Samvinnan - 01.04.1944, Side 11
4. HEPTI
SAMVINNAN
KRISTIJÍX A HÍÚPI:
Þýðing landbúnaðarins fyrir þjóðfélagið
Kristinn Guðlaugsson bóndi að Núpi í Dýra-
firði hefur sent ritstjórn Samvinnunnar
eftirfarandi grein, sem er. merkileg athugun á
verðgildi framleiðsluvara landbúnaðarins. En
sökum þess að ekki nema lítill hluti landbún-
aðarvaranna er fluttur út, er þvi oft ekki veitt
athygli, hve mikil verðmœti landbóndinn legg-
ur af mörkum i þjóðarbúið. Höfundurinn, sem
alla sína œvi hefur unnið fyrir málefni sveit-
anna af einlœgni og öfgalaust, gerir hér grein
fyrir þeim niðurstöðum, sem hann hefur komizt
að með allmiklum athugunum.
Landbúnaðarframleiðslan hefur aldrei látið mikið
yfir sér í verzlunarskýrslunum, og hlutfallstala henn-
ar, miðuð við aðrar útfluttar vörur, hefur farið smá-
lækkandi. Um síðustu aldamót var verðmæti út-
fluttra landbúnaðarvara rúm 20% af verði allra út-
fluttra vara, 1939 14% og 1941 aðeins tæp 5%. Þetta
stafar annars vegar af stóraukinni framleiðslu sjávar-
afurða, en hins vegar af mjög aukinni innanlands-
notkun landbúnaðarvara, einkum síðan setuliðið kom.
Það er að vonum, að ýmsum hafi þótt útfluttu
landbúnaðarvörurnar veigalítill þáttur í þjóðarbú-
skapnum. En þess er oft ekki nægilega gætt, hver þátt-
taka landbúnaðarins er í því, að fæða og klæða þjóð-
ina. Um það liggja ekki fyrir fullkomnar skýrslur.
Má þó vel, með nokkurri fyrirhöfn, fara nærri um það.
Hafa og tilraunir, í þá átt, verið gerðar. Minnist ég
þar meðal annars greinargerðar skipulagsnefndar at-
vinnumála, er hún birti í áliti sínu og tillögum 1936.
Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri samdi og yfir-
lit um þetta efni og form. Búnaðrafélags íslands vék
greinilega að því í útvarpserindi, ekki alls fyrir löngu.
Þetta vaktist allt upp fyrir mér, er ég hlustaði á hið
ágæta útvarpserindi forseta Fiskifélags íslands 18.
febr. s. 1., um þýðingu sjávarútvegsins fyrir þjóðar-
búskapinn. Kom þar í ljós, eins og vænta mátti,
glæsilegur árangur af starfi hinnar fræknu og fram-
sýnu sjómannastéttar landsins.
sem samvinnufélögin hafa vald yfir, léti nokkurt
tækifæri ónotað til að fræða félagsmenn um þessar
undarlegu og óvenjulegu aðgerðir, sem óvinveittur
upplausnarlýður beitir móti þeim og réttmætum bjarg-
ráðum þjóðarinnar J. J.
Allt þetta leiddi til þess, að ég gerði tilraun til at-
hugana um það, hver heildarframleiðsla landbúnað-
arins mundi vera að magni og verðupphæð, nú um
þessar mundir. Vegna vöntunar á skýrslum um þessi
efni gat ég þó ekki orðið nærtækari en það, að miða
við árið 1941.
Enda þótt ég viti, að þessari tilraun sé all ábótá-
vant að ýmsu, leyfi ég mér þó að birta hana. Hún
getur máske gefið öðrum, sem til þess hafa betri að-
stöðu en ég, tilefni til að íhuga þessi mál, sem vitan-
lega eru háð miklum árlegum breytingum, og getur
þá hver reist athuganir sínar á þeim grundvelli, er
hann telur tryggastan. Mér er ljóst, að hér eru mörg
vafaatriði, um vörumagn og verð, má þar mjög deila
um, hvað mrrni sanni næst. Þá eru og nokkrar fram-
leiðsluvörur, sem vafi getur verið um, hvort telja beri
til landbúnaðar eða annarra atvinnugreina.
Þessi áætlunartilraun mín lítur þannig út:
I. Sauðfjárafurðir.
1. Kjöt. Árið 1941, telja búnaðarskýrslurnar mylk-
ar ær 451437. Samkvæmt skýrslum fóðurbirgðafélags-
ins hér í Mýrahreppi, árin 1940—1942, er meðal kjöt-
þungi eftir ána 16—17 kg. Þykir mér líklegt, að það
sé eigi yfir meðaltal, miðað við allt landið. Ég áætla
því 16,5 kg. eftir ána. Fást þá alls eftir áðurnefnda
ærtölu 7.448.710 kg. Fullorðið fé, sem slátrað er, læt
ég mætast móti dilkum, sem aldir eru til viðhalds;
mun það mjög ríflegt. Verð kjötsins, og ýmissa ann-
arra afurða er nefndar verða, miða ég við útsöluverð
í Reykjavík haustið 1941. Er þar einkum farið eftir
skýrslum í blaðinu „Frey“. Þó dreg ég 20% frá því
verði. Að ástæðu til þess verður vikið síðar. Sam-
kvæmt þessu geri ég verð kjötsins kr. 3,20 kg. Verður
það þá alls kr. 23.835.872.
2. Mör úr dilkum, mun víða reynast um 11% af
kjötþunganum. En þar eð dálítið af sláturfénu er
geldar ær og sauðir, tel ég sanni næst, að áætla hann
12%. Verður mörinn þá alls 893845 kg. Hver kg. áætla
ég kr. 3,75. Alls kr. 3.351.918.
3. Gœrur. Hér er ærtalan lögð til grundvallar. Með
tilliti til þess, að dilkar munu nokkru fleiri en ærnar
og að í stað dilka þeirra, sem aldir eru til viðhalds,
er slátrað fullorðnu fé, hygg ég eigi um of, að áætla
gæruþunga fyrir hverja á 3 kg. Verður hann þá alls
1.354.311 kg. Samkvæmt verzlunarskýrslunum 1941,
111