Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 6
6 8. ágúst 2009 LAUGARDAGUR STJÓRNSÝSLA Forsætisráðuneytið keypti sérfræðiþekkingu og ráð- gjöf fyrir um 300 milljónir króna í kjölfar bankahrunsins á liðnu hausti. Samið var við átta aðila – ein- staklinga og fyrirtæki – sem unnu misumfangsmikil og -kostnaðar- söm verkefni. Þeirra kostnaðarsamast var vinna bresku lögfræðistofunn- ar Lovells LLP sem veitti ráðgjöf vegna hugsanlegra málaferla rík- isins við bresk stjórnvöld og aðstoð vegna samskipta við Eftirlitsstofn- un EFTA. Ekki varð af málaferl- um. Eftir að Jóhanna Sigurðardóttir tók við embætti forsætisráðherra óskaði hún eftir yfirferð Ríkisend- urskoðunar á fyrirliggjandi verk- samningum. Starfsmenn Ríkisendurskoðun- ar ræddu við starfsmenn forsæt- isráðuneytisins um téða samninga og kynntu sér margvísleg gögn þeim tengd. Að mati stofnunarinnar gerði ráðuneytið fullnægjandi grein fyrir ákvörðunum sínum og gerir hún ekki athugasemdir við mat þess á þörf fyrir utanaðkomandi ráðgjöf og þekkingu. Ríkisendurskoðun telur að nægi- leg rök hafi legið fyrir því að bjóða ekki út viðkomandi verk enda falli þau undir undantekningarákvæði laga um útboð. Verkkaupin hafi verið algerlega nauðsynleg vegna aðkallandi neyðarástands sem staf- aði af ófyrirsjáanlegum atburð- um. Því hafi verið nauðsynlegt að sneiða hjá almennu útboði. „Ljóst er að atburðarás var mjög hröð, þörfin brýn og mjög erfitt hefði verið við þær aðstæður að bjóða út kaup á ráðgjöf, ekki síst þar sem nauðsynlegt var talið að leita til erlendra aðila,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. bjorn@frettabladid.is Eðlilega staðið að kaupum á ráðgjöf Ríkisendurskoðun telur að eðlilega hafi verið staðið að kaupum forsætisráðu- neytisins á ráðgjöf fyrir um 300 milljónir króna í kjölfar bankahrunsins í haust. Sænski bankasérfræðingurinn Mats Josefsson fær 29 milljónir fyrir störf sín. Í KJÖLFAR HRUNSINS Geir H. Haarde stóð fyrir kaupum á sérfræðiþjónustu fyrir um 300 milljónir króna vegna falls bankanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Breskt fyrirtæki sem aðstoðaði við almannatengsl Norskt fyrirtæki sem annaðist almanna- tengsl og krísustjórnun Alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki sem var ráðuneytinu og sérstökum starfsmanni þess til aðstoðar í upphafi bankakreppn- unnar, m.a. við að halda utan um og samhæfa viðbrögð. Starfaði einnig fyrir FME Bresk lögfræðistofa sem veitti ráðgjöf vegna hugsanlegra málaferla ríkisins við bresk stjórnvöld og aðstoð vegna sam- skipta við Eftirlitsstofnun EFTA o.fl. Íslensk lögfræðistofa sem m.a. er með skrifstofu í London. Lögfræðiráðgjöf í tengslum við bankahrunið Finnskur sérfræðingur sem falið var að skoða löggjöf um banka og framkvæmd bankaeftirlitsins Sænskur sérfræðingur sem ráðinn var til að stýra endurskipulagningu bankakerf- isins Alþjóðlegt fyrirtæki sem ráðið var til að aðstoða við endurskipulagningu bankakerfisins. Starfar einnig fyrir FME. Áætlaður kostnaður er 300 þús. evrur Headland Retainer & Company AS McKinsey & Company Lovells LLP LOGOS Kaarlo Vilho Jannari Mats Josefsson Oliver Wyman 13,1 m.kr 6,5 m.kr 42,6 m.kr 109,3 m.kr 33,8 m.kr 10,6 m.kr 29,0 m.kr (áætlað) 51,3 m.kr AUKIN VIÐSKIPTI Í PÓLLANDI Viðskiptasendinefnd í Póllandi 6.-9. október P IP A R P IP A R P IP APAPA • S Í • S Í • S ÍA • 9 A • 9 A • 9 A • 9 9 6 9 6 19 6 9 66 19 6 11 9 66 11 9 6 19 6 11 9 6 9 6 9 6 11 9 6 9 Útflutningsráð undirbýr nú ferð viðskiptasendinefndar til Póllands í samvinnu við sendiráð Íslands í Berlín. Pólland hefur styrkt stöðu sína sem vænlegt viðskiptaland og hér er því gott tækifæri fyrir þau fyrirtæki sem vilja efla viðskipti sín þar eða skoða ný viðskiptatækifæri. Farið verður til tveggja borga í sömu ferð og þannig opnað fyrir fleiri möguleika á mismunandi markaðs- svæðum. Fundir viðskiptasendinefndarinnar verða í Gdansk 7. október og í Varsjá 8. október. Á báðum stöðum verður unnið með þarlendum ráðgjöfum að skipulagningu viðskiptafunda í samræmi við óskir þátttökufyrirtækja. Einnig fer fram kynning á Íslandi og íslensku viðskiptalífi. Sendinefndin er opin fyrirtækjum úr öllum greinum atvinnulífsins. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband sem fyrst en óskir um fundi þurfa að hafa borist fyrir 15. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@utflutningsrad.is, eða í síma 511 4000. Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • www.utflutningsrad.is VIÐSKIPTI Bónus er með lægsta verðið á 38 vörutegundum af þeim 55 sem verðlagseftirlit ASÍ skoð- aði miðvikudaginn 5. ágúst. Nóa- tún var oftast með hæsta verðið eða í 28 skipti. Athygli vakti hversu mikill verðmunur er á grænmeti. Sam- kvæmt verðkönnuninni mun- aði 792 prósentum á kílóverði á jöklasalati og var langdýrast í Hagkaupum. Gunnar Ingi Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Hag- kaupa, segir þetta hins vegar mis- tök. Greinilega hafi verið vitlaust verðmerkt og verðeftirlitið ekki farið á kassann til að skoða verð- ið, því að kílóverðið er 449 krón- ur. Verðmunurinn væri þá 141 prósent. Verðmunur á agúrkum er 214 prósent, ódýrastar í Samkaupum Úrval, 269 krónur kílóið en dýr- astar í Hagkaupum á 797 krónur kílóið. Mjólkin er ódýrust í Hag- kaupum, kostar lítrinn 97 krónur en 107 krónur í Fjarðarkaupum. Lítill verðmunur var á forverð- merktum vörum eins og til dæmis SS-vínarpylsum. Verðlagseftirlitið bendir á að slík forverðmerking sé bönnuð og hamli samkeppni. Brýnt sé að yfirvöld tryggi að verðsam- keppni á þessum vörum verði með eðlilegum hætti. Könnunin var gerð í eftirtöld- um verslunum: Bónus, Smáratorgi; Krónunni, Lindum; Nettó í Hvera- fold; Kaskó, Vesturbergi; Hagkaup- um, Skeifunni; Nóatúni í Nóatúni; Samkaupum Úrval, Miðvangi, og Fjarðarkaupum, Hólshrauni. - vsp Bónus er með lægsta verðið á 38 vörutegundum af 55 samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ: Mikill verðmunur á grænmeti milli verslana DÓMSMÁL Rúmlega fertugur maður, Arvydas Guobis, var í gær dæmd- ur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir hrottafengna líkamsárás í húsi við Grettisgötu í byrjun júní síðastlið- ins. Fórnarlambið hlaut lífshættu- lega áverka af árásinni, sem stóð yfir heila nótt. Arvydas þarf að greiða fórnarlambinu 400 þúsund krónur í bætur. Af vitnisburðum að dæma var kveikjan að barsmíðunum sú að fórnarlambið hafði í óleyfi tekið fé út af bankareikningi Arvydas- ar. Því reiddist Arvydas mjög og hóf að berja á manninum. Ofbeldið hefði getað leitt til dauða fórnarlambsins, sem hlaut af því miklar bólgur í andliti, svo að sá ekki út um augun, heilablæð- ingu og brotnar tennur. Fórnar- lambið missti meðvitund, var um skeið í öndunarvél og glímdi fyrst um sinn eftir árásina við jafnvæg- istruflanir og tvísýni. Læknir telur að áverkarnir gætu haft áhrif á líf mannsins til frambúðar. Maður og kona sem tóku þátt í árásinni voru dæmd til að greiða 120 þúsund króna sekt í ríkissjóð fyrir að annars vegar slá fórnar- lambið einu sinni og hins vegar sparka einu sinni í það. Þau voru sýknuð af ákæru um að hafa látið fyrir farast að koma fórnarlambinu til hjálpar í neyð, enda benti allt til þess að þau hefðu þvert á móti kall- að til sjúkrabíl þegar þeim varð ástand þess slasaða ljóst. - sh Fimmtán mánaða dómur fyrir að berja mann til óbóta í húsi við Grettisgötu: Dæmdur í fangelsi fyrir hrottaskap HÚSIÐ VIÐ GRETTISGÖTU Barsmíðarnar stóðu linnulítið alla nóttina í þessu húsi. FRÉTTABLAÐIÐ / ARNÞÓR Bónus Krónan Nettó Kaskó Hagk. Nóatún Samk. Fjarðarkaup Heill ferskur kjúklingur =108,4% 479 524 539 898 949 898 898 998 Agúrkur = 213,8% 311 340 254 254 797 397 269 299 Smjörlíki 500 gr = 79,3% 191 150 168 168 269 178 211 159 Kötlu vanilludropar 30 ml = 88,5% 135 130 159 159 169 245 189 159 Jöklasalat kílóverð = 792,5%/141% 186 187 187 187 1.660(449*) 298 239 210 Verslanirnar eru í rétti röð: Bónus Smáralind, Krónan Lindum, Nettó Hverafold, Kaskó Vesturbergi, Hagkaup Skeifunni, Nótaún Nóatúni, Samkaup Úrval í Miðvangi og Fjarðar- kaup Hólshrauni * Samkvæmt framkvæmdarstjóra Hagkaupa PAKISTAN, AP Talsmaður talibana í Pakistan staðfesti í gær að leiðtogi þeirra, sem meðal annars er talinn hafa stýrt fjöl- mörgum sjálfs- morðsárásum, hefði fallið í flugskeytaárás Bandaríkjahers á miðvikudag. Flugskeyta- árásin var gerð á hús tengdaföð- ur Baitullahs Mehsud í Suður- Waziristan, sem er fjallahérað á landamærum Pakistans við Afganistan. Kona hans féll einn- ig í árásinni. Talið er að fráfall Mehsuds muni hjálpa pakistönsk- um og bandarískum stjórnvöldum að ráða niðurlögum talibana og liðsmanna Al-Kaída í Pakistan. - bj Flugskeytaárás í Pakistan: Leiðtogi tal- ib ana fallinn BAITULLAH MEHSUD Hefur þú tínt sveppi? Já 25,7% Nei 74,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Eru dómar í fíkniefnamálum of þungir? Segðu þína skoðun á vísir.is LONDON, AP Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin segir prófanir á bólu- efnum gegn svínaflensunni H1N1 á áætlun. Áætlanir gera ráð fyrir því að fyrstu skammtarnir verði tilbúnir í september. Tilraunir með lyfið eru nú hafnar hjá þremur framleiðend- um, en meðal þess sem kanna á er hversu oft þurfi að bólusetja hvern einstakling. Hingað til hefur verið talið að hver maður þurfi tvo skammta af bóluefni. Íslenska ríkið hefur tryggt sér kauprétt á 300 þúsund skömmt- um, sem talið er að dugi til að bólusetja 150 þúsund manns, tæpan helming landsmanna. Alls hafa nú 72 smitast af svínaflensu hérlendis. Langflest- ir eru á aldrinum 15 til 19 ára eða alls 23. Ellefu börn á aldrinum 5 til 14 ára hafa smitast. - bj Varnir gegn svínaflensu: Bóluefni tilbúið í september KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.