Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 8. ágúst 2009 „Þetta er alhliða æfingakerfi sem bygg- ir upp styrk og þol, auk þess sem með þessu fæst samvera með krökkunum og góð útivist,“ segir Melkorka Árný Kvar- an sem hefur ásamt Höllu Björgu Lárus- dóttur innleitt nýjung til landsins, svo- kallað kerrupúl, að bandarískri fyrir- mynd sem hefur náð vinsældum vestan hafs. Markmiðið með kerrupúli er eins og fyrr sagði að byggja upp styrk og þol og byggjast æfingar meðal annars upp á armbeygjum, kraftgöngu og skokki utandyra. „Já, við skokkum með kerr- urnar,“ segir Melkorka hlæjandi og full- vissar blaðamann um að börnunum stafi engin hætta af. „Nei, enda með belti og svo er þetta alls ekkert maraþon.“ Halla fékk þá hugmynd að kynna þetta æfingakerfi fyrir landsmönnum þegar hún flutti heim eftir sex ára bú- setu í Bandaríkjunum. Hún fékk Mel- korku til liðs við sig, sem er íþrótta- kennari og matvælafræðingur að mennt og þær eiga samanlagt sjö börn á aldrin- um eins til fjórtán ára. En verður ekki kalt í haust og vetur? „Nei, maður klæð- ir sig bara eftir veðri, þótt við sjáum kannski til hvernig fer í mesta kuldan- um í vetur,“ segir Melkorka. Fyrsta námskeið hefst á mánudags- morgun klukkan 10. „Við hittumst við inngang Fjölskyldu- og húsdýragarðs- ins, þar sem við verðum að æfa í Laug- ardalnum,“ segir Melkorka. Nánar á www.kerrupul.is og skráning á kerrupul@kerrupul.is. Kerruhlaup til heilsubótar TEKIÐ Á ÞVÍ Kerrupúl byggist meðal annars á styrktar- og þolæfingum. Hátíðin Sumar á Selfossi verður haldin nú um helg- ina. Hátíðin er nú haldin í fjórtánda sinn og hefur Knattspyrnufélag Árborgar annast hátíðahöld síð- ustu sex ár. Dagskráin hófst í gær með Olísmótinu í 5. flokki karla í knattspyrnu. Í dag hefst dagurinn með hópgöngu á Ingólfs- fjall klukkan átta að morgni. Þá verður boðið upp á veglegt morgunverðarhlaðborð í íþrótta- sal Vallaskóla klukkan níu. Meðal ann- arra dagskrárliða á laugardag má nefna bíla- og tækjasýningu við íþróttahús- ið, kassaklifur og markað í íþróttahúsi Vallaskóla. Boðið verður upp á leis- ertag og peintboll, trúbadorapartí á Kaffi krús, listflug og margt fleira. Ingó og Veðurguðirnir halda síðan sérstaka barnatónleika í Hvíta hús- inu klukkan 16. Sléttusöngurinn fer nú í fyrsta sinn fram í bæjargarðinum við Sigtún klukk- an 21.30. Árni Johnsen sér um hann af sinni al- kunnu snilld. Glæsileg flugeldasýning verður á bökkum Ölfusár en kvöldinu lýkur með balli í Hvíta hús- inu þar sem Ingó og Veðurguðirnir ásamt Á móti sól spila fyrir dansi. Ætlunin er að öll hverfi Selfoss verði skreytt með sérstökum litum og því ljóst að skemmtileg stemning mun myndast við það. Á sunnudaginn heldur Olísmótið áfram. Messa er í Selfosskirkju klukkan 11 en boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheim- ilinu að henni lokinni. Klukkan ellefu er leiðsögn um myndlistarsýninguna Ferju- staður í Hellisskógi. Hátíðinni lýkur með verðlaunaaf- hendingu við lok Olísmótsins klukk- an 14.30. Skemmtilegt Sumar á Selfossi Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Þórsdóttir frá Bakka í Svarfaðardal, Mímisvegi 10, Dalvík, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 1. ágúst. Jarðsungið verður frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 14. ágúst kl. 13.30; jarðsett verður að Tjörn. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri, Jón Steinarr Árnason, Finnsstöðum Eiðaþinghá, lést á heimili sínu föstudaginn 31. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Systkinin og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát okkar ástkæra eigin- manns, föður tengdaföður, afa og langafa, Rögnvaldar Björnssoar byggingameistara, Berjarima 3. Þorbjörg Hulda Þorvaldsdóttir Katrín Rögnvaldsdóttir Gunnar Hannesson Björn Rögnvaldsson Olga Hafberg Þorvaldur Birgir Rögnvaldsson Andrea Robertson Jóna Kristín Rögnvaldsdóttir Gunnar Guðbjörn Gunnarsson barnabörn og barnabarnabarn. Þökkum auðsýnda hlýju og vinarhug við andlát og útför ástkærs bróður okkar, Hallgríms Helgasonar Tröllagili 14, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyfjadeildar FSA. F.h. aðstandenda Sigurlaug Helgadóttir Björg Helgadóttir Páll Helgason Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Ingunnar Helgu Hallgrímsdóttur áður til heimilis í Sæborg, Glerárhverfi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Dvalarheimilinu Hlíð fyrir kærleiksríka umönnun og einstakan hlýhug. Hallgrímur Gísli Friðfinnsson Anna Lísa Jóhannesdóttir Sóley Rannveig Friðfinnsdóttir Skúli Friðfinnsson Margrét Anna Hjaltadóttir Þórdís Friðfinnsdóttir Bergþór Ragnarsson Brynja Friðfinnsdóttir Viðar Þorleifsson Edda Friðfinnsdóttir Guðjón Stefánsson Hrönn Friðfinnsdóttir Þengill S. Stefánsson Jóhannes B. Long ömmu- og langömmubörn. Okkar ástkæri, Björgvin Þór Guðmundsson Langagerði 122, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi þann 27. júlí sl. Útförin fór fram frá Digraneskirkju þann 6. ágúst sl. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Áss styrktarfélags, fyrir frábæra umönnun og aðstoð, einnig læknum og hjúkrunarfólki lungnadeildar Landspítala. Megi minningin um góðan dreng lifa. Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir Svanhvít Hannesdóttir Helgi Valmundsson Guðmundur Björgvinsson Rúnar Guðmundsson Sigrún Lilja Jónasdóttir Birna Guðmundsdóttir Þorvaldur Aðalsteinsson Árni Guðmundsson Hugrún Aðalsteinsdóttir Hannes Guðmundsson Hilma Guðmundsdóttir Jónas Jónasson Sólveig Guðmundsdóttir Hlynur Bragason Vilborg Helgadóttir Sverrir Gunnarsson Þökkum auðsýnda samúð og virðingu við andlát og útför, Jóns H. Björnssonar Ásgarði 125, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarþjónustu Karitas og líknardeildar Landspítala í Kópavogi fyrir einstaklega góða umönnun. Elín Þorsteinsdóttir Sigríður Lóa Jónsdóttir Sigurður Ingi Ásgeirsson Gunnlaugur Björn Jónsson Kristrún Jónsdóttir Ingibjörg Svala Jónsdóttir Ólafur Ingólfsson Sigrún Jónsdóttir Björn Þór Jónsson Elísa Ólöf Guðmundsdóttir Vignir Kristjánsson Þorsteinn Ágúst Ólafsson Sandra Shobha Kumari Árni Björnsson og barnabörn. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ágúst Guðmundsson bifreiðastjóri og ökukennari, Norðurbrú 5, Garðabæ, áður að heimilis Ásgarði 149, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 24. júlí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 11. ágúst kl. 13.00. Robert John Severson Margrét Ágústsson Aðalsteinn Ólafsson Kristján Ágústsson Stefanía Sara Gunnarsdóttir Ágúst Björn Ágústsson Þórdís Björg Kristinsdóttir Bjarni Ágústsson Þórdís Lára Ingadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Fréttablaðið biðst afsökunar á mistökum í tilkynningu sem birt var 07/08/09. Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, Friðrik Pétursson fv. kennari, Borgarholtsbraut 20, Kópavogi, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 30. júlí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 14. ágúst kl. 15.00. Jóhanna Herdís Sveinbjörnsdóttir Ríkharður H. Friðriksson Jóhanna Vigdís Ríkharðsdóttir Kristín Helga Ríkharðsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför, Hreiðars G. Viborg Hraunvangi 3, Hafnarfirði, áður Barmahlíð 34. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hjúkrunarheimilis Vífilsstaða. Jóna Helgadóttir Helgi Þór Viborg Hildur Sveinsdóttir Guðmundur Viborg Sigríður María Hreiðarsdóttir afabörn og langafabörn. Móðir okkar, Lára Vilhelmsdóttir lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund miðviku- daginn 22. júlí sl. Útförin fer fram mánudaginn 10. ágúst nk. í Bústaðakirkju kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á ABC barnahjálp. Ingþór Friðriksson Hallbera Friðriksdóttir og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.