Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 8
græna eyra. Á þetta heimili er sannar- lega gott að koma, og eg finn vel, að við heima á Fróni höfum ekki einka- leyfi á því, sem kallað er sönn gest- risni. Um kvöldið sitjum við fyrir framan arineldinn í stofunni, og umræðuefn- ið er auðvitað ísland og Skotland; hjónin þurfa margs að spyrja, því að hvorugt hefur séð íslending áður, og kvöldið líður fljótt, enda eru skozku arineldarnir meistarar í því að skapa með bjarma sínum hlýjar og skemmti- legar kvöldvökur. Það hafði verið ákveðið, að eg gisti hér aðeins í nótt, en það er fljótt að breytast veður í lofti, og nú er því slegið föstU, að ég dvelji allan tímann á þessu heimili, meðan ég verð í Aboyne, og ég tek boðinu með mikilli ánægju, enda var mér það óhætt, því að þessi fjölskylda varð beztá velgerðafólk mitt, er *ég mætti í Skotlandi. ÞETTA kaupfélag hefur verzlanir í tíu þorpum í héraðinu inn frá Aberdeeen, á milli ánna Dee og Don, og öll þessi sveitaþorp styðjast að nokkru við landbúnað og skógarhögg, og mikill fjöldi sumargistihúsa er hér í hverju þorpi, og allar smugur eru yfirfullar allt sumarið, því að ,túristar' frá stórborgum Englands yfirgefa ys- inn og þysinn og steikjandi sólarbráð, og njóta hér í skógardölunum hins heilnæma fjallalofts. Ein fjölskylda dvelur hér skammt frá Aboyne yfir sumartímann, sem beðið er eftir með meiri fögnuði og eftirvæntingu en gengur og gerist. Það er brezka kon- ungsfjölskyldan. Þeirra mikla sumar- heimili heitir Balmoral kastali. Þegar kóngur og drottning koma með við- hafnarlest gegnum litlu, friðsælu sveitaþorpin, er mikið um dýrðir. Enda er þessi hluti Aberdeenhéraðs- ins oft nefndur „Hin konunglega Deeside". Eg sé, að það hefur ekki verið í kot vísað, að senda mig í þenn- an kóngsgarð. Aðalskrifstofur kaupfélagsins eru í þorpinu Ballater, svo að kaupfélags- stjórinn verður að aka þangað frá heimili sínu snemma á morgnana, og er það 20 mínútna akstur. Þegar ég kem hingað, eru fyrstu ferðamanna- hóparnir að koma. Það er því mikið að gera í kaupfélaginu, og Mr. Nichol- son verður að hafa vakandi auga á því, að ekkert vanti í búðirnar fyrir hina miklu kauptíð. Og auga hans er sannarlega vakandi, heilbrigðari og duglegri starfsmann er erfitt að finna. Hann er hreint og beint elskaður af öllu sínu starfsfólki, og virðist vera mikill góðkunningi félagsmanna, því ég hef tekið eftir, að á ferðum sínum um félagssvæðið þarf hann oft . að stanza og leysi vandræði margra manna. Mr. Nicholson vinnur jafnan 12 klst. á dag, og getur lítið verið heima, enda er reikningsuppgjör um þetta leyti. Hann segir að Skotar drekki svo mikið whisky um áramót- in, að þá sé ekki hægt að fást við ára- mótauppgjör. En Mr. Nicholson á þó aldrei svo annríkt, að hann komi ekki heim eitt kvöld í viku til að baða krakkana; það er atvinna, sem hann vill alls ekki missa af, og þegar því er lokið, verður hann að aka aftur til Ballater og ljúka við dagsverkið, og þó er þessi dugnaðarforkur ekki ánægður með daginn, fyrr en við höf- um hamazt um stund í rökkrinu við að reita arfa og hreinsa til í garðinum, aðstoða við uppþvott í eldhúsinu, hlusta á skottís, danslög frá Glasgow- útvarpi og stíga einn skottísdans við frú sína; þá fyrst er kominn tími til að fara að hátta, og svo er síðasta orð- ið: Eg vek þig kl. 7 í fyrramálið! EG dvaldi í flestum þorpunum í þessu kaupfélagi, og vann þar með starfsfólkinu flest störf, sem fyrir koma; lengst af var eg í Aboyne, enda kunni eg þar bezt við mig. Aboyne er án efa fegursti staðurinn, sem ég sá í Skotlandi. Þorpið stendur við brú, sem er yfir ána Dee, en á bökkum hennar er Iand frjórra og gróðurríki meira en annars staðar. Dee er í mín- um augum Laxá Skotlands. Kaupfélagsstjórarnir í þorpunum vinna lítið að skrifstofustörfum, þau störf vinna einungis stúlkur, en þeir eru aðallega við afgreiðslu í búðun- um, og hafa því mikið samband við félagsmennina; flestir bjuggu þeir í verzlunarhúsinu, og urðu fyrir mikl- um óþægindum af því eftir lokunar- tíma. Á stríðsárunum var íbúatala þess- ara sveitaþorpa margföld, miðuð við það, sem hún er á venjulegum tím- um, vegna^ þess að þá streymdi fólkið þangað, sem loftárásahættan var hverf- andi lítil'. Þá var tekin upp sú regla, að hver meðlimur kaupfélags, sem er innan vébanda skozka eða enska sam- bandsins, getur verzlað í hvaða kaup- félagi sem er og fengið tekjuafgang, aðeins ef hann gefur upp félagsnúmer sitt. Kaupfélag það, sem hann verzlar við á ferð sinni, annast um greiðslu tekjuafgangsins til hans heimafélags. Um helmingur af allri verzlun þessa félags fer fram frá söluvögnum; þeir aka vörunum heim til allra húsmæðra sveitanna einu sinni í viku. Vagnar þessir eru innréttaðir eins og verzl- unarbúðir, og í þá er hægt að raða Fjallaborgin Ballater á Skotlandi. 8

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.