Samvinnan - 01.04.1947, Side 9
TTANN var náttúrufræðikennari, en hún
kenndi tungumál. Þau stóðu í ganginum
í)TÍr utan kennarastofuna og spjölluðu sam-
an- Nokkrir nemendur gengu fram hjá þeim
°g hneigðu sig.
Skólaþjónninn gekk til og opnaði glugg-
ann. Mild golan blés inn, svo að lokkar henn-
ar flögruðu.
Hann dró djúpt andann og gekk að glugg-
anum.
Eg held bara, að vorið sé komið, sagði hann,
°g gleðiblærinn í röddinni var í engu sam-
við grámuggulegan og alvarlegan gang-
inn.
Já, sagði liún. Þetta er fyrsti vordagurinn.
Hún gekk að glugganum líka og stóð svo ná-
la:gt honum, að hann fann straum fara um sisr
allan.
Eg er laus og liðugur það sem eftir er dags-
*ns, sagði hann.
Eg líka, sagði hún.
Það væri gaman að fá sér göngu út í Lysti-
Sarð, sagði hann.
Já, sagði hún.
Ertu með? spurði hann.
Já, svaraði hún.
A sama augabragðinu sá hann eftir þessu.
Hvað álpaðist eg til að segja? spurði hann
sjálfan sig. Það á ekki við, að kennari og
ennslukona við sama skóla fari saman í
gönguferðir á vorin. Og þar að auki hef eg
ósköp að gera. Heill bunki af stílabókum
Our mín heima, og eg er kominn yfir
ertugt. A mínum aldri rjúka menn ekki út í
l'ona vitleysu. En héðan af verður þessu ekki
reytt, og það ætti nú annars að vera allt í
agt að taka sér dálitla skemmtigöngu.
VOR í
Smásaga eftir
Strax og hún hafði goldið jáyrði sitt við
spurningunni, varð hún hálf kvíðin. Það væri
1 Hga alls ekki rétt af henni að vera að
ganga þetta út með honum. Ef hann hefði
e 'ki verið kennari, þá hefði allt verið í bezta
agt- En hann var kennari við sama skóla! Að
ugsa sér, ef þau mættu nú einhverjum nem-
endtnn! Það væri voðalegt! En þó var það
6 ki eingöngu þetta, sem olli kviðanum. Það
'ar dálítið annað, sem erfitt var að gera sér
g^ein fyrir, ekki sízt af því að hún var mála-
^ennari. Ef hún hefði kennt náttúrufræði,
^jefði það ef til vill verið léttara. Hún dró
OJuPt andann, — og henni fannst nú þrátt
Hir allt, að lífið væri dásamlegt, þó að það
erfitt á stundum.
Honum fannst, — á meðan þau stóðu við
° oggnnn og lokkarnir flögruðu fyrir golunni,
a® hún væri bara sæt. Og henni fannst, að
a"n væri myndarlegur. Svo héldu þau af
a ut á gönguferðina.
v onuna fannst hann vera ungur, og hann
ar léttur í skapi og léttur upp á fótinn við
APRÍL
Ivar Ahlstedt
hliðina á henni. Hann vingsaði stafnum og
var hinn ræðnasti. Eg er ekki nema fertugur,
hugsaði hann, og léttur á mér eftir aldri. Á
degi sem þessum gæti eg gengið endalaust, án
þess að verða þreyttur.
Er þetta ekki dásamlegur staður? sagði
hann.
Jú, sannarlega, sagði hún; færðin er bara
ekki sem bezt.
Hún batnar, þegar við komum i Lystigarð-
inn, sagði hann.
Hann sagði henni frá æskuárum sínum, og
hann benti á jakana sem voru úti á víkinni
og sagði:
Þegar maður var ungur, var maður ekkert
smeykur við að fara í jakahlaup. Nú eru aðrir
tímar. Enginn mannskapur í strákunum.
Jakahlaup er hættulegt, sagði hún.
Æskan teflir á tvær hættur, sagði hann. Það
er henni eiginlegt. Ojá, ojá!
Þú talar eins og þú sért orðinn öldungur.
Já, sagði hann. Æskan er horfin.
O sussu, aldurinn hefur ekki svo mikið að
segja fyrir karlmanninn, sagði hún og stundi
við.
Þegar eg var hérna í jakahlaupi, varst þú
enn í vöggu, sagði hann.
Þetta var nú of mikið sagt, en henni þótti
samt vænt um að heyra það. Það er svo sem
ekki mikið að vera tæpra 35, hugsaði hún
með sér.
Við garðshliðið stóð maður og seldi „ball-
óna“. Hann keypti einn og sleppti honum
strax, til þess að sjá hvernig hann flygi.
Þetta er asnaskapur, sagði hann, því að
bráðum springur hann og er ekki til sem slík-
ur. En hann hefur þó lifað og flogið í nokkr-
ar mínútur.
Hann hefur lifað og verið til eins og vorið,
sagði hún.
Vorið er eilíft, sagði hann og tók hana und-
ir arminn, þvi að nú voru þau komin inn í
garð.
Henni var heitt af göngunni — og svo var
henni órótt, af því að hann leiddi hana. Hún
leit allt í kringum sig, til þess að vita, hvort
hún sæi nokkurn sem hún þekkti.
En hún varð miklu öruggari, þegar þau
komu lengra inn í skóginn. Henni stóð líka á
sama um færðina, en það var rétt, sem hann
hafði sagt, jörðin varð þurrari, er lengra kom
inn í garðinn. Oryggistilfinningin varð þess
valdandi, að hún þrýsti armi hans að sér og
hallaði sér upp að honum.
Allt í einu sleppti hann armi hennar og
féll á kné.
9