Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1944, Qupperneq 28

Samvinnan - 01.04.1944, Qupperneq 28
SAMVINNAN 4. HEFTI við manninn að fyrra bragði, en nú hafði hann sýnt ótryggð sína og manndómsleysi. Var þá annar maður fenginn til að ljúka við tvö síðari bindin. Er ársbókin fyrir 1943 nú í prentun, en síðasta bindið, ársbók yfirstandandi árs, verður fullgerð í haust. Skáldsag- an fyrir 1945 er nú þegar ákveðin. Hún er eftir frægt, enskt nútíma- skáld. Bogi Ólafsson yfirkennari annast þýðinguna í sumarleyfi sínu. * Hér er þá lýst í stuttu máli þeirri stefnu, sem þjóðarútgáfan fylgir. Hún hefur tífaldað kaup- enda- og lesendatölu Þjóðvinafé- lagsbókanna, sem eru arfur frá tíma Jóns Sigurðssonar. Hún hefur bætt inn í Almanakið léttlæsileg- um fræðiritgerðum um meginþætti úr íslands sögu frá 1874 til yfir- standandi tíma. Hún kemur forn- bókmenntunum og úrvali úr skáld- skap síðari alda inn á svo að segja hvert heimili á landinu. Hún lætur kaupendum sínum í té árlega eitt bindi af erlendum skáldsögum í ís- lenzkri þýðingu. Ef fjárhagurinn leyfir, verða áskriftabækurnar fleiri. En hér er um að ræða fastan stofn, sem er vel fallinn til að mynda undirstöðu að heimilabóka- söfnum hvarvetna í landinu. Þar er ofinn einn þáttur í hinni nýju heimilismenningu. En við hlið árbókaútgáfunnar hefur hún nokkra útgáfustarfsemi til fastra áskrifenda. Er þar fyrst að telja bréf og ritgerðir Stephans G. Stephanssonar, sem Þjóðvina- félagið hafði byrjað á, áður en samstarf var hafið við mennta- málaráð. Eru þar komin tvö bindi, en tvö eftir. Næst ber að telja íslandssöguna í 10 bindum, sem gefin er út í 5000 eintökum og er uppseld. Eru tvö bindi komin. Hið þriðja, siðabótartíminn, er tilbúið frá hendi höfundar og verður prentað í sumar. Næsta ár kemur Sturlungaöldin eftir Árna Pálsson. Er þetta hið mesta þjóð- nytjaverk, og furðulegt að saga landsins skuli ekki hafa verið skráð nema í brotum fyrr en nú. Þá er í undirbúningi mikil íslandslýs- ing, er gefin verður út með sama fyrirkomulagi og íslandssagan. Eru þar í undirbúningsnefnd þrír menn: Jóhannes Áskelsson, Pálmi Hannesson og Valtýr Stefánsson. Auk þess er í undirbúningi létt- læsileg vakningarbók um lífsskil- yrði íslenzkra atvinnuvega, út- vegs, landbúnaðar og iðnaðar. Er tilætlunin með því verki að gefa æskumönnum landsins á hverjum tíma hugmynd um hin marghátt- uðu og álitlegu atvinnuskilyrði, sem bíða hverrar kynslóðar hér á landi. Er nú þegar byrjað að vinna að einni þessara bóka. Síðast verður vikið að einni frægri bók, sem stjórn þjóðarút- gáfunar auglýsti að koma myndi á næstu missirum. Það er ný út- gáfa af Odysseifs-þýðingu Svein- bjarnar Egilssonar. Sú bók er, svo sem kunngt er, í fárra manna höndum. Hins vegar er hún ekki aðeins einn af frægustu gimsteinum heimsbókmenntanna, heldur einn- ig perla í íslenzkum bókmenntum. Málfar Sveinbjarnar Egilssonar er svo fagurt og fullkomið, að þýðing- ar hans verða jafnan fyrirmynd um meðferð móðurmálsins. Ein- hver frægasti málfræðingur yfir- standandi tíma, prófessor Craigie í Oxford, hefur látið svo um mælt, að þessi þýðing Sveinbjarnar Eg- ilssonar væri fullkomnasta Hómers- þýðing, sem til væri á nokkru Norð- urálfumáli. Vel færi á, að þessi út- gáfa kæmi út í tveim bindum, og væri lokið 1946, en það ár er liðin ein öld síðan Sveinbjörn Egilson flutti frá Bessastöðum til Reykja- víkur. í Reykjavík eru tveir kunnir fræðimenn í grískri tungu: dr. Jón Gíslason og Kristinn Ár- mannsson adjunkt. Færi vel á, ef þeir gætu skipt með sér undirbún- ingi þessarar útgáfu, þannig, að annar ritaði með þýðingunni um Hómer og gríska menningu, en hinn um Sveinbjörn Egilson, yf- irburði hans og brautryðjenda- starf í íslenzkum bókmenntum. * Bókaútgáfa menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins er með þeim hætti, sem hefur verið lýst, komin í fast horf. Hún nær til fleiri heim- ila á landinu, heldur en nokkur önnur útgáfustarfsemi. Hún kepp- ir ekki við forleggjara um bækur líðandi stundar. En hún sendir inn í hvert heimili, sem vill eiga bæk- ur, nokkur rit árlega um landið, sögu þess, og úrval úr bókmenntum þess að fornu og nýju. Við hlið félagsmannabókanna koma síðan útgáfur merkra rita um þjóðleg efni, sem ekki þykir henta að gefa út í stærra upplagi, heldur en kaupendatalan segir til. Þjóðvinafélagið og menntamála- ráð hafa tekið eitt efnilegt barn til fósturs. Það er saga íslendinga í Vesturheimi. Þar eru komin tvö bindi og væntanleg nokkur fleiri í viðbót. Það fer vel á, að um leið og ísland endurheimtir þjóðveldið, með samþykki alþjóðar og stuðn- ingi landa vestanhafs, komi út samtímis saga íslenzku byggðanna í Vesturheimi og söguþjóðarinnar í gamla landinu. Sœnska sambandið hefur á stríðsárunum stofnsett tvær fiskniðursuðuverksmiðjur í Svíþjóð og eina í Danmörku. Verksmiðjur þessar hafa kostað um 2 millj. sænskra króna. Auk þess byggði það í upphafi stríðsins geysi- stóra gerfisilkiverksmiðu í Vermalandi. Sala sambandsins, K. F., hefur enn auk- izt frá því sem áður var og seldi það síð- astl. ár fyrir um 404 millj. sænskra kr. og hafði þá aukið söluna um 20 millj. frá því árið áður. Þess er og að gæta í þessu sambandi, að verðlag hefur ekkert hækk- að í Svíþjóð frá því árið áður, svo þetta 128

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.