Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 27
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 ÓLAFUR INGI JÓNSSON verður með leiðsögn um sýninguna Falinn fjársjóður: Gersemar í þjóðareign í Listasafni Íslands á sunnudaginn. Leiðsögnin hefst klukkan 14. Ólafur mun sérstaklega fjalla um málverk Kjarvals, Hvítasunnudag. Eva Björk Guðmundsdóttir og Mar- grét Dan Þórisdóttir, eða Maggý eins og hún er kölluð, láta sig ekki vanta í gleðigönguna í ár frekar en fyrri ár. „Við byrjum á að hitta vinkon- ur okkar á Hlemmi þar sem má fá yfirsýn yfir atriðin og búningana en ætlum svo að finna góðan stað á Laugaveginum til að fylgjast með. Ég er nefnilega komin rúmar 35 vikur á leið og ætla því að fara mér hægt,“ segir Eva en hún og Maggý eiga von á frumburðinum níunda september. „Í kvöld er okkur svo boðið í árlega veislu til vinkvenna okkar en þar verður öllu tjaldað til og flaggað í öllum regnbogans litum.“ Eva segir mikla tilhlökkun fylgja Hinsegin dögum enda margir vinir og kunningjar sem koma saman. „Hátíðin teygir sig nú yfir á marga daga með alls kyns viðburðum. Má þar nefna stelpu- og stráka- böll, regnbogamessu og fleira. Ég er ekki jafn virk og áður en við ætlum þó að líta inn á Barböru á sunnudag þar sem vinkona okkar er að spila.“ Hvað meðgönguna varðar segist Eva hafa verið hraust og er hún enn að vinna, sem vörustjóri hjá Sjóvá. „Við erum orðnar mjög spenntar og get ég uppljóstrað því að von er á enn einni stelpunni á heimilið. Ég á þó bágt með að trúa því að hún hitti á settan dag og fái kennitöluna 090909 en það væri flott.“ Eva seg- ist ánægð með nýlega lagabreyt- ingu sem gerir samkynhneigðum pörum kleift að fara í tæknifrjóvg- un hér á landi og getur ekki beðið eftir því að fá afraksturinn í hend- urnar. vera@frettabladid.is Litrík helgi fram undan Þær Eva Björk Guðmundsdóttir og Margrét Dan Þórisdóttir eiga skemmtilega helgi fyrir höndum og hefst hún vitanlega í gleðigöngunni. Þær munu þó fara sér hægt enda er Eva að því komin að eiga. Maggý og Eva eru við öllu búnar ef það skyldi rigna í göngunni. MYND/SMÁRI ÞRASTARSON             ! "#$% &'( )* + ,-%,.,/,-%,.,0& 365 er öflugasta fjölmiðlafyrirtækið á íslenskum markaði. Fréttastofa Stöðvar 2 leitar að fréttamönnum til afleysinga allt árið. Einnig vantar fréttamenn til afleysinga í sumar. Umsækjendur þurfa: - að hafa góða þekkingu á íslensku samfélagi og brennandi áhuga á málefnum líðandi stundar - að hafa gott vald á íslenskri tungu - að vera öruggir í framkomu - að vera færir í mannlegum samskiptum - að geta unnið undir álagi Reynsla af fréttamennsku er æskileg en ekki skilyrði. Vinsamlegast sendið inn umsókn gegnum vef www.365midlar.is - Um 365 – Störf hjá 365 – Fréttamenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.