Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1944, Side 4

Samvinnan - 01.04.1944, Side 4
SAMVINNAN 4. HEFTI gengið inn í hreyfinguna til að svíkja þannig sam- herja og félagsbræður. Fram yfir 1930 voru samvinnu- menn á íslendi aldrei í vafa um, hvar þeir ættu vinum eða óvinum að mæta. En árið 1930 var stofnsettur hér á landi stjórnmála- flokkur, sem beitti algerlega nýjum vinnubrögðum til að ná óvenjulegu marki. Þetta var kommúnistaflokk- urinn undir forustu Brynjólfs Bjarnasonar, sem stóð aftur undir yfirstjórn kommúnistahreyfingarinnar erlendis. Þessi flokkur fór ekki í launkofa með, að það væri takmark hans að afnema frelsi og þingstjórn á íslandi, koma sjálfstæðum atvinnurekstri á kaldan klaka, en setja í þess stað rekstur bæjarfélaga og ríkis. Ekki var íarið dult með, að flokkurinn teldi sér leyfilegt að beita ýmsri lævísi eða ofbeldi til að ná þessu takmarki, eftir því sem bezt ætti við í hvert sinn. Fyrstu árin, sem kommúnistar störfuðu opinberlega hér á landi, sýndu þeir kaupfélögum og Sambandinu alla þá óvild, sem þeir gátu framast sýnt nokkrum andstæðingi. Létu þeir rigna yfir samvinnumenn fúk- yrðum og bölbænum, eftir því sem andagift ræðu- manna og höfunda leyfði. En þegar Hitler tók völd í Þýzkalandi árið 1933, breytti yfirstjórn kommúnista- hreyfingarinnar erlendis um vinnubrögð. Hér var ris- inn á legg voldugur andstæðingur, sem taldi það höf- uðverkefni sitt að stöðva framrás bolsevismans. For- ustumenn kommúnistastefnunnar í Rússlandi töldu sig að svo stöddu ekki nógu sterka til að afla sér op- inberra andstæðinga í hverju lýðræðislandi. í stað þess skyldi fara aðra leið. Kommúnistaflokkum út um allan heim var boðið að látast vilja hefja bróðurlegt samstarf við þá, sem áður höfðu verið taldir verstu andstæðingar. Nú buðu kommúnistar hér á landi Al- þýðuflokknum „samfylkingu“ móti „stríði og fasisma". Síðan lýstu kommúnistar yfir, að þeir væru mjög ein- læglega fylgjandi samvinnustefnunni og vildu hennar veg og framgang í öllu. Að því búnu buðu kommún- istar frjálslyndum miðflokkum samfylkingu, og að lokum kom þar, að sjálft auðvaldið varð fyrir sömu náð og hinir flokkarnir. Hafa kommúnistar í höfuð- staðnum nú um stundarsakir verið beinir stuðnings- menn Bjarna Benediktssonar borgarstjóra, og ekki látið mörg eða mikil óánægjuorð falla í blaði sínu um stjórn hans á málefnum bæjarins. Skömmu eftir að yfirstjórn kommúnistaflokksins hafði skipað fylgismönnum sínum í öllum löndum að bjóða „samfylkingu", tók Jens Figved sér fyrir hendur að stofna kaupfélag í Reykjavík. Gekk hann að því verki með allmiklum dugnaði, og spratt Kron upp úr þeim samfylkingartilburðum. Samvinnumenn í Reykjavík, eða meirihluti þeirra, ákváðu að láta kaupfélag það, sem þeir höfðu starfrækt um stund, sameinast félagi Figveds. Með þessu var kommúnist- um gefið sérstakt tækifæri til að sýna, að þeir gætu að minnsta kosti á ópólitískum vettvangi unnið undir- málalaust með fólki úr öðrum flokkum. Jens Figved virðist líka hafa haft viðleitni í þesa átt, enda var vel að honum búið af hálfu samvinnumanna. Löggjöfinni um ábyrgðarskipulag kaupfélaganna var breytt á þann hátt sem forustumenn kaupfélaganna töldu henta, eins og málum er nú komið, en þessi breyting var afar þýðingarmikil fyrir Kron. „Höfðatölureglan“ sem mikið hefir verið deilt um í landinu, var stórmik- ils virði fyrir vaxandi kaupfélag í höfuðstaðnum. Þá skipti miklu máli fyrir Kron, sem hafði heiman að frá feðrum sínum fjölmennt lið en lítt æft um samheldni í verzlunarmálum, að fá til samstarfs við sig vel æfðan hóp reyndra samvinnumanna úr kaupfélagi því, sem Helgi Lárusson veitti forstöðu. En öll þessi að- staða hafði engin áhrif á kommúnistaflokkinn. Við allar kosningar í félaginu komu þeir fram sem pólit- ísk heild og felldu frá ómerkilegum fundarstörfum á vegum félagsins suma þá menn úr borgaralegu flokk- unum, sem sýnt höfðu þeim mestan trúnað, bæði við sameiningu félaganna, framkvæmd höfðatöluregl- unnar o. s. frv. Þeir menn, sem helzt höfðu sýnt kom- múnistaflokknum tiltrú, urðu mest fyrir barðinu á þessum ofbeldissinnaða flokki. Hvarvetna í landinu var sögð sama sagan af kommúnistum. Sums staðar mynduðu þeir klofningsfélög við hliðina á fullkomn- um og þrautreyndum félögum. Þar,sem þeir höfðu ekki aðstöðu til félagsmyndunar, héldu þeir saman harð- snúinni „klíku“ innan félaganna og settu sína menn fram til kjörs í trúnaðarstöðu án tillits til reynslu eða hæfileika, og engu síður þó að þeir yrðu að ryðja úr vegi miklu hæfari mönnum, ef þeir fylgdu borgara- legri stjórnmálastefnu í landsmálum. Auk þess virðast smáklíkur úr þessum flokki hafa fengið fyrirskipun um að torvelda almennt starf í kaupfélögum. Ein slík klíka heimtaði t. d. frá stóru kaupfélagi kolaslatta fluttan alllanga leið milli hafna, en kærði síðan til viðskiptaráðs yfir því að fá ekki kolin til sín með sama verði eins og þau voru heima í sjálfu kaupfé- laginu, áður en farmgjald lagðist á fyrir sjóflutning. í öðru félagi, þar sem kommúnistar reka sína eigin verzlun, en eru líka í kaupfélaginu á staðnum, vildu þeir haga þannig störfum, að viðhafa staðgreiðslu í sinni eigin verzlun, en fá viðskiptalán í kaupfélagi borgaranna. Hníga þessi dæmi í þá átt, að kommún- istar séu svo sem vænta mátti óbreyttir, þrátt fyrir öll sín samfylkingartilboð, og gangi til leikaraskapur einn, er þeir þykjast vilja styðja borgaralegt umbóta- starf í þingræðislandi. 104

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.