Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 20
20 8. ágúst 2009 LAUGARDAGUR H afdís Erla er sund- kona og þjálf- ari sunddeildar Styrmis, hún telur félagið vera nauð- synlegt í sam- félagi samkynhneigðra þar sem það stuðli ekki einungis að heil- brigðu líferni heldur skapar einn- ig sýnileika sem hún telur að geti brotið á bak aftur ákveðnar stað- alímyndir sem loða við samkyn- hneigða. Hafdís æfði sund með sundfélaginu Ægi frá árinu 1990 og keppti meðal annars með ungl- inga- og aðallandsliðinu í sundi allt til ársins 2004 en þá ákvað hún að segja skilið við sundið. „Ég hætti aðallega vegna þess að þetta var orðið of mikið æfingaálag með- fram námi, en hluti af ástæðunni var líka það að mér fannst sem ég gæti aldrei komið út úr skápn- um á meðan ég æfði sund. Ég var hrædd um að verða fyrir aðkasti og óviss um hvert ég gæti leitað ráða, eða hvort ég gæti yfirhöf- uð leitað eitthvert. En eftir á að hyggja þá sé ég eftir því að hafa ekki látið reyna á það, en það er auðvelt að vera vitur eftir á. Ég er alls ekki að saka íþróttahreyfing- una um að vera eitthvað sérstak- lega fordómafull í garð samkyn- hneigðra, alls ekki, þetta er bara norm sem erfitt er að brjóta á bak aftur,“ segir Hafdís Erla. Erfitt að koma út úr skápnum Vilhjálmur Ingi stundar nám í íþróttafræðum við Háskóla Íslands á Laugarvatni og er meðlimur fót- boltadeildar Styrmis og hefur leik- ið með liðinu frá því í vor. Hann segir félagið hafa verið honum nauðsynlegt stuðningsnet þegar hann kom út úr skápnum fyrr í vetur. „Þegar ég gekk til liðs við Styrmi var ég nýbúinn að opin- bera samkynhneigð mína fyrir mínum nánustu og var að leita að vettvangi þar sem ég gæti fundið einhvers konar stuðning og félags- skap á meðan ég væri að átta mig á hlutunum. Það hafði tekið mig langan tíma að safna kjarki til að koma út úr skápnum því að ég var búinn að gera mér í hugarlund að þetta yrði svo erfitt og að ég myndi mæta miklu mótlæti. En þegar ég loks tók skrefið þá komst ég að því að mikið af þessum fordómum höfðu aðallega verið í hausnum á mér,“ segir Vilhjálmur Ingi. Hann segist hafa fengið mikinn stuðning hjá fjölskyldu og vinum eftir að hann kom út og segir þann stuðning vera ómetanlegan. „Það var erfitt að játa þetta fyrir fjöl- skyldu og vinum en þau tóku þessu mjög vel. Ég held að það sé mjög einstaklingsbundið hvenær fólk er tilbúið til að viðurkenna þetta fyrir sjálfu sér. Fyrir mér var það erfiðasta skrefið, að viðurkenna þetta fyrir sjálfum mér. Þegar ég lít til baka þá skil ég hversu mikil þyngsli þetta voru á mér, ég varð samt ekki hamingjusamur á einni nóttu, þetta er ferli sem hver og einn þarf að ganga í gegnum. Því lengra sem maður kemst í ferl- inu, þeim mun hamingjusamari er maður. Ég held að mesti munurinn sé sá að ég brosi meira í dag.“ Litaður af fordómum En eru miklir fordómar gagnvart samkynhneigðum innan íþrótta- hreyfingarinnar? Hafdís Erla telur að samfélagið geri samkyn- hneigðum erfitt fyrir að koma út úr skápnum því ungt samkyn- hneigt fólk sé alið á sömu fordóm- um og aðrir í samfélaginu. „Þegar ég var að koma út úr skápnum fyrir sjálfri mér sem unglingur þá held ég að mestu fordómarnir hafi verið hjá sjálfri mér því maður er jafn litaður af fordómum samfé- lagsins og allir aðrir. Hegðunar- ramminn er mjög þröngur og þá má alls ekki stíga hænufet út fyrir hann. Þetta á sérstaklega við um íþróttir. Hvert einasta frávik frá „íþróttalegu hegðunarnormi“ ef svo má að orði komast, ýtir við- komandi langt út á jaðarinn. Þetta er eins og að vera fastur í hjólfari sem þarf átak til að komast upp úr.“ Vilhjálmur telur að ný kynslóð íþróttaþjálfara og iðkenda sé laus- ari við fordóma en þeir sem eldri eru. „Auðvitað verður maður var við að fólk noti orðið hommi sem neikvætt eða niðrandi orð, því miður, en ég tek það ekki nærri mér, enda engin ástæða til þess. Ég get ímyndað mér að það sé erfitt fyrir stráka á unglingsaldri að koma út úr skápnum í þessu umhverfi því þeir eru enn ómót- aðir og að reyna að skilgreina sjálfa sig. Ég held að vandinn sé sá að samkynhneigðir karlar eru almennt taldir kvenlegir og það gengur ekki í heimi íþrótta þar sem allt gengur út á karlmennsku. Ég spurði meira að segja sjálfa mig hvort ég ætti eftir að verða kvenlegri við það að koma út úr skápnum, en það er ekki þannig, persónuleiki þinn breytist ekki með kynhneigðinni.“ Yngstur í „hommaárum“ Vilhjálmur telur að íþróttafé- lag líkt og Styrmir veiti mönnum nauðsynlegan stuðning og félags- skap. Hann segir jafnframt að það hafi verið honum mikill innblást- ur að umgangast þá sem komu út úr skápnum þegar samfélagið var enn fullt af fordómum í garð samkynhneigðra. „Ég er yngst- ur iðkenda Styrmis í „hommaár- um“ og það var mér mikil hvatn- ing að umgangast eldri leikmenn sem þurftu virkilega að berjast fyrir tilverurétti sínum. En þó að samfélagið í dag sé mun betra en það var þá er það því miður svo að samkynhneigðir þurfa enn að berj- ast fyrir réttindum sínum. Styrmir getur þannig verið góð fyrirmynd sem sýnir að hópíþrótt eins og fótbolti og samkynhneigð geta vel farið saman. Samkynhneigt fólk er að finna í öllum kimum samfélags- ins, líka í íþróttum.“ Hafdís er sama sinnis og segir Styrmi vera heilbrigðan valmögu- leika fyrir samkynhneigða. „Það liggur í hlutarins eðli að samkyn- hneigðir haldi hópinn. Félagslíf samkynhneigðra hefur verið svo- lítið bundið við skemmtistaði og næturlífið og fyrir þá sem nenna því ekki er þetta góður valkost- ur.“ Aðspurð segir Hafdís árang- ur sunddeildarinnar á nýafstöðn- um Outgames hafa komið sér skemmtilega á óvart, en liðsmenn deildarinnar unnu til alls átján gullverðlauna. „Við fórum þarna á gleðinni fyrst og fremst en vissum að við áttum góða möguleika því við vorum með mjög sterka sund- menn í liðinu og það var vissulega mikil hvatning að koma heim með alla þessa peninga. Mér fannst líka mjög gaman að geta keppt aftur og ná árangri sem er mældur í sek- úndum og metrum, þó að litlu per- sónulegu sigrarnir séu ekki síður gleðiefni,“ segir Hafdís sem lætur af þjálfarastarfinu í haust en þá heldur hún utan í frekara nám. „Ég er að flytja til Berlínar í haust þar sem ég ætla að byrja á því að læra svolitla þýsku og svo ætla ég í sagnfræði. Í Berlín er nóg af íþróttafélögum á borð við Styrmi þannig að ég hef ekki áhyggjur af því að geta ekki stundað sundið áfram.“ Samkynhneigðir geta líka verið afburða íþróttafólk Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sundkona og Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson fótboltakappi eru bæði meðlimir í Styrmi, íþróttafé- lagi samkynhneigðra. Þau segja íþróttastarfið vera nauðsynlegt í samfélagi samkynhneigðra og segir Vilhjálmur Ingi að félagið hafi verið honum ómetanlegt stuðningsnet þegar hann kom út úr skápnum í vetur. Sara McMahon ræddi við Hafdísi Erlu og Vilhjálm Inga um fordóma, samstöðu og glæstan árangur Styrmismanna á hinum nýafstöðnum Outgames-leikum. NJÓTA FÉLAGSSKAPARINS Hafdís og Vilhjálmur segja félagsskapinn í Styrmi vera góðan og veita fólki nauðsynlegan stuðning. Erfitt sé fyrir samkynhneigða að taka þátt í starfi venjulegra íþróttafélaga. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Íþróttafélagið Styrmir er sérstakt fyrir þær sakir að félagsmenn þess eru allir samkynhneigðir, þó að gagnkyn- hneigðir fái oft að vera með. Félagið var stofnað í júní árið 2006 og hét upphaflega Strákafélagið Styrmir en því var síðar breytt í núverandi nafn. Félagsmenn ákváðu sumarið 2006 að koma saman á Klambratúni og leika knattspyrnu sér til gamans. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og fyrir stuttu tók Styrmir meðal annars þátt í Outgames, sem er alþjóðlegt íþróttamót samkyn- hneigðra, með góðum árangri. „Það er því miður þannig að samkynhneigðir karlmenn hafa oft átt erfitt uppdráttar í hópíþróttunum líkt og fótbolta og handbolta, og þeir virðast mæta meiri fordómum en konur sem stunda sömu íþróttir. Margir félagsmenn Styrmis hættu að stunda íþróttir rétt áður en þeir komu út úr skápnum því þeim fannst þeir ekki geta komið út við þessar kringumstæður. “ segir Alfreð Hauksson, formaður Styrmis. Að sögn Alfreðs er meginmark- mið Styrmis að stuðla að fordóma- lausum íþróttum og skapa jákvætt og uppbyggilegt umhverfi fyrir þá sem vilja stunda íþróttir. „Styrmir býður ekki aðeins upp á íþrótta- iðkun heldur einnig félagslegan vettvang fyrir þá sem hafa ekki áhuga á að stunda skemmtistaði.“ segir Alfreð Hauksson, formaður félagsins. Áhugasamir geta leitað upplýsinga um félagið á vefsíðu þess á slóðinni www.styrmir.is. VILJA FORDÓMALAUSAR ÍÞRÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.