Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 2
2 8. ágúst 2009 LAUGARDAGUR Halldóra, er það undir hælinn lagt að vinna svona keppni? „Maður þarf bara að vera á góðum skóm og standa í lappirnar.“ Halldóra Eydís Jónsdóttir er komin í tíu manna úrslit í breskri skóhönnunar- keppni sem nefnist Nýja skóstjarnan. STJÓRNMÁL Veita á skattyfirvöldum auknar heimild- ir til kyrrsetningu eigna, samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í gær. Mat stjórnvalda er að með löngum málsmeðferð- artíma skapist hætta á að eignum sé komið undan í skattaskjól. Því sé nauðsynlegt að veita skattyfir- völdum auknar heimildir til varnar því að menn geti komið sér undan greiðslu opinberra gjalda og mögu- legum fésektum vegna skattalagabrota með færslu eigna í hendur annarra. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að fregnir á undanförnum vikum og mánuðum af millj- arða fjármagnsflutningum frá Íslandi inn á banka- reikninga í þekktum skattaskjólum af hálfu forsvars- manna fjármálafyrirtækja, sem annarra, hafi vakið upp ótal spurningar um íslensk lög og rétt. Þær radd- ir verði sífellt háværari sem segi að auka þurfi veru- lega við refsiheimildir stjórnvalda, meðal annars til kyrrsetningu og/eða haldlagningu eigna þeirra sem taldir eru bera ábyrgð á tjóninu og verða dæmdir sem slíkir. Fram kemur að þegar sé í gangi umfangsmikið starf er miði að því að kanna hvort farið hafi verið á svig við skattalög í tengslum við hrun bankanna eða starfsemi þeirra. Sérstakur starfshópur vinni að því að hraða rannsókn hugsanlegra skattalagabrota hvort sem er hjá eigendum, stjórnendum eða starfsmönnum bankanna, eða félögum sem þeim tengjast. - bþs Ríkisstjórnin bregst við hættu á að eignum verði skotið undan með frumvarpi: Skatturinn fái að kyrrsetja eignir ODDVITAR RÍKISSTJÓRNARINNAR Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DANMÖRK Skilanefnd Hróarskeldu- banka hefur tilkynnt að hún muni fara fram á ákæru á hendur fyrr- verandi bankastjóra bankans, Niels Valentin Hansen. Þá hefur hún ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur honum. Þetta kom fram í dönskum fjölmiðlum í gær. Danska fjármálaeftirlitið hefur þegar hafið vinnu við gerð ákæru. Í nýrri skýrslu, sem unnin var um aðdragandann að falli bank- ans í ágúst í fyrra, kemur fram að líklega hafi fjölmörg lögbrot verið framin við stjórn bankans. Þar beri Hansen langmesta ábyrgð. Sjálfur hefur hann hafnað ábyrgð á vandræðunum. Hansen er meðal annars grunaður um umboðssvik og að hafa látið bankann kaupa stóra hluti í sjálfum sér í hluta- fjárútboði. Við hvoru tveggja getur legið fangelsisrefsing. Einnig er talið að endurskoð- unarfyrirtækið Ernst og Young verði ákært fyrir „gagnrýnisverð- ar aðgerðir“. Samkvæmt dönskum fjölmiðl- um íhuga hluthafar bankans einn- ig að fara í skaðabótamál á hend- ur Hansen, og jafnvel einnig Sören Kaare-Andersen, sem tók við af Hansen árið 2007, en Hansen stýrði bankanum frá árinu 1978. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksókn- ari, sögðust í Fréttablaðinu í gær myndu fylgjast með málinu. - sh Skilanefnd Hróarskeldubanka fer fram á ákærur yfir fyrrverandi bankastjóra: Fer í hart við bankastjórann HRÓARSKELDUBANKI Svört lögfræði- skýrsla um rekstur Hróarskeldubanka hefur kallað fram viðbrögð. LÖGREGLAN Fjórir mótmælendur, tveir karlar og tvær konur, voru handteknir í gær eftir að hafa slett grænu skyri á iðnaðarráðu- neytið og bíl Katrínar Júlíus- dóttur iðnaðarráðherra. Að auki spörkuðu þau í höfuð lögreglu- manns, sem hlaut minniháttar áverka. Fjórmenningarnir tengjast samtökunum Saving Iceland en um tuttugu manns söfnuðust saman fyrir utan ráðuneytið til að mótmæla undirritun fjárfest- ingarsamnings Helguvíkurál- vers. Undir hann skrifuðu iðnað- arráðherra og forstjóri Norðuráls meðan á mótmælunum stóð. - vsp Mótmælendur í ham: Slettu skyri á ráðuneyti og bíl Grétar Már Sigurðsson, sendi- herra og fyrrverandi ráðu- neytisstjóri, lést í gær, fimm- tugur að aldri, eftir baráttu við illvígt krabbamein. Grétar starf- aði í utan- ríkisþjónust- unni í rúma tvo áratugi, gegndi lyk- ilstörfum í rekstri samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og var um skeið aðstoðarframkvæmda- stjóri EFTA. Grétar var skipaður sendi- herra í september 2001 og ráðuneytisstjóri í utanríkis- ráðuneytinu árið 2006. Síðast starfaði hann sem sérstakur Evrópuráðgjafi utanríkisráð- herra. Grétar lætur eftir sig eigin- konu og þrjár dætur. Látinn eftir baráttu við veikindi GRÉTAR MÁR SIGURÐSSON BANDARÍKIN Atvinnuleysi dróst saman í Bandaríkjunum úr 9,5 prósentum í 9,4 prósent í júlí. Þetta er þvert á spár hagfræð- inga en síðast dróst atvinnu- leysi saman milli mánaða í apríl í fyrra. Robert Gibbs, fjölmiðlafulltrúi Baracks Obama, forseta Banda- ríkjanna, sagði að enn væri búist við að atvinnuleysi myndi fara upp í tíu prósent áður en hjól- in fara að snúast efnahagslífinu í vil. Þrátt fyrir að atvinnuleysi minnkaði milli mánaða misstu um 247 þúsund manns vinnuna í júlí. Gibbs segir að ekki verði horft fram hjá því en þetta sé þó á réttri leið. - vsp Atvinnulíf Bandaríkjanna: Atvinnulausum hefur fækkað VIÐSKIPTI Óttarr Möller, 91 árs fyrrverandi forstjóri Eimskips, gerir 279 milljóna launakröfu í bú Straums þrátt fyrir að hafa aldrei starfað fyrir bankann. Krafan tengist eftirlaunasamningi sem hann gerði við Eimskip þegar hann lét af störfum þar árið 1979. Var gert ráð fyrir að hann héldi sömu kjörum eftir að hann hætti sem forstjóri. Krafan kom síðan inn í Straum þegar Burða- rás, fjárfestingarfélag Eimskips, sameinaðast Straumi árið 2004. Slitastjórn Straums hefur hafnað kröfunni. William Fall, fyrrverandi for- stjóri Straums-Burðaráss, gerir 600 milljóna króna launakröfu í búið. Aðrar launakröfur í búið eru töluvert lægri. - vsp Há launakrafa í bú Straums: Vann aldrei hjá Straumi banka UMHVERFISMÁL Frjókornafjöldi í Reykjavík var vel yfir meðallagi í júlímánuði, samkvæmt Náttúru- fræðistofnun Íslands. Aðeins einu sinni áður hafa frjókorn mælst fleiri, en það var sumarið 1991. Ekki er vitað hvort frjómagnið hefur náð hámarki eða ekki. Annað var uppi á teningnum á Akureyri í síðasta mánuði. Frjó- kornafjöldi þar var langt undir meðallagi í júlímánuði og hafa grasfrjó ekki mælst eins fá síðan mælingar hófust árið 1998. Það sem af er sumri hafa frjókorn- in aðeins verið fimmtungur á við meðalár. Búist er við því að miklu hámarki verði náð nú í ágúst. - þeb Frjókorn í Reykjavík: Ekki fleiri frjó- korn síðan 1991 VIÐSKIPTI Lárentsínus Kristjáns- son, meðeigandi Lögfræðistofu Reykjavíkur (LR) og stjórnarfor- maður skilanefndar Landsbank- ans, vék sæti við umræðu um ítarlegan verksamning sem skila- nefndin gerði við LR vegna lán- veitinga Landsbankans til Exista. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skilanefndinni. Þar segir jafnframt að gert sé ráð fyrir að LR fái tímagjald fyrir þjónustu sína eða miklu lægri fjárhæð en sem nemur kröfugerðinni. Kröfugerðin sem LR sendi skilanefndinni er talin nema um 250 milljónum króna eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum. - vsp Lárentsínus vék sæti: Krafa LR nemi 250 milljónum INTERNETIÐ Skotmark Twitter netárásinnar er talinn vera 34 ára gamall Twitter-bloggari frá Georgíu sem notar notendanafn- ið Cyxymu. Samskiptaforritið Twitter lá niðri í tvær klukku- stundir á fimmtudaginn. Cyxymu, sem kallar sig Georg í samtali við CNN, segist aðallega blogg til þess að veita fólki utan Georgíu almennilegar upplýsing- ar um ástæður þess að Georgía sé eitt, sameinað ríki. Árásin sé því af pólitískum toga. Í gær var nákvæmlega ár liðið frá því að stríð hófst milli Georgíu annars vegar og Rússlands, Suður-Osse- tíu og Abkhasíu hins vegar. - vsp Skotmarkið var Cyxymu: Segir netárás af pólítískum toga TWITTER Samskiptaforritið lá niðri tvo tíma á fimmtudaginn. NORDICPHOTOS/AFP ATVINNA Flest bendir til að þjóð- hagslega hagkvæmt sé að ráð- ast í stóriðjuframkvæmdir á næstu árum og frekari uppbygg- ing álframleiðslu leiðir til meiri stöðugleika en ella. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnun- ar Háskólans sem unnin var fyrir iðnaðarráðuneytið og birt í gær. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að miðað við atvinnuleysi og þverrandi tekjur þjóðarinnar sé mjög brýnt að við nýtum okkar auðlindir. Sextán þúsund manns séu án atvinnu og þungt hljóð í mönnum fyrir haustið. Í stöðugleikasáttmálanum er gert ráð fyrir því að ríkisstjórnin greiði götu þegar ákveðinna fram- kvæmda, eins og álvers í Helguvík. Gylfi segir mikilvægt að ráðast í þær framkvæmdir þar sem mikið atvinnuleysi sé á Suðurnesjum. Í skýrslunni kemur fram að stór- iðjuframkvæmdir styrki gengi krónunnar og minnki atvinnuleysi. Tímasetningar framkvæmdanna skipti þó máli og ábatinn sé mestur í efnahagslægð. Ekki er gert ráð fyrir kostnaði vegna umhverfis- eyðileggingar í skýrslunni en í skýrslu fjármálaráðuneytisins, sem birt var nýlega, er talið að miðað við líklegan náttúrukostnað virkjana sé arðsemin umtalsvert minni en gefið sé til kynna. Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra, segir mikilvægt að umræða fari fram um arð- semi stóriðju og hún verði til hliðsjónar þegar framtíð- arstefnan sé mótuð. Stefnt sé að umhverf- isvænni iðnþró- un með áherslu á litla og meðal- stóra iðnaðarkosti. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er þeirrar skoðunar að nýta eigi orku lands- ins. Ekki þurfi þó að einangra sig við álver því fjölmargt annað komi til greina. „Mestu máli skiptir þó að þegar koma hingað áhugasam- ir fjárfestar verða þeir að mæta því viðmóti að stjórnvöld séu til- búin að nýta orku landsins en rík- isstjórnin er ekki sammála í orku- málum,“ segir Bjarni. - vsp Ráð að byggja upp stóriðju á næstunni Frekari stóriðja gæti styrkt gengið og minnkað atvinnuleysi samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar. Forseti ASÍ segir brýnt að við nýtum okkar auðlindir. HELGUVÍK Mælt er fyrir um í stöðugleikasáttmálanum að greiða eigi fyrir framkvæmdum eins og byggingu álvers í Helguvík. Um 1.600 manns eru atvinnulausir á Suðurnesjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON BJARNI BENEDIKTSSON GYLFI ARNBJÖRNSSON SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.