Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1947, Qupperneq 5

Samvinnan - 01.04.1947, Qupperneq 5
KAUPFÉiLAG ÁRNESINGA er stotnað alþingishátíðarárið 1930. ^ðtt félagið sé ekki eldra, er það nú eiu stærsta kaupfélag landsins. Starf- semi þess er mjög margþætt, eins og °ú skal að vikið, þótt aðeins verði í örfáum höfuðdráttum. Arla vors 1945 var hafin bygging niikils verzlunarhúss fyrir Kaupfélag Arnesinga. Ennþá er sú bygging í smíð- Urn, en búizt við, að henni verði lokið ^eð sumrinu. Er hér um að ræða eitt •stærsta og myndarlegasta hús sinnar tegundar hér á landi. Það er 40 m. að ^engd og 131/2 m. að breidd, tvær hæðir fyrir utan kjallara og ris. en einnig þar er hið glæsilegasta húspláss, enda er Því fyllilega ætlað sitt hlutverk í fram- tíðinni. Umhverfis allt jretta stóra hús á að Verða mikil steinsteypt stétt með þrem k°gadregnum útskotum, sem vita að gotu. Á tveimur þeirra, sínu á hvoru horni, verður komið fyrir fánastöng- um. Þar munu í framtíðinni þjóðfán- Frá Kaupfélagi Árnesinga: Efri mynd: Nýja verzlunarhúsið (bakhl.) t. h., og vörugeymsla. Neðri mynd: Frá bifreiöaverkstœöinu. MARGÞÆTT STARFSEMIKAUPFÉLAGS ÁRNESINGA Eftir 17 ára starf er það orðið eitt af öflugustu kaupfélögum landsins rnn og samvinnufáninn blakta hlið við in á hátíðlegum stundum og vekja Vegfarendur til sérstakrar umhugsun- A miðútskotinu verður reistur Ijós- . astari. Hann mun lýsa framhlið bygg- 'ngarinnar svo vel að af beri langt a'engdar. Það er annars alls ekki ætl- Unin að lýsa hinu nýja verzlunarhúsi .' til nokkurrar hlítar að þessu Slnni. Slíkt verður vafalaust gert. þeg- ar það er fullbúið og verður tekið til otkunar, svo sem til er ætlast. Aðeins ’Oá til viðbótar geta þess, að þegar eru s rifstofur félagsins fluttar á þá hæð- ina, sem þeim er ætluð, og á búða- hæðinni niðri er búið að koma fyr- ir mjög myndar- legri bóka- og skrautgripaverzl- un. Alls munu sérdeildir verða 5 eða 6. Saumastofa, ESM Thon arensen. sem félagið hefir rekið í leiguplássi, er nú fliut í framtíðarhúsnæði á rishæð nýja hússins. Þessi tnikla og réttnefnda framtíðar- höll Kaupfélags Árnesinga stendur á fallegum stað. Suðvesturhorn hennar allt að því ,,kyssir“ norðurhorn gamla verzlunarhússins. Hér fæst þó ekki ,,typiskt“ dæmi um „gamalt og nýtt“, að því leyti, að eldra húsið mun ekki vera mjög gamalt, enda hið snotrasta og alls ekki lítið, þótt svo virðist vegna stórhýsisins í slíku ,,návígi“. Árið 1939 hóf Kaupfélag Árnesinga rekstur eigin bifreiðaverkstæðis. Hefir sú starfsemi félagsins vaxið mjög ört og er nú svo yfirgripsmikil, að þar vinna um 70 manns í fjölda bygginga, þar sem fyrir er komið hinum ýmsu verkstæðum, sem hvert hefur sín sér- verkefni með höndum. Fyrir utan sjálf bifreiðaviðgerðarverkstæðin eru starf- rækt þarna yfirbyggingarverkstæði fyr- ir bifreiðar, landbúnaðarvélaverk- stæði. eldsmiðja, rennismiðja, log- og rafsuðuverkstæði, auk smurnings- stöðvar og benzínafhendingar. Fyrir öll verkstæðin eru svo sérstakir, stórir lagerar, þar sem geymdir eru hvers konar varahlutir og efni til smlíða. Verkstæðishverfi K. Á. samanstend- ur af mörgum húsum af tvenns konar gerð aðallega, og liggur á eystri bakka Ölfusár, nokkuð norðan við brúna, beint vestur af verzlunarhúsunum. Verkstæðisbyggingunum er mjög hag- anlega komið fyrir, þannig, að nokkurs konar húsagarður myndast á milli þeirra, en þetta hefir ýmsa kosti með tilliti til skjóls o. fl. — og minnir helzt á húsaskipan norrænna herragarða. — Þarna gefur að líta annað stærsta bif- reiðaverkstæði landsins. Kaupfélag Árnesinga á nú sjálft 17 bifreiðar, en hefir samtals 39 í rekstri. einkum vegna Mjólkurbús Flóa- manna. Þar fyrir utan kemur svo að sjálfsögðu til greina bifreiðaeign ann- arra Ámesinga. Sést af þessu, að verk- efnin hljóta jafnan að vera mörg. Árið 1940 byggði K. Á. myndarlegt (Framhald á bls. 20). 5

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.