Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 22
22 8. ágúst 2009 LAUGARDAGUR Meira að segja minnstu smáþjóðir heims brugga sinn eigin bjór og þar er Ísland engin undantekning. Þrátt fyrir skarðið sem bjórbannið mynd- aði hefur bjór verið bruggaður hér allt frá víkingaöld og þar til íslenskir bjórrisar á borð við Ölgerð Egils Skallagrímssonar risu upp. En undan- farin fjögur ár hafa þrjár minni bruggverksmiðjur haslað sér völl úti á landi með háleit markmið um að brugga metnaðarfullan og bragðmik- inn bjór. Ölvisholt brugghús stendur rétt utan við Selfoss en þar er bjór- inn Skjálfti bruggaður. Norður í landi, á Árskógssandi er svo bjórinn Kaldi bruggaður eftir tékkneskri hefð, og fyrir vestan, í Stykkishólmi, er bruggaður bjórinn Jökull. Íslendingar hafa tekið þessum bragðgóðu afurðum afbragðsvel og spennandi verður að fylgjast með framgangi þeirra. - amb Hinn gullni mjöður Á fáeinum árum hafa sprottið upp þrjú afbragðs brugghús á Íslandi sem sérhæfa sig í metnaðar- fullri bjórgerð. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari fór hringveginn um landið í sumar og sótti þau heim. HRÆRT Í BJÓRNUM Hjá brugghúsinu Mjöður ehf. á Stykkishólmi er bjórinn Jökull bruggaður en hann er millidökkur og bragð- góður lagerbjór. Hér sést Magnús Þór Stefánsson bruggmeistari að störfum. ÁRANGUR ERFIÐIS Jón Elías Gunnlaugsson á Ölvisholti með bjórinn Skjálfta sem hann segir metnaðar- fullan bjór fyrir sælkera. SVELLKALDUR Hjónin Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson á Árskógssandi með bjórinn Kalda sem bruggaður er eftir tékkneskri hefð. SAMVINNA Magnús Þór Stefánsson bruggmeistari í bruggverksmiðjunni Mjöður hf. FAGMANNSGRÆJUR Jón Elías Gunnlaugsson við bruggkatlana í í Ölvisholti. PUNKTURINN YFIR I-IÐ Tapparnir settir á Kalda frá Ársskógssandi. SVEITASÆLA Bruggverksmiðjan Ölvisholt er í gömlu fjósi rétt hjá Selfossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.