Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1947, Page 10

Samvinnan - 01.04.1947, Page 10
Nei, sjáSu, sagði hann, hér er brunella vulgaris! Það er snemmt. Þó að henni þætti latína ekki fallegt mál, fannst henni þó fagur hljómurinn í þessu nafni. Hún tók varlega við blóminu, sem hann rétti henni. Hún bar það upp að vitum sér og andaði að sér ilminum. Lífið var dásam- legt. En hrifningin minnkaði ofurlítið, er hún sá, að starfsbróðir hennar var enn á fjór- um fótum og rak upp aðdáunaróp við og við. Hún tók í handlegg hans og togaði, og þá reis hann á fætur. Þau gengu inn í skóginn og brátt komu þau á auðan mel, og þaðan sást til hafs. Sólin skein í heiði. Já, það var dásamlegur dagur. A-a, sagði hann og dró djúpt andann. A-ha, sagði hún, og það hljómaði eins og andvarp, af hverju sem það stafaði. Mig langar helzt að hvíla mig hérna stund- arkorn, sagði hann, og svo settist hann niður. Hér er ekki vel þurrt, og það er heldur ekki vel hlýtt í veðri, sagði liún. Okkur getur kólnað. Frakkinn minn er þykkur og góður, sagði hann. Þú getur setið á honum líka, ef þú vilt. Hún settist, og til þess að geta setið á frakk- anum, varð hún að sitja svo nálægt honum, að hann neyddist til að grípa annarri hendi um axlir henni, til þess að hún rynni ekki út af. Þau sátu þarna þögul um stund. Úti á vík- inni gáraði vindurinn vatnið, sem var eins og gull í sólskininu. Það leið ekki á löngu áður en hann fann einhvern fiðring um sig allan, og hann reyndi að hugsa um eitthvað annað. Hún hafði lok- að augunum og fann — liugsunarlaust — hvernig vorið streymdi um æðarnar. Hún var í eins konar leiðslu, og hún varð þung á armi lians. Henni fannst hún vera svo þreytt, að hún gæti aldrei staðið upp framar. Brátt fann hann, að honum var að kólna, og þá dró hann liana betur að sér, hitans vegna. Hann kyssti hana og fann, að varir hennar voru mjúkar og varmar, og honum fannst, að hann fengi aldrei nóg. Á milli kossanna hvísl- aði hann að henni orðum, sem hann skildi varla sjálfur. En svo — því að vordagurinn er stuttur og varir litlu lengur en sápukúla eða „ballón“, — já, svo gekk sólin til viðar og það varð kalt að sitja á jörðinni. \ Hann tók að hósta, og hann hóstaði svo ákaft og lengi, að það gat ekki misskilizt. Þau stóðu á fætur, — og það mátti heldur ekki seinna vera, því að nú komu unglingar þjót- andi gegnum skóginn og höfðu sumir skóla- húfur á höfðinu. Þau burstuðu klæði sín vandræðalega og litu ekki hvort á annað. Því næst gengu þau í flýti niður á veginn, sem var skammt undan. Þegar þau voru komin út um hliðið, sagði hún: Svei þessari leðju! Og hann sagði aðeins: Já, þetta er nú meiri sóðafærðin! Hann fylgdi henni heim að dyrum og hugs- aði mikið um það á leiðinni, hvort hann væri neyddur til að kyssa hana kveðjukoss. En þvottakonan var að þvo tröppurnar, svo að hann slapp. 10 Hún felldi nokkur tár, á meðan hún var að búa sig undir kennslu morgundagsins, og hann sat með fæturna í heitu vatni, á meðan hann leiðrétti stílana. Morguninn eftir var kalt í veðri, eins og oft er í apríl, og það hafði meira að segja snjóað. Hann var kominn með vont kvef, og þess vegna heilsaði hann henni bara stuttara- lega. Hún ákvað að fara aldrei á gönguferð með honum framar. En þetta var annars bara heppilegt, að kuldinn og kvefið voru komin til skjalanna, því að annars má hamingjan vita, hvernig farið hefði! Yngsta kaupfélagið í örum vexti AUPFÉLAG SUÐURNESJA hef- ur nú tekið við starfsemi Kron í Grindavík. Á sl. ári afhenti Kron Grindavíkurdeild sinni sjóðseignir fé- lagsmanna, með það fyrir augum, að Grindvíkingar starfræktu sjálfstætt fé- lag. Jafnframt hófu Grindvíkingar málaleitun við kaupfélag Suðurnesja um, að það tæki að sér starfsemi Kron í Grindavík. Hefur nú kaupfélagið keypt vöru- birgðir og hús Kron í Grindavík, og Kron yfirfært sjóðseignir Grindavíkur- deildarinnar til Kaupféiags Suður- nesja. Jafnframt hefur pöntunarfélag, er starfað ltefur um 2ja ára skeið í Grindavík, sameinast kaupfélaginu. — Deildarstjóri hjá Kaupfélagi Suður- nesja í Grindavík er Árni Helgason, er áður var deildarstjóri hjá Kron. 1 Ytri-Njarðvík byrjaði kaupféiagið einnig verzlun á sl. ári, í leiguhúsnæði. Innréttingar í búðina lét kaupfélagið smíða. Er það hin snotrasta búð, og á miklum vinsældum að fagna hjá Njarðvíkingum. Deildarstjóri þar er Sölvi í. Ölafsson. í kaupfélaginu voru um sl. áramót 484 félagsmenn. Hefur félagstalan farið ört vaxandi, jafnfram aukinni um'setningu félagsins. Á Suðurnesjum eru samtök sam- vinnumanna yngst á landinu. Óhætt mun þó að fullyrða, að þaðan bætist ísl. samvinnumönnum í framtíðinni, stór hópur, sem með hugsjón sam- vinnustefnunnar vill stuðla að bættum lífskjörum almennings. Kaupfélagsstjóri er Björn Pétursson, ungur maður, sem áður var deildar- stjóri KRON í Keflavík. ; Sigurður Jónsson: !; i «i . <. Tvösmákvæði i; • <. * «, ! Á vorinngöngudaginn ; Vorið sækir sunnan að, ; seint er það í förum. ! Guð veit hvenær gefur það jl geisla-koss af vörum. j! ; Ó, hve heitt eg þrái þig. !; ; — Þetta' er dauðans vetur. ;; ; Komdu vor og vermdu mig ;j ! vel, sem bezt þú getur. ;j ; Eg hef alltaf elskað þig, ástin niín þú verður !l þar til jeg kveð jarðar-stig !; I —- jeg er nú svona gerður. ;; ; Kalt er að venju vetrar-þel ;j ; — vetur þungur í fangi. j Lífsins næm og viðkvæm vél jj j varla helzt í gangi. Sé í anda: Sól og blær !; ! sveitir vefja örmum; !; ! hlíðum glitra gullin-skær !; !; gleðitár á hvörmum. !; Ó, hve nóttin enn er löng, ;j allt í snjóum kafið. j! ;! Komdu, vor, með sól og söng !; !! sunnan yfir hafið! !; Fanginn („Ber mig heim, ber mig heim.") .! i; Kominn heim, kominn heim, !; ;j ég hef kveðið mig heim. !; ;! Ég er kominn úr útlegð til þín. ;j ;! Ég er frjáls, ég er frjáls, jj !; og ég fell þér um háls, !; frjáls úr útlegð, og nú ertu mín. !! IÉg fer hljótt, hér er rótt, j úti niða-myrk nótt, í en við náttlampann inni er bjart. | Mér er herbergið kært, ! ;! og þú hvílir hér vært, !; !! rjúfa hvíld þína væri þó hart. !; !; En ég horfi á þig, ;j ;j og þú hugtekur mig. jj ;jNú er heimþránni svalað. — Ég fer. !; ;j Sof og dreym, sof og dreym. j! j! Ég fór hugförum heim; j! hverf í fangelsið aftur. — Ó, dreym!

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.