Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 26
● inni&úti Berjamór fyrir borgarbúa HVERT SKAL HALDIÐ? Góð berjalönd eru að sögn sér- fræðinga svo mörg og góð á Ís- landi að óþarfi er að haga sér eins og berjasvæðið sem maður upp- götvaði sé hernaðarleyndarmál. Nóg er til handa öllum. Heiðmörk þykir ágætis berja- land. Ef búið er að tína mikið þar sem þú kemur skaltu halda innar í mörkina. Hraunið meðfram Reykjanes- brautinni – sérstaklega í nágrenni Grindavíkur. Hvassahraun þykir þar gott. Grímsnesið og Grafn- ingur. Berjalönd þar þykja góð. Hvalfjörður og þá sér- staklega Brynjudalur sem gengur inn af Hvalfjarðar- botni þykir gott berjaland. Selvogur. Margt fallegt að skoða í leiðinni – svo sem Stranda- kirkju. Nesjavallaleið. Þar má allt- af finna berjalönd meðfram öðru hvoru. Hafravatn. Berjalönd þar í kring. Gleymið ekki að athuga í kring- um bústaðinn þar sem þið dvelj- ið hvort ekki megi nýta svæðið í kring og tímann í berjatínslu. HVAÐ SKAL TAKA MEÐ? Ílát undir berin með góðu loki. Í þetta má nýta gamlar málning- arfötur, stórar Machintosh-dósir, Tupperware-box og jafnvel potta, krúsir eða box utan af matvælum ef þú ert staddur í bústað og berja- tínsla kemur upp sem óvænt hug- mynd. Þar skiptir hugmyndaflug- ið máli. Krækiber eru núna orðin fullþroskuð víðast hvar. NORDICPHOTOS/GETTY ● FRÁ UMHVERFISSTOFNUN „Heimilt er að tína ber, sveppi, fjörugróður og aðrar jurtir en ef tínt er í miklum mæli innan eignar- landa þarf til þess leyfi. Heimilt er að tína ber og jurtir á þjóðlendum og afréttum. Athugið að nokkrar jurtir sem vaxa í íslenskri náttúru eru fá- gætar og friðaðar og óleyfilegt er að skerða þær.” Bláber eru rándýr í búðun- um svo það er um að gera að láta ekki ókeypis náttúruafurðir framhjá sér fara nú í ágúst. Úr þeim má síðan gera bökur og annað góðgæti. ● Það eru ekki allir sem komast í stórkostlegu berjalöndin á Vestfjörðum þetta sumar eða á Austurlandi. Það þarf þó ekki að örvænta því í ná- grenni borgarinnar má finna feiknagóð berjalönd. Nesti. Það er ómögulegt að gleyma góðu nesti því enginn vill þurfa að keyra í miðri tínslu eftir orku. Hér er sérstaklega mælt með heitu súkkulaði og heimasmurðum samlokum. Mjúkar buxur sem eru örlítið þykkar til að vernda hnén. Berjatína ef fólk kýs þá aðferð frekar en handtínslu. Útvarpstæki með batteríi (út- varpssagan í berjamó er snilld). Grifflur getur verið þægilegt að hafa ef kalt er. Fingurnir ná ekki góðu taki á berjunum með vettling- um sem ná alveg yfir puttana. Regnslá og annar aukafatnaður ef veður breytist. HVERNIG SKAL GEYMA? Fryst í lausu. Sniðugt er að nota gömul box undan ís eða slíkt. Enn sniðugra er að setja smjörpappír milli berjalaga í boxinu, þá er auð- veldara að þíða smærri skammta í staðinn fyrir að allt fari í eina frostklessu. Sulta. Ótrúlega einfalt og svo má líka frysta sultuna ef fólk kýs. Kíló af berjum á móti kíló af sykri er gamla reglan. Þeir í hollustunni geta minnkað hlutfallið í 800 g af sykri á móti kíló af berjum. Sumir nota þurrkaða ávexti, agavesýróp, hrásykur, hlyn- sýróp, hunang og annað og minnka þannig sykurmagnið enn frekar. Söft. Góðar uppskriftir eru til dæmis víða á internetinu og í bókum. Alls kyns bakstur. Má þar nefna bláberjamuffins, kræki- berjahlaup, bláberjaostakökur og margt fleira. - jma Svæðið í kringum Selvogskirkju er eitt af góðum berjalöndum í nágrenni Reykjavíkur. N O RD IC PH O TO S/ G ET TY ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins. ott bragð fyrir heilbrigðar tennur...G 8. ÁGÚST 2009 LAUGARDAGUR4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.