Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1944, Page 22

Samvinnan - 01.04.1944, Page 22
SAMVINNAN 4. HEFTI (báðar) aukasetningar — eins og aukasetningarnar í eftirfarandi málsgrein: Ég sá, að maðurinn settist, tók bók og las lengi. Eitt algengasta mállýti í óvönduðu máli er að fella að aftan af fleiryrtum tengingum, sem eiga að réttu lagi að enda þannig. Helztu tengingarnar, sem eiga að enda á að, en eru oft ranglega styttar, eru þessar: af því að, því að, fyrir þvi að, með því að, sökum þess að, úr því að, vegna þess að, svo að, þó að, til þess að, til að, frá því að, þangað til að. Þau orð, er fara á undan að sem hlutar úr sam- tengingum í ofangreindum dæmum, koma einnig víða fyrir í málinu sem sjálfstæð orð, er ekkert eiga skylt við samtengingar, — en þá á að ekki að fara á eftir þeim. Mætti því ætla, að menn þyrftu að kunna glögg skil á samtengingum til að geta skorið úr, hvar að eigi að standa og hvar ekki. Að vísu- er það örugg- ast. Samt geta þeir, sem þekkja ekki samtengingar, beitt þeirri reglu að láta ofangreind orðasambönd enda á að, ef greinilegt er, að merking verði hin sama, hvort sem að er sleppt eða haldið. Annað áþekkt mállýti í óvönduðu máli er að bæta að ranglega aftan við ýmis tengiorð aukasetninga. Helztu tengiorðin, sem að er oft bætt ranglega aftan við, eru þessi: þar sem, fyrst, ef, nema, svo framar- lega sem, þótt, enda þótt, eins og, heldur en, sem, þegar, áður en, meðan, fyrr en, jafnskjótt sem, óðar en, síðan, hvort, þangað sem, þaðan sem, hvert sem, hvaðan, hvaðan sem, hvenrig. hvernig sem, hvenær sem. í fornniáli átti sér hvorki stað að fella að rang- lega aftan af tengiorðum né bæta því ranglega við tengiorð. Þessi mállýti komu upp á hnignunarskeiði þjóðarinnar, og er nú kominn tími til, að almenning- ur taki höndum saman við skólana um að útrýma þeim. Þá skal farið nokkrum orðum um eitt mállýti enn, sem mjög ber á í mæltu og rituðu máli nú á dögum, jafnvel í máli orðhagra manna og góðra rithöfunda. Það er í því fólgið, að tengingar tveggja ósamhliða aukasetninga eru færðar saman, - báðar látnar standa á undan fyrri aukasetningunni. Verða þannig tvær tengingar á undan fyrri aukasetningunni, en engin á undan hinni síðari, þótt þær eigi að sjálfsögðu að standa hvor framan við sína setningu. Skulu nú sýnd fjögur dæmi um þetta mállýti: Jarpur má vera haft- laus, því að þó að hann strjúki, fer hann ekkert ann- að en heim til sín. Snertu ekki hjólið, því að ef þú gerir það, fara fingurnir af þér. Sigurður var orðinn gerbreyttur, svo að þegar ég sá hann, þekkti ég hann ekki. Hann fullyrti, að þegar regnið kæmi, yrði allur heyskapurinn kominn í hlöðu. Þetta mállýti er lagfært þannig, að siðari aukasetn- ingin (síðasta setningin í dæmunum hér að ofan) er flutt fram á milli tenginganna, en um leið er breytt röð frumlags og umsagnar í setningunni, svo að hún verði bein (frumlagið sett fram fyrir umsögnina. Lítum nú á, hvernig dæmin verða, þegar þau hafa verið lagfærð: Jarpur má vera haftlaus, því að hann fer ekkert annað.en heim til sín, þó að hann strjúki. Snertu ekki hjólið, því að fingurnir fara af þér, ef þú gerir það. Sigurður var orðinn gjörbreyttur, svo að ég þekkti hann ekki, þegar ég sá hann. Hann fullyrti, að allur heyskapurinn yrði kominn í hlöðu, þegar regnið kæmi. — Nú stendur hvor tenging á undan sinni setningu. Þetta mállýti er mjög fágætt í fornritum og ætti hvergi að sjást í ritmáli á vorum dögum. Mjög er algengt í óvönduðu máli, að hvort tveggja fari saman, að fella burtu að aftan af tengingu, þar sem það á að vera, og færa tvær tengingar saman. Hér verður látið nægja að sýna eitt dæmi um þetta, tekið úr bókmenntum síðustu ára: ....... og söðla- smiðsfrúin hjálpaði okkur um útsæði í garðholuna okkar í vor, því þó skömm sé frá að segja, þá átum við upp þennan kassa af útsæðiskartöflum....Rétt er málsgreinin þannig: ... .og söðlasmiðsfrúin hjálp- aði okkur um útsæði í garðholuna okkar, þvi að við átum upp þennan kassa af útsæðiskartöflum, þó að skömm sé frá að segja..... Þörf væri á að birta fjölda dæma úr bókmenntum síðustu ára um mállýti þau, sem hér hefur verið rætt um. Einnig væri æskilegt að benda á fleiri tegundir algengra mállýta. Slíkt gæti orðið mönnum til leið- beiningar og varnaðar. Úr Ferðabók Eggerts og Bjarna. „Á seinni tímum hafa fáir eða alls engir stofnsett nýbýli á íslandi í stað hinna ótalmörgu eyðibýla. Undantekning í þessu efni var Brynjólfur Sveinsson, biskup. Þessi lærði og á marga lund ágæti maður keypti hingað og þangað landspildur við sjóinn, eink- um á Akranesi, hýsti þar bæi og byggði síðan jarð- irnar með lágri landskuld. Eitt af nýbýlum hans er Grund í Skorradal. Víða á íslandi eru staðhættir slíkir, að þar væri unnt að reisa byggð að nýju, og ætti að gera það, til þess að fólkinu gæti fjölgað.“ 122

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.