Fréttablaðið - 08.08.2009, Síða 22

Fréttablaðið - 08.08.2009, Síða 22
22 8. ágúst 2009 LAUGARDAGUR Meira að segja minnstu smáþjóðir heims brugga sinn eigin bjór og þar er Ísland engin undantekning. Þrátt fyrir skarðið sem bjórbannið mynd- aði hefur bjór verið bruggaður hér allt frá víkingaöld og þar til íslenskir bjórrisar á borð við Ölgerð Egils Skallagrímssonar risu upp. En undan- farin fjögur ár hafa þrjár minni bruggverksmiðjur haslað sér völl úti á landi með háleit markmið um að brugga metnaðarfullan og bragðmik- inn bjór. Ölvisholt brugghús stendur rétt utan við Selfoss en þar er bjór- inn Skjálfti bruggaður. Norður í landi, á Árskógssandi er svo bjórinn Kaldi bruggaður eftir tékkneskri hefð, og fyrir vestan, í Stykkishólmi, er bruggaður bjórinn Jökull. Íslendingar hafa tekið þessum bragðgóðu afurðum afbragðsvel og spennandi verður að fylgjast með framgangi þeirra. - amb Hinn gullni mjöður Á fáeinum árum hafa sprottið upp þrjú afbragðs brugghús á Íslandi sem sérhæfa sig í metnaðar- fullri bjórgerð. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari fór hringveginn um landið í sumar og sótti þau heim. HRÆRT Í BJÓRNUM Hjá brugghúsinu Mjöður ehf. á Stykkishólmi er bjórinn Jökull bruggaður en hann er millidökkur og bragð- góður lagerbjór. Hér sést Magnús Þór Stefánsson bruggmeistari að störfum. ÁRANGUR ERFIÐIS Jón Elías Gunnlaugsson á Ölvisholti með bjórinn Skjálfta sem hann segir metnaðar- fullan bjór fyrir sælkera. SVELLKALDUR Hjónin Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson á Árskógssandi með bjórinn Kalda sem bruggaður er eftir tékkneskri hefð. SAMVINNA Magnús Þór Stefánsson bruggmeistari í bruggverksmiðjunni Mjöður hf. FAGMANNSGRÆJUR Jón Elías Gunnlaugsson við bruggkatlana í í Ölvisholti. PUNKTURINN YFIR I-IÐ Tapparnir settir á Kalda frá Ársskógssandi. SVEITASÆLA Bruggverksmiðjan Ölvisholt er í gömlu fjósi rétt hjá Selfossi.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.