Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1944, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.04.1944, Blaðsíða 14
SAMVINNAN 4. HEFTI 4. Hvaða menningargildi hefir atvinnuvegurinn fyr- ir þjóðina. Þessi atriði vil ég að síðustu, með fám orðum, at- huga: 1. Skipulagsnefnd atvinnumála telur, í áliti sínu og tillögum 1936, að 35,8% landsmanna stundi land- búnað. Þessi hlutfallstala landbúnaðarins hefur alltaf verið að lækka. Tel ég líklegt, að árið 1941 fari hún ekki yfir y3 hluta landsmanna. Er því að vonum, þótt framleiðsla á öðrum sviðum sé miklu meiri. 2. Af þeim skýrslum, sem fyrir hendi eru, er ekki auðvelt að sjá, hversu mikið af innfluttum vörum fer til reksturs hverrar atvinnugreinar. Til skamms tíma var landbúnaðurinn þar mjög sparsamur. En á síðustu árum hefur þetta talsvert breytzt. Til pen- ingshúsa er notað meira af aðkeyptu efni en áður, árlega er eitthvað keypt af landbúnaðarvélum og verkfærum, girðingaefnum, áburði, sáðvörum o. s. frv. Innkaup til reksturs sjávarútvegsins munu þó hlut- fallslega mikið meiri. Koma þar einkum til greina skipin, stór og smá — að minnsta kosti efnið í þau — vélar og ýmis tæki, veiðarfæri, kol, olíur o. s. frv. 3. Ég held að enginn ágreiningur sé um það, að vörur þær, er landbúnaðurinn framleiðir, sé í eðli sínu fyrsta flokks lífsnauðsynjar, til að fæða og klæða fólkið, og það mundi erfitt að fylla skarðið, svo við mætti una, ef þeirra nyti ekki við, eða framleiðslan minnkaði til muna. Að minnsta kosti færi þá bezt, að ekki þyrfti að óttast viðskiptaörðugleika við út- lönd og drjúgum yrðu aðrir atvinnuvegir að færa út kvíarnar, svo eitthvað væri til að kaupa fyrir. 4. Það má ætíð minnast gömlu orðanna, að „lífið er skóli“ og „svo lengi lærir sem lifir“. Skólarnir veita góða undirstöðu, en umhverfið, viðfangsefnin og lífs- kjörin, sem maður síðar á við að búa, skapa að mestu þá byggingu, er upp af henni rís. Andlegur þroski og víðsýni eru, að miklu leyti, ávextir viðfangsefna og lífskjara. En viðfangsefnin eru margvísleg og misjöfn að skilyrðum til að veita þann þroska, er eykur mann- gildi. Eigi er rúm til að rökræða þetta hér. Á það skal aðeins bent, að jafnvel þótt margt nytsamlegt megi læra af hverju gagnlegu starfi, þá hefur þó, á liðnum tímum jafnan verið litið svo á, að land- búnaðarstörfin, í hæfilegu dreifbýli, væru að þessu leyti með hinum frjósamari. Sveitaloftið er tært og heilnæmt, störfin krefjast útivistar og jarðræktin er samstarf við náttúruna til að þroska lífsöfl gróðurs- ins, fegra landið og auka arðsemi þess. En þetta sam- starf nær ekki góður árangri, nema starfsmaðurinn einbeiti eftirtekt sinni og skilningi, til að þekkja það lögmál náttúrunnar, sem gróðurinn byggist á. Þannig knýr viðfangsefnið hann til að komast lengra og lengra, sýna árvekni, festu og trúmennsku í starfinu. Þannig næst góður árangur, sem eflir áhugann og eykur víðsýnið, skapar starfslöngun og vinnugleði og lífið verður manni farsælt og frjósamt. íslendingum hefur tekizt, í meira en tíu aldir, að varðveita mikil andleg verðmæti, þótt leið þeirra hafi oft verið myrk og þrengingum háð. Að þessu leyti hefur það líklega verið mikið lán, að þeir í fyrstu settust að sem landbúnaðar- og dreifbýlisþjóð og hafa til skamms tíma lifað því lífi. Það er, eins og kunnugt er, viðurkennd reynsla, að fólki í miklu þéttbýli, eins og á sér stað í bæjum og borgum, hættir til, þegar tímar líða, að úrkynjast og þarf ekki margar kynslóðir til, að þetta verði áber- andi, ef þýttbýlið nýtur ekki stöðugt nýrra fólks- strauma, frá dreifbýli sveitanna. Bæjalíf okkar ís- lendinga er ungt, og að ýmsum menningarstofnunum er auðveldari aðgangur í bæjunum en til sveita og má þar nefna skóla, bókasöfn o. fl. Það væri líka synd að segj a, að kaupstöðunum hafi ekki til þessa hlotnazt ríflegt fólksframlag, frá sveitunum. Þó líta margir svo á, að þessarar úrkynjunar verði nú þegar vart, ekki sízt í höfuðstað landsins. Það er vissulega margt, sem réttlætir þá stefnu að efla sveitalíf og landbúnað sem mest á komandi árum. Kr. Guðlaugss. IJrslit Þegar verið er að ganga frá þessu hefti til prent- unar, er lokið að mestu að telja þjóðaratkvæðin um sambandsslit við Danmörku og stofnun lýðveldis á íslandi. Með sambandsslitum eru 70 536 gegn 365 Með stofnun lýðveldis eru 68 862 gegn 1064 Svo sem þegar er kunnugt, var þátttakan í at- kvæðagreiðslunni afar mikil, og mun oft í hana vitnað á ókomnum tímum sem glæsilegan vitnis- burð um sterka og einhuga þjóðarvitund íslendinga, þegar á reynir, þótt jafnan sé deilt og deilt hart um hin daglegu störf og aðferðir. En einhugur sá, er fram kom við þessi sögulegu tímamót gæti bent til þess, að við deildum að jafnaði meira um leiðir en markmið. Það hefur vakið sérstaka athygli, hve geysilega einbeittur vilji kom fram í sveitum landsins í þessu máli. Öll sveitakjördæmi skiluðu langdrægt 100% af atkvæðamagni sínu þegar á fyrsta degi, — þrátt fyrir vorharðindi, snjóalög í mörgum byggðum norðan lands og austan, illfærum vegum og einyrkjabúskap. Framtíð fslendinga er undir því komin, hve vel þeir kunna að gæta fengins frelsis. Þeir sem mest lögðu að sér til að öðlast það, munu ekki sízt lík- legir til að standa öruggan vörð um það. 114

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.