt fjölskyldu sinni? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 LONDON, AP Ronald Arthur Biggs, betur þekktur sem hinn alræmdi lestarræningi Ronnie Biggs, var í gær látinn laus úr fangelsi í Bret- landi. Hann tók þátt í lestarráninu mikla 8. ágúst 1963, fyrir nákvæm- lega 46 árum í dag. Jack Straw, dómsmálaráðherra Bretlands, náðaði Biggs af mann- úðarástæðum, en hann er sagður við dauðans dyr. Biggs á 80 ára afmæli í dag, og framdi því ránið á afmælisdaginn sinn. Ættingjar Biggs sögðust í gær vonast til þess að hann næði að njóta þess litla tíma sem hann eigi eftir. Talið er að litlar breyting- ar verði á högum hans þrátt fyrir nýfengið frelsi, enda mun hann að mestu rúmliggjandi eftir að hafa fengið hjartaáfall oftar en einu sinni. Biggs var í fimmtán manna gengi sem rændi póstlest í ágúst 1963, og komst undan með 2,6 milljónir punda, sem myndi á verð- lagi dagsins í dag jafngilda um 8,2 milljörðum króna. Ránsfengurinn fannst aldrei. Lögreglan handtók Biggs og flesta hina lestarræningjana skömmu eftir ránið. Biggs var dæmdur til 30 ára fangelsisvist- ar, en flúði úr fangelsi í júlí 1965, eftir fimmtán mánaða fangelsis- vist, með því að klifra yfir fang- elsisvegginn með kaðalstiga. Biggs flúði land, lét breyta and- liti sínu með lýtaaðgerð í Frakk- landi, og eyddi svo næstu árum í Ástralíu. Hann flúði þaðan árið 1970, eftir að fréttamenn komust á snoðir um hvar hann hélt sig, og eyddi næstu þremur áratugum í Brasilíu. Bresk stjórnvöld reyndu að fá Biggs framseldan frá Brasilíu, en enginn samningur um framsal var í gildi. Biggs hafði að auki feðrað barn með brasilískri konu og fann skjól í lögum sem banna brasilísk- um stjórnvöldum að vísa foreldr- um brasilískra ríkisborgara úr landi. Biggs ákvað að snúa aftur til Bretlands árið 2001, þá á 72. ald- ursári, en þá var heilsu hans farið að hraka verulega. Hann var hand- tekinn við komuna til Bretlands, en þá átti hann eftir að afplána 28 ár af dómi sínum. Hans þáttur í þessum fræga glæp var þó langt frá því að vera mikilfenglegur. Eina verkefni Biggs í lestarráninu mikla var að útvega mann sem kunni að stýra lestinni sem gengið rændi, en það tókst ekki betur til en svo að sá sem hann fann til verksins þekkti ekki þá tegund lesta sem pósturinn notaði. Hann fékk því það hlutverk að bera peningapoka úr lestinni. Þrettán af ræningjunum fimmt- án voru handteknir, en aldrei hefur verið upplýst hverjir tveir ræn- ingjanna voru. brjann@frettabladid.is Ronnie Biggs er frjáls á ný Hinn alræmdi lestarræningi Ronnie Biggs hefur verið látinn laus úr fangelsi í Bretlandi. Hann var í fimmtán manna gengi sem framdi lestarránið mikla árið 1963. Biggs er sagður við dauðans dyr. LAUS ÚR FANGELSI Lestarræninginn Ronnie Biggs var handtekinn við komuna til Bretlands árið 2001, 36 árum eftir að hann flúði úr fangelsi og komst úr landi. Biggs er nú sagður rúmliggjandi og við afar slæma heilsu. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNSÝSLA Björn L. Bergsson hæstaréttarlögmaður var sett- ur ríkissaksóknari í málefnum er varða bankahrunið af dóms- málaráðherra í gær. Gildistími setningarinnar er til 1. júní 2010. Málið kom upp eftir að Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari sagði sig frá málaflokknum í heild sinni. Björn er fæddur 4. mars 1964 og lauk lagaprófi frá HÍ árið 1990. Hann hlaut héraðsdóms- réttindi árið 1992 og varð hæsta- réttarlögmaður árið 1999. Hann starfaði sem fulltrúi á Lögfræði- skrifstofu Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl. 1990-1993, var fulltrúi á Lögmannsstofu Arn- mundar Backman hrl. 1993-1995 en er nú einn eigenda Mandat- lögmannsstofu. - vsp Björn settur ríkissaksóknari: Settur yfir bankahrunið IÐNAÐUR Skrifað var í gær undir fjárfestingarsamning milli ríkis- stjórnar Íslands og Century Alu- minum Company og Norðuráls Helguvíkur ehf. vegna byggingar álvers í Helguvík. Samningurinn byggist á lögum sem samþykkt voru í apríl en í þeim er fjallað um starfsemi fyr- irhugaðs álvers, verkefni þess og skyldur. Nýverið lá fyrir sú niðurstaða Eftirlitsstofnunar EFTA að ekk- ert væri að athuga við lögin en í þeim er meðal annars kveðið á um afslátt af almennri skattlagningu fyrirtækja. Samið hefur verið við HS orku og Orkuveitu Reykjavíkur um orkukaup. Orkan er ekki til og þurfa fyrirtækin að ráðast í virkj- anagerð til að uppfylla skuldbind- ingar sínar. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kvaðst í samtali við Fréttablaðið ekki trúa öðru en að fyrirtækin standi við gerða samninga. Fimm ár eru liðin síðan vinna við undirbúning álversins hófst. Fyrsta skóflustungan var tekin fyrir rúmu ári og er nú unnið að byggingu kerskála. Áætlanir miða við að starfsemi geti hafist í nýju álveri haustið 2011. Gangi allt eftir verður Helgu- víkurálverið fjórða álbræðslan á Íslandi. Fyrir eru Fjarðaál í Reyð- arfirði, Norðurál í Hvalfirði og Ísal í Straumsvík. Í ár eru liðin fjörutíu ár síðan starfsemin hófst í Straumsvík. - bþs Fjárfestingarsamningur ríkisins og Norðuráls um álver í Helguvík undirritaður: Unnið að undirbúningi í fimm ár HELGUVÍK Bygging kerskála stendur yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SRÍ LANKA, AP Yfirvöld í Srí Lanka hafa að undanförnu yfirheyrt Selvarasa Pathmanathan, nýjan leiðtoga Tamíltígra. Pathmanathan, sem hafði áður umsjón með vopnasmygli Tamíl- tígra, tók við forystu uppreisnar- sinnanna eftir að stjórnvöld á Srí Lanka drápu þáverandi leiðtoga þeirra, Veluppillai Prabhakaran. Eftir að stjórnvöld komust að því að Pathmanathan hefði tekið við stjórn Tamíltígranna var hann handtekinn. Talið er að handtak- an hafi komið sér vel fyrir for- seta Srí Lanka, Mahinda Raja- paksa, en þingkosningar í landinu eru í þann mund að hefjast. - fb Leiðtogi Tamíltígra í haldi: Yfirheyrslur standa yfir Innritun fer fram á www.tskoli.is Kvöldskóli Byggingatækniskólinn Raftækniskólinn Tæknimenntaskólinn Véltækniskólinn Meistaraskólinn Fjarnám Byggingatækniskólinn Fjölmenningarskólinn Upplýsingatækniskólinn Skipstjórnarskólinn Raftækniskólinn Véltækniskólinn Meistaraskólinn Diplómanám Endurmenntunarskólinn • Rekstur og stjórnun í atvinnulífinu - Útvegsrekstrarfræði - Flugrekstrarfræði - Almenn lína í rekstri og stjórnun - Rekstrarfræði • Lýsingarfræði • Lýsingarhönnun Flugskóli Íslands Í september hefjast: • MCC námskeið • ATPL námskeið • PPL námskeið (einkaflugmannsnámskeið) • Flugkennaranámskeið www.flugskoli.is Það er leikur að læra Innritun lýkur 26. ágúst. Aðstoð við innritun er 26. ágúst frá kl. 16 :00 – 19:00. Innritun í kvöld- og f jarnám er haf in Enn er nóg eftir af hvalveiðikvóta: Búið að veiða 110 hvali SJÁVARÚTVEGUR Veiddir hafa verið samtals 110 hvalir við strend- ur landsins í sumar samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Um fjórðungur hrefnukvótans hefur verið veiddur og innan við helm- ingur langreyðarkvótans. Fyrsta langreyðurin veiddist um miðjan júní, og síðan hafa 64 dýr verið dregin á land, 33 tarfar og 31 kýr. Frá því fyrsta hrefnan veidd- ist í lok maí hafa 46 hrefnur veiðst, 8 kýr og 38 tarfar. Samkvæmt veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofn- unar má veiða 200 hrefnur og 150 langreyðar á árinu 2009. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnu- veiðimanna, segist ekki endilega gera ráð fyrir því að það takist að veiða upp í allan hrefnukvótann enda sé það ekki markmið í sjálfu sér. Kvótinn hafi verið aukinn úr 100 dýrum í 200 dýr í júní þegar allar ráðstafanir hrefnuveiði- manna hafi miðað við að veiða 100 dýr. Gunnar Bergmann segir sölu hrefnukjöts hafa gengið vonum framar. „Fram að þessu höfum við ekki fryst eitt einasta kjötstykki. Þetta hefur allt farið ferskt á inn- anlandsmarkað, enda líklega eitt vinsælasta grillkjöt sumarsins.“ - bj , - th LANGREYÐUR Veiðst hafa 64 langreyð- ar það sem af er ári, en kvótinn er 150 dýr. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.