Samvinnan - 01.04.1947, Qupperneq 2
Meiri líðindi af olíusölumálunum
SAMTÖK kaupfélaganna og útvegsmanna
hafa gripið með skyndilegum og nokkuð
óvæntum hætti inn í olíusölumál lands-
manna. Þess var getið hér í ritinu í vetur, að
olíusamlög útvegsmanna og kaupfélögin
hefðu, fyrir forgöngu Sambands ísl. sam-
vinnufélaga, stofnað Olíufélagið h.f., er hefur
það hhitverk með höndum, að útvega lands-
mönnum ódýrar olíur til atvinnureksturs. Fé-
lagið fékk skömmu síðar söluumboð á íslandi
fyrir bandaríska olíufélagið Standard Oil, og
var þannig tryggt, að það gæti haft góðar vör-
ur á boðstólum, því að þetta bandaríska félag
er eitt af þekktustu olíufélögum heims. Jafn-
skjótt og þessi tíðindi urðu kunn, tilkynntu
olíufélög þau, er hér voru starfandi fyrir, að
þau mundu lækka verð á olíum og benzíni
svo að næmi 1 2 millj. króna sparnaði á
ári fyrir atvinnuvegi landsmanna. Þannig
vann Olíufélagið h.f. sinn fyrsta sigur til hags
fyrir landsmenn aðeins nokkrum vikum eftir
að það var stofnað.
NÚ HAFA nýlega gerzt önnur tíðindi í sam-
bandi við olíusölumálin, er meiri þýð-
ingu hafa til frambúðar en hin skyndilega
verðlækkun olíuhringanna, þótt nytsamleg
væri. Ríkið hafði keypt olíustöðvar amer-
íska hersins í Hvalfirði, er herinn yfirgaf þær.
Eru þar mestu olíugeymar á íslandi og dælur
og vélar til þess að taka á móti miklu magni.
Það varð að samningum í milli ríkisstjórnar-
innar og Olíufélagsins snemma í apríl, að fé-
lagið keypti 2/3 hluta stöðvarinnar fyrir 1,3
millj. króna, en Hvalveiðafélagið nýja 1 /3
hlutann fyrir 650 þúsund. Ríkið hafði greitt 2
millj. króna fyrir stöðina og heldur enn eftir
ýmsum eignum, er þar fylgdu, svo sem 700
smálesta tankskipi o. fl. Má því segja, að rík-
ið hafi hagnast vel á þessari sölu, þegar litið
er eingöngu á fjárupphæðina. En það er ekki
einhlýtt. Hagur þjóðarbúskaparins af þessum
viðskiptum er raunverulega miklu meiri. Hin
nýju olíusamtiik hafa fengið aðstöðu til þess
að hefja olíuverzlun í stórum stíl. Þar með eru
þau nú þegar orðinn mikilvirkur og áhrifarík-
ur aðili í olíuverzlun landsins og geta þegar á
þessu ári sparað þjóðarbúskapnum mikil,
ónauðsynleg útgjöld. Þegar er hafin hin bezta
samvinna í milli Olíufélagsins og stórútgerð-
arinnar. Flestir liinna nýju togara munu taka
brennsluolíur sínar í Hvalfirði. Starfræksla
stöðvarinnar þar leysir úr aðkallandi vand-
ræðum þessarar útgerðar, því að skortur var
á hæfilegum olíugeymum fyrir brennsluolíur
hins nýja togaraflota. Samningar Olíufélags-
ins og togaraeigendanna gilda í tvö ár. Þá
hefur Hvalveiðafélagið nýja, er aðsetur sitt
hefur í Hvalfirði, einnig samið um kaup á
olíum frá olíustöðinni í Hvalfirði. Loks hafa
Síldarverksmiðjur ríkisins gert samninga við
Olíufélagið um olíusölu til verksmiðjanna, en
unnið er nú að því, að breyta rekstri verk-
smiðjanna frá kolakyndingu til olíubrennslu.
Allt eru þetta liin markverðustu tíðindi og
varpa nokkru ljósi á mikilvægi þess, að sam-
vinnusamtökin hófust handa um skipulagn-
ingu olíuverzlunarinnar á sl. ári.Enjafnframt
því, sem slík samvinna hefur tekizt með stór-
útgerðinni og hinum nýju olíusamtökum, er
unnið að því, að afla félaginu aðstöðu til olíu-
og benzínsölu sem víðast á landinu. Er stefnt
að því, að landsmenn hvarvetna geti haft við-
skipti sín við olíufélagið og notið þeirrar að-
stöðu, sem samtök samvinnufélaganna og út-
vegsmanna hafa skapað.
AÐ hefur vakið mikla furðu meðal sam-
vinnumanna víða um landið, að þessi tíð-
indi — er svo augljóslega hafa mikla þýðingu
fyrir atvinnuvegi landsmanna — skuli hafa
orðið tilefni til árása á Olíufélagið, ríkis-
stjórnina og forvígismenn samvinnufélag-
anna, af hálfu eins stjórnmálaflokksins. Því
hefur verið haldið fram í nokkrum blöðum,
að Olíufélagið væri leppfélag erlends auð-
hrings og yfirtaka Hvalfjarðarstöðvarinnar
væri raunverulega dulbúnaður herveldis, en
forvígismenn olíusamtakanna með athæfi
sínu að styrkja erlent hervald á íslandi. Engin
tilraun hefur verið gerð til þess að rökstyðja
þessar gífurlegu ásakanir, enda eru þær víðs
fjarri öllum sannleika, ómaklegar og ódrengi-
legar. Olíufélagið er stofnað fyrir forgöngu
Sambands ísl. samvinnufélaga. Þátttakendur í
félagsskapnum og eigendur alls fjármagnsins
í félaginu eru auk Sambandsins ýmis kaupfé-
lög og olíusamlög útgerðarmanna víðs vegar
um landið. Þessir aðilar hafa því öll ráð fé-
lagsskaparins í hendi sér. Má það furðulegt
teljast, að opinber málgögn skuli leyfa sér að
bera fram svo alvarlegar og órökstuddar sakir
á hendur svo fjölmennum hluta þjóðarinnar,
er stendur að þessum samtökum. Jafn fráleit-
ar eru þær fullyrðingar, að erlent ríki hafi
staðið að þessum viðskiptum ríkisstjórnarinn-
ar og Olíufélagsins. Hefur utanríkisráðherra
landsins vísað þeim algjörlega á bug og hið
sama gera forráðamenn samvinnusamtakanna.
Þessi viðskipti hafa aðeins haft einn og aug-
ljósan tilgang — að skapa olíusamtökunum
aðstöðu til þess að geta tekið virkan þátt t
olíusölumálum landsins hið allra fyrsta og
nota þau verðmæti, sem til voru í landinu, í
þessu augnamiði.
HÉR í ritinu hefur áður verið greint frá
stofnun hinnar alþjóðlegu samvinnuolíu-
sölu, sem samvjnnusambönd margra þjóða
standa að. Þess er vænzt, að starfsemi þessa
fyrirtækis komist á rekspöl áður en mörg ár
líða. Samvinnufélögin hér hafa að sjálfsögðu
liug á því, að tengjast sem nánustum bönduni
..o þau samtök og taka þátt í því alheims-
skipulagi, sem allir vænta að eigi eftir að
verða áhrifaríkur aðili í olíuverzlun heimsins
til hagsbóta fyrir allar þjóðir, er tímar líða.
A meðan þau samtök eru í bernsku, veltur a
miklu að undirbúningur undir móttöku og
dreifingu olíu komizt í sem bezt horf 1
hverju landi fyrir sig. Starfsemi Olíufélagsins
stefnir að því marki. Samvinnuskipulagið hef-
ur ennþá ekki nægilega sterk tök á olíufram-
leiðslunni, þótt vel miði í þá átt, eins og starf-
semi samvinnuolíufélaganna í Bandaríkjun-
um sýnir. En þótt lengra sé ekki komið, getur
samvinnuskipulagið þegar endurbætt olíu-
verzlun þjóðanna að miklum mun, með hag-
kvæmri dreifingu og stórinnkaupum frá
helztu framleiðendum. Þannig búa samvinnu-
olíusölur víða um heim í haginn fyrir hin
stærri verkefni framtíðarinnar. Olíusamtökin
riýju eru þar enginn eftirbátur. Starfsemi
þeirra verðskuldar stuðning allra þeirra, sem
unna frjálsri, innlendri samvinnuverzlun.
í stuttu máli
SÍS starfrækir véla- og viðgerðasmiðju. SÍS hef-
ur fest kaup á vélasmiðjunni Jötunn í Reykjavík
og mun starfrækja hana framvegis. Þar munu
fara fram bifreiðaviðgerðir, viðgerðir landbúnað-
arvéla, nýsmíðar hvers konar og önnur járn- og
vélsmíði. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins verðm'
fyrst um sinn Helgi Bergs verkfræðingur. —
Samvinnan mun skýra nánar frá þessum merku
framkvæmdum innan skamms.
KF leggur til atlögu við gólfdúkahringinn-
Gólfdúkaiðnaðurinn í Evrópu er háður voldug-
um hring, sem nefnist Continental Linoleuni'
Union og hefur aðalbækistöðvar sínar í Ziirich.
Öll stærri fyrirtæki álfunnar. er framleiða gólf"
dúka, eru meðlimir i hririg þessum og verð-
ákvarðanir og framleiðsluskipting eru háðar
ákvörðunum hans.
Sænska samvinnusambandið hefur á fyrri ár-
um átt í höggi við hringa í ýmsum vörutegund-
um og jafnan gengið með sigur af hólmi, til
mikilla hagsbóta fyrir neytendur í Svíþjóð og
víðar um lönd. KF hefur nú tekið upp baráttu
gegn valdi hrings þessa í Svíþjóð. Sænsku sain-
vinnumennirnir fóru nýja leið að þessu sinni-
KF komst yfir hlutabréf í sænska hlutafélaginu,
sem er í sambandi við hringinn, og á KF nu
um það bil 25% af hlutafénu. KF hefur þannig
talsvert að segja á aðalfundum hlutafélagsins,
og það notar nú aðstöðu sína þar til þess aö
krefjast þess, að sænska verksmiðjan rjúfi öU
tengsl við hringinn. Jafnframt vinna sænsku
(Framhald. á bls. 19).
SAMVINNAN
Útgefandi:
Samband islenzkra
samvinnufélaga.
Ritstjóri:
Haukur Snorrason
Afgreiðsla:
Hafnarstræti 87
Akureyri. Simi 166.
Prentverk
Odds Bjömssonar
Kcmur út einu sinni
í mánuði
Argangurinn kostar
kr. 15.00
41. árg. 4. hefti
Apríl
1947
2