Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 52
32 8. ágúst 2009 LAUGARDAGUR „Ég flutti inn Haddaway í fyrra og það gekk vonum framar þannig að ég ákvað að endur- taka leikinn og fá hljómsveit- ina 2 Unlimited til landsins. Það tók mig svolítinn tíma að hafa uppi á henni en það hafðist að lokum,“ segir Arnvið- ur Snorrason tónleika- haldari. Hljómsveitin var stofnuð árið 1991 og í þau fimm ár sem sveit- in var starfrækt var hún ein vinsælasta dans- sveit Evrópu. „Hljómsveit- in klofnaði árið 1996 og það er söngkonan, Anita Doth, sem kemur hingað til lands ásamt dönsurum og plötusnúðum. Hún leikur bara gömul 2 Unlimited- lög þannig að þetta verður án efa besta 90‘s-skemmtikvöld- ið á Íslandi til þessa. Við verðum með reyk- vélar og „glow-stick“ og svo hvet ég að sjálfsögðu alla til að mæta í sínu fínasta 90‘s-pússi.“ Inntur eftir því af hverju hann telji að 90‘s-tónlistin hafa gengið í end- urnýjun lífdaga síðustu ár svar- ar Arnviður að það sé einföld skýring á því. „Ég held að það sé vegna þess að kynslóðin sem ólst upp við þessa tón- list er sama fólk og stendur í því að skipuleggja nætur- lífið í Reykjavík í dag. Ætli maður sé ekki svolítið að leita í ræturnar og nost- algíuna og það er það sem gerir þetta svona skemmtilegt.“ Tónleikarnir verða haldnir 5. september á Broadway og verð- ur miðasala auglýst síðar. - sm folk@frettabladid.is > BÝÐUR OFT Í MAT Jennifer Aniston er ekkert að skafa ofan af hlutunum í nýjasta tölublaði The Oprah Magazine og segir heimili sitt vera besta veitinga- staðinn í Los Angeles. Leikkon- an er dugleg að bjóða vinum og vandamönnum í mat og finnst best að borða heima hjá sér. Aniston þarf þó ekki sjálf að hafa fyrir gestunum því hún er með einkakokk sem sér um eldamennskuna. „Haffi Haff er líflegur og skemmtilegur performer og þegar við töluðum við hann var hann meira en til í að taka þátt í þessu með okkur,“ segir Ólaf- ur Hjörtur Ólafsson á skemmtistaðnum Jac- obsen. Staðurinn verð- ur með sinn eigin vagn í gleðigöngu Hinsegin daga í dag, þar sem plötusnúð- arnir Yamaho, Sexy Lazer og DJ Magic munu þeyta skíf- um og Haffi Haff syngja. „Haffi verður síðan með „show“ á efri hæðinni í kvöld og E&E Crew verða að spila,“ útskýrir Ólaf- ur sem var um það bil að fara að skreyta vagninn fyrir göng- una þegar blaðamaður náði tali af honum. „Hugarástand Casa- nova & Frímanns spila í kjallar- anum alla nóttina, en hugmyndin er að breyta kjallaranum í svona „gay dungeon“ þar sem fílingur- inn verður eins og maður sé að koma inn í búr. Við þurfum samt að redda dóti fyrir það, en vonum að það tak- ist. Þetta á eftir að vera frábær helgi hjá okkur,“ segir Ólafur. - ag Haffi Haff syngur á vagni Jacobsen SYNGUR Í GÖNGUNNI Haffi Haff tekur lagið á vagni Jacobsen í gleðigöngunni í dag. Sólveig Thoroddsen hörpuleikari kveð- ur landið með tónleikum á Rósenberg í kvöld, en hún spilar með Rósinni okkar. Hún segir tónleikana óformlega kveðjutónleika. „Ég er að fara út í nám, til Cardiff í Wales, í Royal Welsh College of Music and Drama.“ Sólveig útskrifaðist úr Menntaskól- anum í Reykjavík í vor sem dúx en er þó hógværðin uppmáluð. Sem dúx voru henni allir vegir færir í háskólanámi en hún setur stefnuna á tónlistina enda búinn að læra í níu ár á hörpu. „Ég ætla að reyna það, já.“ Spurð hvort hún eigi ekki ágætis möguleika á því þá svarar hún „jú, jú, svo sem, vonum það bara.“ Sólveig er einnig útskrifuð úr Tón- skóla Sigursveins. Auk þess að spila með Rósinni okkar hefur hún tekið að sér sin- fóníuhljómsveitarverkefni. Með flutningunum út flytur Sólveig að heiman. Hvernig er að vera að fara af landi brott? „Það er svolítið sér- stakt og ég átta mig ekki alveg á því.“ Er verið að flýja kreppuna? „Nei, nei, ég er ekkert betur stödd í námi erlend- is að borga himinhá skólagjöld,“ segir hún og hlær. Skólinn byrjar í september en Sól- veig nýtur dvalarinnar á Íslandi þang- að til. Tónleikarnir eru talsvert öðru- vísi en skemmtiatriði dagsins, sjálf Gay Pride-gleðigangan með öllu tilheyrandi. „Kannski aðeins,“ segir hún og hlær. „Við erum aðallega að fara að spila írsk þjóðlög, eitthvað líka íslensk og norsk.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21.30. - kbs Kveður Ísland með hörpuspili RÓSIN ÞEIRRA Sólveig ásamt Rósinni okkar, en hún kveður bandið með tónleikum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR 2 Unlimited til Íslands í september Vinsældapoppararnir í Hjaltalín eru að taka upp aðra breiðskífu sína. Með- limir sveitarinnar hafa hertekið Stúdíó Sýrland og í gær naut Hjaltalín aðstoðar rúmlega þrjátíu annarra hljóðfæraleikara. „Við erum að taka upp efni fyrir okkar aðra plötu,“ segir Rebekka Bryndís Björnsdóttir, fagottleikari Hjaltalíns. Bandið tekur upp í Stúd- íói Sýrlandi þar sem rúmlega þrjá- tíu manns bættust í hljómsveitina í gær. „Þetta er alls konar gott fólk. Í hljómsveitinni er mikið af mjög klárum hljóðfæraleikurum og mús- íköntum, góðum félögum, fólki sem er rosalega gaman að vinna með og spila með. Þetta er mjög skemmti- legt og virkar vel,“ segir Rebekka um liðsaukann. Hljómsveitin er notuð „í góðri summu af lögum, en það verður ekki öll platan svona. Það stendur til að taka átta lög á þennan hátt. Þetta verður ekki alveg sami hljómurinn. Hann verður svolítið stærri. Fólk verður bara að tékka á þessu.“ Hljómsveitarstjórar eru Högni og Viktor en þeir eru söngvari og fiðlu- leikari Hjaltalíns. Tekið er upp yfir tvo daga, í gær og í dag. Af viðtali blaðamanns við Rebekku að dæma leiðist þeim ekki, en mikil hlátra- sköll heyrðust þar sem hljómsveitin var að yfirgefa upptökuhúsnæðið. „Við erum bara þreytt eftir lang- an vinnudag, þannig að við erum kannski með svolítinn galsa,“ segir Rebekka og hlær. „Þetta gengur vel og er búið að vera skemmtilegt. Það er mjög góð stemning.“ En hve- nær kemur svo gripurinn út? „Það er aðeins óvíst í augnablikinu, við erum að skoða það.“ kolbrun@frettabladid.is Stórsveit í hljóðveri Hjaltalíns FRÍÐUR FLOKKUR Högni stýrir hópi tónlistarmanna sem breyta Hjaltalín úr stórsveit í risaband. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ashton Kutcher og eiginkona hans, Demi Moore, voru hætt komin á síðasta fimmtudag þegar einka- flugvél Kutchers bilaði. Upp komst um bilun í vélinni skömmu eftir að hún fór í loftið um hádegi og þurfti því að nauðlenda í Las Vegas sex mínútum síðar. S a mk væmt T w it ter - síðu Kutchers ofhitnaði vélin svo fjöldi slökkviliðsbíla var viðbúinn þegar vélinni var lent. Hann sagð- ist vera þakklátur fyrir að vera á lífi. Atvikið varð þó ekki til þess að koma í veg fyrir að hann hélt út á lífið um kvöldið, en tilefnið var teiti í tengslum við nýjustu kvik- mynd Kutchers, Spread. Þurftu að nauðlenda HÆTT KOMIN Ashton Kutcher og Demi Moore voru um borð í einkaflugvélinni sem bilaði og þurfti að nauðlenda í Las Vegas. ENGIN TAKMÖRK Hljómsveitin 2 Unlimited var ein vinsælasta danshljómsveitin á sínum tíma. Rafræn skráning á listdans.is Inntökupróf í grunnskóladeild fara fram 15. ágúst 9-11 ára kl.11.00. 11-15 ára kl.12.00. Skólasetning framhaldsdeildar er 19. ágúst kl. 14.00. Kennsla hefst 20. ágúst. Frank Fannar Pedersen útskrifaðist úr Listdansskóla Íslands 2008 og hefur störf hjá IT DANSA í Barcelona í haust. Við óskum Frank til hamingju með árangurinn. Munið frístundarkortin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.