Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 12
12 8. ágúst 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Að því gefnu að þjóðir hafi eitthvað sem kalla má sál sýnist þjóðarsál Íslend-inga oft og tíðum vera í meira lagi reikul í rásinni. Þegar Íslendingar að mati þjóð- höfðingja síns flugu hærra og sáu lengra fram en aðrar þjóðir skynj- aði þessi sál ekki dáðlausari þjóð í viðskiptum en Dani, ekki nískara fólk en Norðmenn og ekki svifa- seinni menn en Breta. Þessar til- finningar notuðu menn til að halda því að fólki að slík yfirburðaþjóð gæti aðeins tapað á því að bindast félagsskap þeirra sem næst henni standa. Nú eru þessar þjóðir óvinir. Þær beita áhrifum sínum í alþjóðasam- félaginu til að knésetja væng- brotna þjóðarsál við ysta haf. Það hugarástand er nýtt til þess að telja fólki trú um að stolt Íslend- inga sé meira en svo að þeir geti gengið í félags- skap með kúg- urum sínum sem svo eru kallaðir. Það er ýmist í ökkla eða eyra. Æskilegt væri að meiri rækt yrði lögð við undirstöður utanríkis- stefnunnar og ekki síður festu í allri meðferð þeirra mála. Rík- ari áherslu þarf að leggja á utan- ríkispólitískar rannsóknir. Miklu skiptir aukheldur að byggja upp breiðari samstöðu um þessi efni en verið hefur um skeið. Stærri þjóðir en við telja það nauðsynlegt til að styrkja stöðu sína. Íslending- ar þurfa rétt eins og aðrir utanrík- ispólitíska festu. Fyrstu alvarlegu utanríkispól- itísku mistökin sem Íslending- ar gerðu eftir lýðveldisstofnun voru samningarnir við Bandarík- in um varnarviðbúnað í ljósi nýrr- ar stöðu eftir lok kalda stríðsins. Rangt stöðumat leiddi til þess að þráður slitnaði í samskiptum við þá þjóð sem tekið hafði að sér varnir landsins í hálfa öld. Pólitísk staða Íslands veiktist fyrir vikið umfram það sem leiddi af breyttum aðstæð- um. Af þessum mistökum má draga lærdóma. SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Þjóðarsál í stórum heimi Það hefði verið rangt stöðumat að semja ekki um Icesave-málið eins og fyrri ríkisstjórn lagði línur um. En það voru á hinn bóg- inn afdrifarík mistök í vor sem leið þegar forsætisráðherra mat þá að ekki væri tilefni til að færa pólitísk álitamál í þeim samning- um upp á borð forsætisráðherra landanna sem hlut eiga að máli. Óumdeilt er að fjármálaráð- herrann hefur haldið á málinu af ábyrgð og festu af sinni hálfu. En með því að ekki var reynt til þrautar af mesta mögulega þunga situr fjármálaráðherrann uppi með andóf og tafaleiki ráðherra og þingmanna í eigin flokki. Nú er rætt um að samþykkja ríkisábyrgðina með fyrirvör- um. Aðferðafræðin við það skipt- ir máli. Hafi menn í huga að lýsa fyrirvörum í nefndaráliti hafa þeir ekkert gildi, hvorki að íslenskum lögum né gagnvart viðsemjend- unum. Slíkt ráð gæti þó haft sál- fræðilega þýðingu fyrir andófs- menn í þingliði stjórnarinnar sem komast ekki hjá því að lokum að axla ábyrgð í samræmi við þær skyldur sem þeir undirgengust með myndun ríkisstjórnarinnar. Komi fyrirvararnir fram sem breyting á lagafrumvarpinu fer um áhrif þeirra eftir efninu. Rúm- ist þeir innan samningsins breyta þeir engu. Staða Íslands veikist hvorki né styrkist við það. Gangi þeir lengra er komin upp ný staða gagnvart viðsemjendunum sem þeir eru ekki bundnir af. Slík niðurstaða getur miðað að efnislega skynsamlegri niður- stöðu í samningagerðinni. Á hinn bóginn er ekki mikill sómi að því að standa að samningum við aðrar þjóðir með slíkum hætti. Andóf stjórnarþingmanna Geti Alþingi ekki fallist á samningana óbreytta á það að réttu lagi að fela ríkisstjórninni að taka málið upp til nýrrar umfjöllunar. Eftir stjórnarskránni er það hún sem gerir samninga við önnur ríki. Alþingi þarf í sumum tilvikum að staðfesta þá en öðrum ekki. Í þessu falli kemur einungis ríkisábyrgð á skuldbindingum samningsins til kasta Alþingis. Meðferð samningamála af þessu tagi hefur verulega þýðingu fyrir álit landsins og stöðu. Sú staðreynd að ríkisstjórnin hefur ekki haft vald á málinu og ekki notið ótví- ræðs stuðnings meirihluta Alþingis hefur valdið tvenns konar skaða. Fyrst er á það að líta að töfin og óvissan hefur valdið verulegu efna- hagslegu tjóni. Hún hefur seinkað endurreisn efnahagsstarfseminnar. Hver dagur er dýr í þeim efnum. Í annan stað ber málsmeðferðin út á við merki um reikult stjórnarfar. Það veikir stöðu landsins í alþjóða- samfélaginu á sama tíma og þörfin fyrir að sýna festu og ávinna land- inu traust hefur aldrei verið meiri. Vandinn í stöðunni eins og málum er komið er sá að tíminn hefur hlaupið frá mönnum í sumar. Þeir ráðherrar og þingmenn stjórnar- flokkanna sem verið hafa í andófi áttu að réttu lagi að krefjast þess á fyrstu stigum að endanlega yrði gert út um málið á vettvangi forsæt- isráðherranna. Í stað þess hafa þeir eytt heilu sumri í að semja við sjálfa sig um lausn á milliríkjasamningi. Efnislegar breytingar á samning- um við erlend ríki eru einfaldlega ekki ákveðnar með einhliða laga- breytingum. Þær eru gerðar við samningaborðið á vettvangi fram- kvæmdavaldshafa landanna. Í þing- ræðisskipulagi hefur ríkisstjórnin forystu bæði fyrir Alþingi og fram- kvæmdavaldinu. Framvinda málsins í þinginu er því á hennar ábyrgð. Málsmeðferðin öll á að taka mið af þeirri festu sem þarf að ríkja í samskiptum við aðrar þjóðir. Rétt málsmeðferð Í bíómyndum eru persónur stundum látnar flakka aftur og fram í tíma. Jafnvel getur tekist svo vel til hjá hetjum hvíta tjaldsins að þeim lánist að afstýra slysi eða andláti sem þegar er orðið með því að fara með tímavél aftur fyrir voðaatburðinn og koma í veg fyrir að hann eigi sér stað. Gott væri nú, og ekki síður gagnlegt, að geta farið nokkur ár aftur í tímann og lagað til regluverk, eftirlit og jafnvel sið- ferðiskennd einhvers hóps manna. Slík ferðalög eru hins vegar ekki í boði utan hinna uppdiktuðu heima. Ekki er heldur hægt að snúa loforðum sem gefin voru í samskiptum við önnur ríki í kjölfar hrunsins, án þess að það hefði afdrifaríkar og ófyrir- sjáanlegar afleiðingar. Umræðan um Icesave-ábyrgðina er þó iðulega á þann veg að svo virðist sem menn telji að hægt sé að fara aftur fyrir hrun, eða aftur fyrir ákvarðanir sem teknar voru í kjölfar hrunsins og hefja leikinn þar, eins og loforð og vilyrði hefðu aldrei verið gefin. Margt hefði vissulega mátt gera öðruvísi þá, og betur, en atburðarás sem átti sér stað fyrir mörgum mánuðum verð- ur ekki snúið. Ákveðnar forsendur eru gefnar og út frá þeim verður að vinna. Tímanum sem fer í að ræða um breytingar á þessum forsendum og loforðum sem raunar, vel á minnst, voru gefin af forsvarsmönnum annarrar ríkisstjórnar en þeirrar sem nú situr, er því illa varið. Hver dagur sem líður án þess að lokahnúturinn sé bundinn á Icesave-deiluna er dýr. Þeim mun lengur sem það dregst þeim mun erfiðara getur orðið að standa undir skuldbindingunum í framtíðinni. Tafirnar sem verða á uppbyggingarstarfinu geta kostað fyrirtæki lífið og þar með fólk atvinnuna. Á lokum Icesave-deilunnar velta hlutir sem skipta sköpum í endurreisninni. Þar ber fyrst að nefna samstarfið við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn og lánin sem Norðurlandaþjóðirnar hafa heit- ið okkur að uppfylltum skilyrðum. Allt tal um svik nágrannaþjóðanna og vinslit er raunar furðu- legt. Hvað telja menn að Ísland hafi lagt inn hjá Norðurlanda- þjóðunum til þess að verðskulda lán frá þeim sem alls óvíst væri hvort og þá hvernig hægt yrði að endurgreiða? Það er ekki eins og þessar nágrannaþjóðir séu nú að liðsinna okkur Íslendingum í kjölfar náttúruhamfara, eins og þær hafa gert myndarlega áður, heldur er verið að aðstoða okkur út úr krögg- um sem komnar eru til af mannavöldum. Íslenskur almenningur stofnaði ekki til Icesave-skuldbind- inganna. Það er því ofureðlilegt að hann skuli vera ósáttur við að þurfa að bera þennan skuldabagga sem þar að auki er af ófyrirsjáanlegri stærð. Það er hins vegar ófært að stjórnmála- menn skuli reyna að afla sér vinsælda með óábyrgri afstöðu til ábyrgðar á þessari skuld. Þeir sem stóðu hina pólitísku vakt, þegar allt virtist leika í lyndi í efnahagsmálum þjóðarinnar og einnig þegar á ógæfu- hliðina seig og loks þegar allt hrundi, geta ekki leyft sér að leika sér að fjöreggi þjóðarinnar í pólitískum skollaleik. Sömu- leiðis verður stjórnarandstöðunni innan stjórnarflokkanna að linna. Fortíðinni verður ekki breytt. Nú þarf að horfa til framtíðar. Nú þarf að horfa til framtíðar. Það er búið sem búið er STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.