Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 16
16 8. ágúst 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Vigdís Hauksdóttir skrifar um ríkisstjórn- ina Hin svokallaða velferð-arstjórn undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur hefur nú tekið ákvörðun um að skerða grunnlífeyri eldri borgara og öryrkja sem hingað til hefur verið ósnert- anlegur. Velferðarbrú Samfylk- ingarinnar sem auglýst og boðuð var fyrir kosningar var aldrei á dagskrá. Ekki voru liðnir margir dagar frá kosningum þegar títt- nefnd Jóhanna réðst af öllu afli á grunnstólpa velferðarkerf- isins í stað þess að byggja á þeim framtíð og öruggt skjól fyrir eldri borgara og öryrkja. Lagasetningu þurfti til og með lögum nr. 70/2009 náði Jóhanna ásamt rík- isstjórnarflokkunum að leiða eftirfarandi í lands- lög: Frítekjumark vegna atvinnutekna var áður 1.315.200 á ári en er nú 480.000 eða 40.000 á mánuði. Frí- tekjumark vegna atvinnutekna öryrkja var áður 1.315.200 á ári en er nú 300.000 eða 25.000 á mánuði. Lífeyrissjóðsgreiðslur úr skyldu- bundnum atvinnutengdum lífeyr- issjóðum reiknast nú til frádrátt- ar á grunnlífeyri. Frítekjumark á skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóði er einungis 10.000 á mánuði. Er hér um „einstakan árangur“ að ræða og ég fullyrði að nú hafi verið slegið nýtt met í árásum á þá sem minnst mega sín. Höfundur er lögfræðingur og þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. UMRÆÐAN Einar Bjarna- son skrifar um fjölmiðla Þessa dagana auglýsir RÚV sig á eftirfarandi hátt með skiltum sem birtast í sjónvarpi: „Allir fjölmiðlar neita því stað- fastlega að þeir þjóni hagsmunum eigenda sinna. Nema við sem leggj- um okkur sérstaklega fram um það. RÚV – 319.326 eigendur.“ Hér er á ferðinni lýðskrum og áróður greiddur af ríkinu til höfuðs einkareknum fjölmiðlum. RÚV er að mælast til þess að fjölmiðlar eigi ekki að vera í einkaeign, eða stað- hæfir a.m.k. að það sé farsælla að hafa fjölmiðla í ríkiseign. Morgun- blaðið og Stöð 2 reiða sig á áskrif- endur sína og þurfa því að leggja sig alla fram til þess að þjóna þeim því að þeir geta sagt upp áskriftinni, öfugt við nauðungaráskriftina að RÚV. Stöð 2 hefur enda verið í far- arbroddi með nýjungar frá stofnun, s.s. útsendingar í júlí og á fimmtu- dögum, talsett barnaefni, stafrænar útsendingar, plússtöðvar og margt annað, vegna þess að Stöð 2 þjón- ar hagsmunum áhorfenda skilyrð- islaust. Óhætt er að segja að algjör stöðnun ríkti í sjónvarpi meðan ríkið eitt hafði leyfi til útsendinga. Það er mikill misskilningur að halda því fram að ríkiseign á fjöl- miðli sé trygging fyrir því að hags- muna allra sé best gætt. Það er allt- af einhver sem fer með þá aðstöðu og eign sem um er rætt. Ohf-væðing RÚV fól í sér að efnisleg starfsemi RÚV, dagskráin, er fyrst og fremst á valdi eins manns, útvarpsstjóra, sem ræður líka alla frétta- og dag- skrárgerðarmenn og les fréttirnar, jafnframt því að reka stofnunina. Sú staðhæfing að Páll Magnússon eigi RÚV ohf. er því mun nær raunveru- leikanum en lýðskrum RÚV kostað af skattgreiðendum. Annað af þessum áróðursskilt- um sem birtast í ríkissjónvarpinu er með þessi skilaboð: „Það er ekki siðlaust að eigend- urnir skemmti sér á kostnað félags- ins. Eigendurnir eiga að njóta for- réttinda. RÚV – 319.326 eigendur.“ Með framangreindum áróðri eru núverandi stjórnendur RÚV að verja þá stefnu sína að RÚV eigi fyrst og síðast að vera vinsældadrif- ið afþreyingarsjónvarp. Nær væri að auglýst væri eftir réttlætingu fyrir því að slík samkeppnisstarf- semi fái árlega að brenna upp millj- örðum frá skattpíndum almenningi. Þess má geta að fjölmiðlar í einka- eigu geta ekki gengið út frá því sem vísu að eigandinn breyti skuldum sem tilkomnar eru út af taprekstri í hlutafé. Slíkt gerðist einmitt nýver- ið þegar 562 m.kr. skuld Ríkisút- varpsins við ríkissjóð var breytt í hlutafé. Þetta gerðist eftir að stjórn- völd höfðu tryggt Ríkisútvarpinu varlega áætlað 700 m.kr. í viðbótar- tekjur árlega með hækkun á fyrir- huguðum nefskatti fyrir síðustu jól. Án þess þó að nokkrar takmarkan- ir væru settar á ójafna samkeppni RÚV á auglýsingamarkaði, en þær takmarkanir höfðu verið kynntar sem rökin fyrir hækkuninni. Undirritaður var kynningar- stjóri danska ríkissjónvarpsins, DR1 og DR2, í 5 ár og lærði þar að fjölmiðill í ríkiseign stígur varlega til jarðar í samkeppni við þá miðla sem ekki njóta þess að starfa í skjóli skattpeninga. Það tíðkast einfald- lega ekki erlendis að ríkisstofnan- ir reyni að klekkja á fyrirtækjum í einkarekstri. Höfundur er framkvæmdastjóri markaðssviðs 365 miðla og fyrr- verandi kynningarstjóri DR1 og DR2 Í Danmörku. Eiga allir RÚV? EINAR BJARNASON UMRÆÐAN Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar um friðhelgi einkalífs- ins Í Danmörku og Noregi er lagt bann við því í lögum að taka myndir af sakborningi í dóm- húsi og á leiðinni til og frá dómhúsi. Í lögum er jafnframt kveðið á um viðurlög ef brotið er gegn þessu banni og hefur fjölmiðlum verið gert að greiða sektir vegna slíkra brota. Rökin fyrir setningu framangreindra lagareglna í nor- rænum rétti eru þau að með myndbirtingum af sakborningi í dómhúsi og á leiðinni til og frá dómhúsi sé brotið gegn friðhelgi einkalífs við- komandi sakbornings sem nýtur verndar stjórn- arskrár og alþjóðlegra mannréttindasáttmála. Þessi rök eiga einnig við á Íslandi. Í 71. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu og sambærilegt ákvæði er að finna í 1. mgr. 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Það er einn þátt- ur í friðhelgi einkalífs að hver maður á rétt til eigin myndar. Af því leiðir sú meginreglan að myndataka og myndbirting af manni án hans samþykkis felur í sér brot á friðhelgi einkalífs hans. Samkvæmt sakamálalögum er sakborn- ingi skylt að koma fyrir dóm við þingfestingu sakamáls. Ef sakborningur hlýðir ekki fyrirkalli dómara er heimilt að færa hann fyrir dóm með valdi. Sakborningur hefur því ekkert val. Hann getur ekki ákveðið að sitja heima í skjóli stjórn- arskrárvarinna réttinda um friðhelgi heimilis og einkalífs. Honum er skylt að koma fyrir dóm og svara til saka. Á vefsvæði héraðsdóms er birt dagskrá yfir þau mál sem rekin eru fyrir viðkomandi dóm- stóli. Í dagskránni er greint frá nafni sakborn- ings, brotategund ásamt stað og stund þegar sakborningur á að mæta fyrir dóm. Fjölmiðlar fylgjast grannt með þessari dagskrá. Þegar sak- borningur mætir fyrir dóm samkvæmt lagaboði er hann því auðveld bráð fjölmiðla sem skeyta oft engu um stjórnarskrárvarinn rétt viðkom- andi sakbornings til friðhelgi einkalífs og rétt hans til eigin myndar. Með vísan til framan- greindra sjónarmiða verður að telja að sú skylda hvíli ótvírætt á íslenskum stjórnvöldum að tryggja grundvallarmannréttindi sakbornings, þ.e. rétt til eigin myndar og friðhelgi einka- lífs, séu virt við meðferð sakamála og þeir sem brjóta gegn þessum grundvallarréttindum verði beittir lögmæltum viðurlögum. Hvort fylgja eigi fordæmi Norðmanna og Dana og lögfesta bann við myndatökum af sakborningi í dómhúsi og á leiðinni til og frá dómhúsi verð- ur ekki lagt mat á hér, en það hljóta að vera lág- marksréttindi sakbornings að hann þurfi ekki að sæta því að teknar séu af honum myndir í dóm- sal gegn vilja hans og þær birtar í fjölmiðlum. Höfundur er héraðsdómslögmaður. VILHJÁLMUR H. VILHJÁLMSSON Myndatökur í dómsal UMRÆÐAN Ólafur S. Andrésson skrifar um Kárahnjúka- virkjun Skuldir vegna raforku- framleiðslu til stóriðju ná fljótlega tugum milljarða króna – nema það kraftaverk gerist að álverð tvöfaldist. Gagnlegt er að færa heimilis- bókhald og það er mikilvæg hjálp við að ná endum saman. Aðalat- riðið er að tekjurnar séu meiri en útgjöldin. Fróðlegt er líka og gagnlegt að færa einfalt bókhald yfir rekstur fyrirtækja sem við eigum – og berum ábyrgð á. Eitt stærsta og mikilvægasta fyrir- tækið í eigu okkar allra er Lands- virkjun. Því miður er bókhald Landsvirkjunar töluvert flókið og góðum sérfræðingum er treyst fyrir því. En ársskýrslur Lands- virkjunar eru að mörgu leyti til fyrirmyndar og þar er t.d. hægt að finna allar helstu tölur sem þarf til að færa einfalt bókhald fyrir Kárahnjúkavirkjun. Í meðfylgjandi töflu sést að stofnkostnaður virkjunarinnar er nálægt 160 milljörðum króna eða tæplega 2,4 milljarðar bandaríkja- dala sem er sú mynt sem orkan er greidd með. Árleg útgjöld virkj- unarinnar má meta út frá stofn- kostnaði hennar. Varlega áætl- að er rekstrarkostnaður um 2%, önnur 2% bætast við vegna 50 ára afskriftatíma og loks eru vaxta- gjöld varla minni en 4%. Árstekj- urnar þurfa því að ná a.m.k. 190 milljónum dala til að ná jöfnu og helst vill þjóðin hafa einhvern arð af fyrirtækinu. Tekjur af raforkusölu eru nokkuð á huldu en prýðilegur útgangspunktur er í skýrslu iðn- aðarráðherra frá 23. mars 2008, þ.e. áætlaðar tekjur upp á 8643 milljónir króna eða 111 milljón- ir dala. Út frá upplýsingum í árs- skýrslum Landsvirkjunar 2007 og 2008, ásamt upplýsingum um álframleiðslu í ársskýrslum Sam- taka iðnaðarins, má ráða hversu mikil orka var seld Fjarðaáli árið 2008 svo og hvert meðalverð orku til stóriðju var. Vitað er að orku- verðið er beintengt álverði og þannig sést að orkuverð til álvera nær ekki 20 mils eða 20 þúsund- ustu úr bandaríkjadal fyrir kíló- vattstundina þegar álverð er 2000 dollarar á tonnið. Álverð er nú um 1800 dalir á tonnið og meðalverð ársins fer varla yfir 2000 dollara markið. Fjarðaál kaupir í mesta lagi 4,7 Gwst af raforku á árinu og greið- ir fyrir í mesta lagi 100 milljón- ir dala. Að óbreyttu verður því a.m.k. 90 milljóna dala halli á heimilis- bókhaldinu árið 2009! Það gerir víst 11,5 milljarða króna. Jafnvel þótt álverð fari í 3000 dali tonnið þá nást ekki endar saman, tapið verður yfir 40 milljónum dala á ári. Greinilega var samið um allt- of lágt orkuverð miðað við stofn- kostnað, sem reyndar fór nærri 50% fram úr áætlun í dölum talið, en við því mátti vel búast. Að óbreyttu mun raforkusala til stóriðju sliga Landsvirkjun og skuldabagginn lenda á skattgreið- endum. Til að forða því er hugs- anlegt að semja um niðurfellingu á lánum eða hærra raforkuverð. Hvorugt er þó líklegt. Besta leið- in til að jafna þetta heimilisbók- hald er að leggja sérstakan orku- og auðlindaskatt á selda raforku og væri það verðugt framlag til að endurreisa efnahag þjóðar- innar. Höfundur er lífefnafræðingur. ÓLAFUR S. ANDRÉSSON Heimilisbókhald Kárahnjúka- virkjunar FJÁRFESTING VEGNA KÁRAHNJÚKAVIRKJUNAR Ár milljarðar milljónir króna USD Fyrir 2003 1,81 18 2003 14,07 183 2004 18,70 267 2005 23,73 377 2006 40,34 578 2007 33,45 596 2008 16,69 189 Vextir (4%) 11,01 159 Alls 159,81 2.368 Í ársskýrslum Landsvirkjunar eru notaðar krónur nema USD fyrir 2008. Við umreikninga er notað meðalgengi Seðlabankans. Vextir eru reiknaðir frá miðju viðkomandi ári til ársloka 2007. VIGDÍS HAUKSDÓTTIR Svikin velferðarbrú Velferðarbrú Samfylkingarinn- ar sem auglýst og boðuð var fyrir kosningar var aldrei á dagská. Smáratorgi + Glerárgötu 34 + sala@a4.is + www.a4.is + Sími: 515 5150 Skólave rtíðin e r hafin! Troðful l búð af skólav örum og fráb ær tilbo ð... Taktu þátt í skemmtilegum leik með A4 og Bylgjunni dagana 4.-8. ágúst 20% AFSLÁTTUR af öllum tússlitum, trélitum og penna- veskjum um helgina* * gildir laugardag og sunnudag, 8-9 ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.