Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1944, Qupperneq 13

Samvinnan - 01.04.1944, Qupperneq 13
4. HEFTI SAMVINNAN VIII. Svörður, mór og hrís er í búnaðarskýrslunum 1941. talið alls 193907 hest- burðir. Meðalverð hvers hestburðar reikna ég kr. 5,60. Þessar vörur alls kr. 1,066.488. IX. Ýmislegt. 1. ÆöarcLúnn. Dúntekja árið 1939 — yngri skýrslur eigi fyrir hendi — var talin 3282 kg. Mun hafa verið lík næstu árin á eftir. Árið 1941 er útflutningsverðið. samkv. verzlunarskýrslunum 92 kr. hvert kg. Miðað við áðurnefnda framleiðslu, er þá heildarverðið kr. 301.944. 2. Lax. Árið 1939 er laxveiði talin 17361 lax. Ef gert er ráð fyrir, að laxveiðin hafi verið lík 1941 og ef hver lax er áætlaður 5 kg., verður þyngdin alls 86.805 kg. Verðið áætla ég 4 kr. kg. Alls kr. 347.220. 3. Silungur er sama ár talinn 596694 silungar. Sé þyngd hvers silungs áætluð y2 kg., er hún alls 298347 kg. Verðið áætla ég 2 kr. hvert kg. Alls kr. 596.694. Þessar vörur samtals kr. 1.245.858. Fleira færi ég ekki til verðs, og er þá hið framan- talda alls: I. Sauðfjárafurðir . kr. 37.563.408 II. Afurðir af geitum ................ — 165.000 III. Afurðir af nautgripum ............ — 47.164.381 IV. Afurðir af hrossum ............... — 1.200.000 V. Afurðir af loðdýrum............... — 600.000 VI. Afurðir af alifuglum.............. — 3.374.100 VII. Arður af garðrækt ................ — 10.502.820 VIII. Arður af sverði, mó og hrísi .. — 1.066.488 XI. Arður af ýmsu ... — 1.245.858 Samanlagt kr. 102.882.055 Ég geri ekki tilraun til að meta landbúnaðinum fleira til tekna. Er þó ýmisl.egt eftir, sem nema mun allmiklu fé, s. s.: ræktunarvörur gróðurhúsanna, inn- lendar korntegundir, fjallagrös og ber, tekjur af svínarækt og ýmiss konar heimilisiðnaði á vegum þeirra, er landbúnað stunda. Þá er og enn fært frá á stöku stað, sem að vísu rýrir verð dikanna, en veitir þó margtfalt meira í mjólk en því svarar. Skyldan landbúnaðinum má og telja þann verksmiðjuiðnað, sem vinnur úr landbúnaðarvörum s. s. mjólk, ull, skinnum, görnum o. fl. Sá iðnaður stendur og fellur með landbúnaðinum. Eins og áður er vikið að, hef ég miðað verð aðal- landbúnaðarvaranna við útsöluverð þeirra í Reykja- vík, haustið 1941, en þó fært það niður um 20%. Er það gert vegna sölukostnaðarins. Tel ég þó ástæðu til þess vafasama,því að sölukostnaðurinn er að mestu atvinna sem landbúnaðurinn lætur í té. Hins vegar má líta svo á, að sölukostnaður hvíli ekki á þeim hluta var- anna, sem framleiðendur nota fyrir sín eigin heimili. Er þó eigi hægt að segja, hvaða verð yrði á því, er koma þyrfti í staðinn, ef landbúnaðarvaranna nyti ekki við. Væri þessi frádráttur ekki gerður, mundi það hækka verö landbúnaðarvaranna nálægt 20 milj. króna. Mér er það ljóst, að sumar framangreindar áætl- anir eru lauslegar og um þær má deila. En ég hygg, að margar þeirra mundu fremur þurfa lag- færinga til hækkunar en lækkunar, svo að heildar- talan mundi tæpast tapa. Og alltaf mun óhætt að reikna landbúnaðarframleiðsluna 1941, 100—120 milj. króna virði, miðað við verðlag þess árs, sem síðan hefur — eins og allir vita mjög hækkað. Ég býst við, að þessi upphæð sé hærri, en margur hefur — að lítt athuguðu máli — gert sér í hugarlund. Af því hefur máske skapast heitið „Litli bróðir", sem að vísu er góðlátlegt, en virðist þó vilja minna á lítinn mátt og litla getu þessa peðs, fyrir þjóðfélagið. Því má fagna, að sjávarútvegurinn hefir verið rek- inn með miklum dugnaði og góðri forsjá í mörgum greinum af hinni ötulu sjómannastétt landsins og er afkoma hans vitanlega mikið meiri en landbúnaðar- ins. Enda hefir hann dregið til sín nokkuð af þeim mannafla, er áður stundaði landbúnað. Samkvæmt verzlunarskýrslunum 1941, nam verð út- fluttra sjávarafurða það ár um 180 milj. króna. í áðurnefndu útvarpserindi forseta fiskifélagsins áætlaði hann, að árleg fiskneyzla landsmanna mundi nema um 100 kg. á mann. Ætti innanlandsneyzlan þá að vera alls um 12 milj. kg. Sé miðað við smásölu- verð á fiski í Reykjavík, haustið 1941, sem mun hafa verið um 64 a. kg., og 20% dregin frá, til að gera honum sömu skil og landbúnaðarvörunum, nemur verðupphæðin kr. 6,12 milj. Ætti þá verðmæti allra sjávarafurða landsins árið 1941 að vera rúmar 186 milj. kr. Er það því vitanlega rétt, að sá bróðirinn er allmikið stærri. En í sambandi við þýðingu landbúnaðarins, kemur vitanlega fleira til greina en verðmætið reiknað í krónum. Má þar meðal annars nefna: 1. Hvað mikill hluti þjóðarinnar vinnur að þessari framleiðslu. 2. Hversu miklar vörur þarf að flytja inn, vegna rekstursins. 3. Hversu auðvelt er að afla sér anna,ra vara, jafn- góðra, til að fylla skarðið, ef landbúnaðarframleiðslan félli niður, að meira eða minna leyti. 113

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.