Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 44
24 8. ágúst 2009 LAUGARDAGUR Hvenær voruð þið hamingjusöm- ust? Rebekka: Í dag. Ívar: Í dag. Rikki: Í dag. Hvaða störf dreymdi ykkur alltaf um að gegna í framtíðinni? Rebekka: Vinna við tónlist og leik- list. Ívar: Ég vissi alltaf að ég yrði tón- listarmaður. Rikki: Tónlist og kvikmyndagerð. Hvernig mynduð þið lýsa tónlist- arstefnu Krooks? Rebekka: Danstónlist af bestu gerð. Ívar: Áfram. Rikki: The Shit. Hvað er það dýrasta sem þið hafið nokkurn tíman keypt ykkur? Rebekka: Eitthvað í fataskápnum. Ívar: Eitthvað vafasamt. Rikki: Bíll á láni frá Lýsingu. Hvað er það versta sem nokkur hefur sagt við ykkur? Rebekka: Ég veit það ekki því ég var ekki að hlusta. Ívar: I‘m a dude. Rikki: Hvar á ég að byrja? Ívar, gætir þú hafa verið í Mer- cedes Club, og Rebekka, hefðir þú viljað að vera í Dr. Mister & Mr. Handsome? Rebekka: Já, fínt ride. Ívar: Nei, ég er ekki nógu mass- aður. Ef þið byggjuð ekki í Reykjavík, hvar mynduð þið vilja búa? Rebekka: Portúgal. Ívar: Púertó Ríkó. Rikki: Miami. Uppáhaldshljómsveitir ykkar fyrr og síðar: Rebekka: Johnny Cash og fleira. Ívar: Þær eru svo margar. Rikki: Alice in Chains. Uppáhaldskvikmynd og af hverju? Rebekka: Walk the line. Situr enn þá í mér. Ívar: Dead Man. Góð músík, góð taka, góður leikur, góð saga. Rikki: The Big Lebowsky. Það er bara einn dude. Draumahelgin ykkar í einni setn- ingu: Rebekka: Endalaus. Ívar: Ibiza. Rikki: Enginn mánudagur. Hvert er versta starf sem þið hafið nokkurn tímann gegnt? Rebekka: Klippa pulsur. Ívar: Færiband. Rikki: Hnýta saman úldna þorsk- hausa. ESB, með eða móti? Rebekka: Á móti, mjög á móti. Ívar: Lélegt band. Rikki: Á móti. Uppáhaldsstaðurinn þinn á Íslandi? Rebekka: Heima hjá mömmu. Ívar: Jökulsárslón. Rikki: Sveitin hjá mömmu. Hvers konar tónlist hefur mest áhrif á þig og hvaða lag hlustar þú á mest í dag? Rebekka: Tímalaus tónlist með sál. Röyksopp. Ívar: Raftónlist. Ég hef svo lítinn tíma til að hlusta á eitthvað annað en Krooks þessa dagana. Rikki: Rokk. People like them með Tomcraft. Er eitthvað sem heldur fyrir þér vöku á nóttunni? Rebekka: Ívar og Rikki. Ívar: Samviskan er ekki laus við smá bletti. Rikki: Gott partí. Ef þú gætir breytt einhverju í for- tíð þinni, hvað myndi það vera? Rebekka: Ekkert. Ívar: Nenni ekki að spá í því. Rikki: Hinu og þessu. Trúir þú á framhaldslíf? Rebekka: Já, en ekki endurhold- gun. Ívar: Já. Rikki: Já. Hvenær fékkstu síðast hlátur- skast? Rebekka: Í gærkvöldi yfir stand- uppinu hans Ívars. Ívar: Í gærkvöldi í standuppinu mínu. Rikki: Á Bruno. Heavy fyndin. Áttu þér einhverja leynda nautn? Rebekka: Kannski, he he. Ívar: Já, hún er æðisleg. Rikki: Þetta er ekki Bleikt og blátt. Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til? Rebekka: Mannsins míns og mömmu Ívar: Mömmu. Rikki: Mömmu. En hvaða núlifandi manneskju þol- irðu ekki? Rebekka: Ég nenni ekki að standa í að þola ekki fólk. Ívar: Allt bíff endar hjá mér. Rikki: Enginn í augnablikinu. Hver vill? Uppáhaldsorðið þitt? Rebekka: Kláraðu mig ekki. Ívar: Basicly skiluru. Rikki: Fuck. Hvaða lag á að spila í jarðarför- inni þinni? Rebekka: Spiritual með Johnny Cash. Ívar: Squeeler með Red. Rikki: Ég var að heyra lag í gær, ég veit ekkert hvað það heitir eða hvernig það er eða neitt. Danstónlist af bestu gerð Ívar Örn Kolbeinsson var annar hluti tvíeykisins alræmda Dr. Mister & Mr. Handsome á meðan Rebekka systir hans kleif vinsældarlistana með Merzedes Club í fyrra. Nú hafa þau slegist í lið með bróður sínum Ríkharði Grétari og stofnað hljómsveitina Krooks. Anna Margrét Björnsson tók þau í þriðju gráðu yfirheyrslu. KROOKS Systkinin Ívar Örn, Rebekka og Rikki fara fyrir þessu nýja danstónlistarbandi. Steini úr Quarashi er einnig meðlimur. Rikki er lengst til hægri á myndinni við hlið Rebekku og Ívar er fyrir miðju. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ■ Á uppleið Varðeldar Þó farið sé að kólna þá er sumarið ekki búið enn. Varðeldar ylja manni á notalegum kvöldum úti í guðsgrænni náttúrunni. Útsölur Nú þegar fólk hefur almennt minna á milli handanna er um að gera að nýta sér útsölur. Menn verða þó að fara með opnum huga og muna að það er hægt að breyta og lagfæra flík þannig að hún verði alveg einstök. Vatn Vatn er langsam- lega besti drykkurinn, sá hollasti og ódýrasti. Það er líka sniðugt að panta sér vatn í stað sóda sem bland á barnum, það minnkar líkurnar á þynnku og sparar þér 250 krónur. Matarboð Margir kvarta undan því að hafa ekki tíma til að hitta fjölskyldu og vini. Allir þurfa þó að borða, því ekki að sameina hitting- inn og kvöldmáltíðina? Það er alltaf gaman að brjóta brauð með góðum vinum. ■ Á niðurleið Andlitsfarði Orðtakið „less is more“ á svo sannarlega við í þessu tilviki. Konur á öllum aldri eru mun fallegri þegar þær hafa ekki hlaðið á sig meiki og augnskugga. Sérstaklega á sumrin þegar fólk er sólbrúnt og sællegt. Bílar Bensínverð er orðið nógu hátt til að setja mann á hausinn, með því að hjóla meira eða ganga sparar maður peninga, svo ekki sé minnst á kosti þess að hreyfa sig meira. Drykkjuleikir Sumir drykkjuleikir eru bara of flóknir og leiðinlegir og geta drepið stemninguna í stað þess að skapa hana. Óstundvísi Það er leiðin- legt að þurfa að bíða eftir fólki. Allir ættu að temja sér stundvísi og mæta á réttum tíma. MÆLISTIKAN ÞRIÐJA GRÁÐAN Undirstöðunámskeið í STEINANUDDI Akureyri og í Reykjavík í ágúst. Námskeið hannað fyrir fagfólk. Kennsla í nuddi með heitum & köldum steinum. Kennslan fer fram á ensku og íslensku. Kennarar: Júlía Brynjólfsdóttir, lögg. sjúkranuddari og Debbie Thomas frá Jane Scrivner Stone, London. Þetta námskeið eitt og sér og gefur þér allt til að verða steinameðferðaðili en er uppá diploma til framhaldsnámskeiða bæði á Íslandi og Bretlandi Farið verður í megin atriðum yfir lífeðlisfræðileg áhrif hita og kælimeðferða steinanna, viðbrögð líkamans og aðferðarfræði. Bráðir/krónískir verkir. Heilsufar/hvað er varhugar vert Með steinum er hægt að vinna dýpra og léttir álaginu á hendur nuddarans. Listin er að framkvæma kröftuga meðferð sem kemur jafnvægi á líkama og sál. Staðsetning og dags.: Akureyri 10.-12. ágúst – Sunnuhlíð Reykjavík 14.-16. ágúst – Rósinni, Bolholti 3 Nánari upplýsingar: Júlía Brynjólfsdóttir s: 898-4022 juliam@simnet.is Ath takmarkaður fjöldi á hvert námskeið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.