Samvinnan - 01.04.1944, Síða 10
SAMVINNAN
4. HEPTI
gmðmttrtówr
'göróótr mtrtrt
Bróðir minn var svikinn í sínum eigin bæ,
saklaus þegn á vald hins illa manns.
Osló heitir borgin við hinn bláa, kyrra sæ,
borgin réttarins og sannleikans.
Það er borgin, — það var borgin hans.
Farast vildi hann heldur en þola þrældómshnút,
því að hann var lýðræðinu trúr.
Svo var land hans fjötrað og frelsið rekið út.
Fastur er hann bak við þursamúr.
Hungurstofa er nú hans nægtabúr.
Bróðir minn er luktur bak við hræðilega hurð,
hann, sem treysti mannsins góðu þrá.
Harðstjórarnir felldu þennan dimma dómsúrskurð:
Dagur frjálsra manna er liðinn hjá.
NÝRRI SKIPAN er nú komið á.
Hugsaðu ekki, bróðir minn, að hjarta mitt sé rótt,
horfi á kúgun þína dauft og sljótt.
Ekki skaltu halda ég hvílist vel í nótt,
hvíli og sofi þessa aprílnótt,
þína dauðadöpru kvalanótt.
Bráðum sigrast hamingjan á heimi elds og stáls,
hamingjan, sem leysir mannsins rétt.
Bráðum kemur stundin, þegar bróðir minn er frjáls,
Bodöy rís og Gulaþing er sett.
— Yfir hafið höndin mín er rétt.
(Kveðið 9. avríl).
í blöðum sínum með firna miklum dólgshætti, og draga
öll dagblöð hinna flokkanna í Reykjavík með sér út
í foraðið. Þá kemur í ljós, að á vegum fólksins, sem
stendur að þessum fjórum dagblöðum, gerast háska-
legar vöruskemmdir, og þjóðin verður fyrir harðri
gagnrýni erlendis af þeim orsökum. Mikið af þessum
skemmdum var að kenna óviðráðanlegum orsökum,
en nokkuð var viðgeranlegt. Fiskskemmdirnar urðu
meiðandi fyrir kommúnista og aðstandendur hinna
blaðanna, sem fylgdu í slóð þeirra. Nú sáu þeir, að
samvinnumenn höfðu algerlega haft á réttu að standa,
fyrst með hina ströngu vöruvöndun á matvælum,
bæði á innlendum og erlendum markaði, og þá ekki
síður með hinu, að eyðileggja á sinn kostnað matvæli,
sem sýnilega voru ekki söluhæf.
Kommúnistar höfðu sagt kaupfélögunum og Sam-
bandinu stríð á hendur haustið 1942 og hótað að
vinna leynilega að upplausn og eyðileggingu sam-
vinnufélagsskaparins í landinu, með því að marg-
sprengja hvert kaupfélag og sjálft Sambandið. Á
Akureyri, Húsavík og Norðfirði héldu þeir uppi sprengi-
félögum við hlið gamalla og þrautreyndra kaupfélaga.
í öðrum félögum, þar sem þeir hafa einhvern liðs-
afla, hafa þeir byrjað á innanfélagsundirróðri, til
að koma sínum flokksmönnum í allar trúnaðarstöður
í félögunum og bola hæfari mönnum frá störfum fyrir
félagsheildina. Á Sambandsfundi á Hólum báru þeir
fram málefni sín, eins og fyrr er frá sagt, og fengu
þar mjög sannfærandi móttökur, sem þeir munu
seint gleyma. Að lokum notaði Kommúnistaflokkur-
inn aðstöðu sína á Alþingi til að bera fram hverja
árásina á fætur annarri á hendur samvinnufélög-
unum, og hefur nú lauslega verið frá þeim skýrt.
Enginn vafi er á, að félagsmenn í kaupfélögunum
og Sambandinu munu brátt finna ráð til að gera inn-
anfélags undirróður kommúnista hættulausan. Verða
leiðtogar félaganna að vera á verði, hver í sínu félagi,
og hafa þar sem hætta er á undirróðri, skynsamleg
og skipuleg samtök um að kjósa engan úr liði und-
irróðursmanna í þær trúnaðarstöður, sem þeir sækj-
ast eftir, og enga, sem eru hallfleyttir undir vilja
þeirra, þó að ekki sé um að ræða beina upplausnar-
menn. Að því er snertir vinnubrögð á fundum, þá er
það siður kommúnista að beita málþófi og þreyta
menn, úr öðrum flokkum, svo að þeir verði leiðir á
fundarsetu og skilji þannig vígvöllinn eftir í hönd-
um upplausnarlýðsins. Þar, sem löghlýðnir verka-
menn hafa átt í höggi við kommúnista í félögum
utanlands, hefur venjulega verið tekinn sá siður, á
móti vinnubrögðum kommúnista, að stytta ræðutíma
fyrir alla og vísa fleygum þeirra frá með dagskrám.
Það leiðir af sjálfu sér, að það yrðu að teljast alger-
lega óviðunandi vinnubrögð í samvinnufélögunum,
ef málþófsmönnum, sem hafa þann yfirlýsta tilgang,
að sundra þeim, haldizt uppi, að beita því verklagi,
sem eingöngu væri til framdrættis óvinum félag-
anna.
Það hefur aldrei komið fyrir á íslandi fyrr en
haustið 1942, að heill stjórnmálaflokkur hafi lýst yfir
opinberum fjandskap við samvinnufélögin og þeim
tilgangi að sundra þeim með leynistarfsemi innan
félaganna. Hér er um að ræða svo fáheyrða ósvífni
gagnvart kaupfélögunum og Sambandinu, að það
myndi vera mikil vanræksla, ef það eina málgagn,
110