Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1944, Síða 24

Samvinnan - 01.04.1944, Síða 24
SAMVINNAN 4. HEFTI „Guði sé lof, að mér ætlar að láiiast að sjá fyrir þér og drengnum." Eftir að þau höfðu matazt, sátu þau um stund á þröskuldinum og horfðu á stjörnumar. Þau lögðust til hvíldar í öryggi því, sem hveitið hafði veitt þeim. „Ég fer að slá það í næstu viku,“ sagði Karl. Daginn eftir, þegar Karólína var að setja matinn á borðið, heyrðu þau skyndilega áköf og óttaþrungin kvenmannsóp. „Vertu kyrr hérna,“ sagði Karl, þreif byssu sína og snaraðist út. Karólína vildi ekki fara lengra frá barninu en rétt út fyrir dyrnar. Frú Svenson kom hlaupandi í harðaspretti, og Karl hljóp til móts við hana. Hún hrópaði eitthvað til við- vörunar, móð og másandi, og svo benti hún upp í loftið. í norðaustri sá Karólína ský færast upp á loftið, ólíkt öllum skýjum, sem hún hafði áður séð. Það hækkaði óðfluga og dró brátt fyrir sólina. Frú Svenson hljóp grátandi til baka til kofans síns. Karólínu heyrðist eitthvað detta sem regndropar í grasið í grennd við sig. En hún sá ekki annað en dá- lítið blakt í stráunum. Karl stóð sem steini lostinn í sömu sporum. Allt í einu hrópaði hann: „Guð, — guð minn almáttugur.“ Engisprettum tók að rigna úr loftinu, engisprettum í hundraðatali. Skýið mikla var engisprettutorfa. Karl hljóp til hlöðunnar og æpti: „Fylltu vatnsám- una! Helltu olíu í tuskur! Við skulum reyna að kveikja bál!“ Meðan hinu vængjaða illyrmi rigndi úr loftinu keyrði Karl hestana þrisvar sinnum umhverfis hveiti- akurinn. Þrjú plógför af hreinni mold skildu hveitið frá kafgresinu á sléttunni í kring. Svo bar hann eld að grasinu. — Það var blæjalogn til allrar hamingju. Karólina hafði það verk á hendi að fylgjast með eldinum meðfram plógförunum og varna því, að hann hlypi yfir í hveitið. Karl átti fullt í fangi með að varna því, að eldurinn í grasinu fengi yfirhöndina og læsti sig um allar jarðir. Saman við reykjareiminn úr grasinu blandaðist brækjuþefur af engisprettun- um, sem stiknuðu í glóðinni. Þessi harðsótta örvæntingarbarátta stóð lengi dags. Það var eins og hún ætlaði aldrei að taka enda. En loks varð ekki meira að gert. Karólína hneig niður, örmagna af þreytu. Karl flýtti sér til hennar. Hann var svartur af sóti og svælu, augnabrúnirnar voru sviðnar af honum og hann hafði brunasár á handleggjunum. Hveitið stóð sem fyrr, fagurt og gulgrænt, en yfir því sveim- aði mökkur af engisprettum. „Þú ferð inn og tekur þér hvíld. Ég ætla að halda áfram að svæla, Það er eina ráðið.“ Á leiðinni heim marraði í engisprettunum undir fótum Karólinu. Það var viðbjóðslegt hljóð og henni flökraði við. Engisprettur sátu í hárinu á henni, uppi í ermunum og á pilsinu hennar. Hún reyndi að láta sem hún heyrði ekki suðið í vængjum þeirra. í hálfgerðri leiðslu gerði hún barninu til góða. Á venjulegum tíma gaf hún hestunum, brynnti þeim og eldaði kvöldmat. Karl hélt áfram að slá stórgresi og kasta því á brunarákina umhverfis hveitið. Þykkur reykjarmökkur bólstraðist upp í loftið og breiddist út í lognmollunni. Karólína varð lengi að bíða með matinn og halda honum heitum. Loks kom Karl, en hann var of ör- vinglaður og þreyttur til að geta borðað. Hún fór með honum út að hveitiakrinum. í stjörnuskini kvöldsins héldu þau áfram að bera gras á bálið og loftið var þrungið reykjarbrælu. Grámygluleg^L dagskímu tók að leggja gegnum reykjarmökkinn. Þegar fyrstu geislar morgunsólar- innar féllu á grassléttuna, fór að heyrast þaðan kyn- leg suða. Það var dynur af ótölulegum aragrúa smá- skolta, sem gnöguðu, bruddu og jöpluðu. Skjálfti fór um hveitireinarnar. Stórir leggir riðuðu við. Hingað og þangað hreyfðist eitt og eitt ax, eins og það væri að berjast við að standa upprétt. Svo hallaðist það og hneig máttvana upp að nágrönnum sínum. Karl rak upp reiðióp og stökk inn á hveitiakurinn. Hann reif upp fullt fangið hvað eftir annað af hin- um dýrmæta jarðargróðri. Það var eins og að mis- þyrma sjálfum sér, að rífa upp og bera nær full- þroska hveitið í eldinn. En með því að fórna nokkru af þvi mátti ef til vill bjarga afganginum. í gegnum reykjarmökkinn kallaði Karl: „Farðu heim í kofann, Karólína, og bíddu þar! Þú getur ekki gert þetta og þú verður að hugsa um barnið." Tárin streymdu úr rauðsollnum augum hans niður eftir sótugum kinnunum. , Hún bar honum svaladrykk með stuttu millibili. Hún fór með mat til hans, en hann gaf sér ekki tíma til að eta. „Ef við aðeins getum bjargað nógu miklu til útsæð- is,“ stundi hann upp i eitt skiptið. „Ég get fengið greiðslufrest á þessum skuldum, ef ég get sáð aftur.“ Daginn eftir var ekki framar uppi standandi strá á sléttunni. Grasið lá eins og það hefði verið slegið, og enn var það á sífelldu iði. Þegar Karólína fór að sækja vatn ofan i lækinn, varð henni litið á plómu- tréð og rak í rogastanz. Þar var ekki eitt blað eftir skilið. Þegar Karl kom inn í kofann, voru augu hans blóð- hlaupin og andlitið svart af sóti. „Jæja, Karólína mín,“ sagði hann, „hveitið er horfið, — hvert tangur og tetur.“ Hann lét fallast þunglamalega niður á bekkinn. Hún varð að telja í hann kjark. „Ef ekkert hveiti er, verðum við að reyna að kom- ast af án þess,“ sagði hún. „Þú hefur komizt af án þess fram að þessu.“ Hún settist við hliðina á hon- um, og hann hallaði sér að henni. Hún fann að hann skalf af ekka, þegar hann lagði höfuðið á öxl henni. í þessum raunum, sem voru of miklar fyrir einn að bera, leitaði hann trausts hjá henni eins og hún hafði leitað halds hjá honum, þegar hún eignaðist dreng- inn. „Ó, hefði ég aðeins ekki verið þetta flón, Karólína! Ég skuldaði nærri 200 dollara! Ekki einu sinni hveiti til vetrarins, ekki svo mikið sem útsæði.“ „Láttu nú ekki hugfallast. Við böslumst fram úr þessu. Þú verður hressari, þegar þú hefur sofnað þér dúr.“ Hann var örmagna og féll í þungan svefn. Morg- 124

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.