Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 12
grísku. Hér er til dæmis blað, sent kemur út á hverjum mánudegi, og það birtir alltaf ósvífnar skopmvndir af mér. Mér er sent það á mánudags- morgna, og þjónustufólk mitt reynir að feja það, en eg er ekki fyrr kominn fram úr, en eg heimta að mér sé fært það." E N SVÖRIN voru önnur þegar komið var upp í grisku f jöllin, út á akrana eða í fátækrahverfi Aþenu og Saloniki. Af 7 millj. landsmanna eru 600.000 flóttamenn, og í augum flestra þeirra er lýðræðið aðeihs: „Stjórnarfyrirkomulag, sem er þannig gert, að báðir aðilar láta mann í friði og lofa manni að yrkja jörðina." Þetta sagði Christo Papadapolous, fyrrum bóndi í Astoríuhéraði, bjó nú í tjaldi með konu sinni og 6 börnum. Á varðstöð í Grammosfjöllum, sagði herforingi úr liði stjórnarinnar: „Það er fullt málfrelsi og skoðanafrelsi. en vitaskuld innan þeirra takmarkana, sem öryggi ríkisins krefst." Hermaður, sem átti að baki þriggja ára nám við háskólann í Aþenu en sjö* ár í hermennsku, sagði: ,,Að mínum dómi er það ekkert nema kjaftæði að tala um frelsi í heiminum í dag, því að það er ekkert frelsi. Eg ef fylgjandi vestrænu lýðræði, en ekki kapítalism- anum. Á 200 árum mun veröldin þró- ast í átt tíl friðarsósíalisma þeirra Ben- es og Masáryk." I vefnaðarverksmiðju í Aþenu vann frú Aliki Kyriakpoulos fyrir 10.000 drökmum á dag, en það eru 14 krón- ur, og á kaiipinu þurfti fjögra manna fjölskylda að lifa. Viðurværið er olíf- ur, brauð og ostur. Hún benti á hrjúf- ar hendur sínar og á snældúrnar í spunavélinni í verksmiðjunni og sagði: „Ég sé alla þessar þúsundir þráða á degi hverjum, en jafn oft hugsa eg um þáð, hvað eg geti gefið börnun- um mínum að borða í kvöld. Lýðræði hugsa eg ekki um." Nálægt Aþenu er sveitin Keratea. Þar býr bóndi nokkur, sem hafði orð- ið að láta hestinn sinn af hendi til stjórnarhefsins. Skýring hans á lýðræð- inu var ofur einföld: „Það er rétturinn til þess að eiga sinn hest í friði." Frakkland: Le „Biftek". Tjaldið fellur yfir ítalíu og Grikk- land og er dregið frá í París. Samein- uðu þjóðirnar halda þing í Palais de Chaillot. Ágreiningurinn um lýðræð- ið var þar rökræddur fyrir eyrum allr- ar veraldar. Frú Eleanore Roosevelt hafði skýringu sína á reiðum liöndum: „Lýðræði er frelsi fólks til þess að læra sjálft og til þess að starfa í samvinnu við aðra, til hags fyrir alla." Herra Vishinsky, utanríkisráðherra Sovét- stjórnarinnar, benti okkur að snúa okkur til dr. Alexei Pavlov, hins stjórnfræðilega heimspekings úr rúss- nesku sendineí'ndinni, til þess að fá haldgóða rússneska skýringu. Pavlov sagði að skýring frú Roosevelts væri ófullkomin. „Já, auðvitað er hennar lýðræði frelsi, en það er frelsi fyrir auðhringana, Rockefellerana og Morganana." Rússneska skýringin var sótt í bók Lenins um Ríkið og bylting- una. I upphafi er þar greint frá því, að lýðræðið „samfylki öreigunum til stéttarbyltingar og skipti stéttinni til baráttu gegn kapítalismanum. og gefi henni tækifæri til þess að mylja, sund- urslíta og þurrka burt af jörðinni hið borgaralega ríkisstjórnarskipulag. í stað þess kemur lýðræðislegt stjórnar- form vopnaðra fylkinga verkmanna." Verulegu ágreiningur varð í milli tveggja höfuðleiðtoga Tékka í París. Utanríkisráðherrann, VÍadimir Cle- mentis (Vem síðan er fallinn í ónáð og settur af) sagði, að í hinum nýju al- þýðulýðveldurri væri lögð áherzla á „framkvæmd efnahagslegra réttinda, en ekki látið nægja að birta yfirlýsing- ar um þau." Hann gerði 'gys að þeirri hugmynd vestrænna mánna, að komm- únistar í Tékkóslóvakíu hefðu stöðvað alla gagnrýni á stjórnina. „Upplýsing- ar ykkar eru rangar. Gagnrýnin l'læðir um landið. Eina skilyrðið er, að gagn- rýnin verður að vera uppbyggileg." Jan Papanek, fyrrv. formaður tékk- nesku sendinefndarinnar, en m'i út- lagi, andmælti þessu harðlega. „Það eru menn eins og Clementis, sem ákveða, hvað sé uppbyggileg gagn- rýni. Tékkneska þjóðin hefur aðrar hugmyndir um lýðræði. í augum hennar er lýðræði verndun mannrétt- inda og sönn framför¦fyrir alla." Úti í sjálfri París voru önnur svöri Margir franskir verkamenn blanda saman lýðræði og ,,le biftek" — maga- fylli af kjöti. Kommúnisti nokkur var þó ákveðnari í orði: „Það er stjórn, sem sér um að allir hafi næ°a atvinnu og leyfir ekkert þrælahald og ekkert herlið til þess að taka námur og verk- smiðjur þegar verkföll eru. Allir flokk- ar eiga að hafa fulltrúa í henni." De Gaulhsti var ekki á sama máli. Hann hélt því fram, að það yrði að útiloka kommúnista, annars mundu þeir af- höfða s'érhverjá lýðræðisstjórn. Þýzkaland: Kalda striðið. Næsti viðkomustaður okkar var Berlín. Þaf, í miðpunkti kalda stríðs- ins milli austurs og vesturs, hafði lýð- ræðið annan hljóm en víðast hvar ann- ars staðar. Þetta var á dögum loftflutn- inganna, meðan Clay hershöfðingi var æðsta ráð og kansellí á vesturvígstöðv- unum þar. Það var of snemmt, að áliti hers- höfðingjans, að segja hvort þýzka þjóð- in mundi hallast að vestrænu lýðræði eða ekki. Hann ihugaði spurninguna og reykti sígarettuna heimspekingsleg- ur á svip: „Það er ekki hægt að búa til grundvöll fyrir lýðræði á fjórum ár- um. Það er aðeins hægt að leggja fyrstu undirstöðurnar, vera þolinmóð- ur og gefa þeim tækifæri til að sýna mátt sinn. Við verðum að standa álengdar í mörg ár, en reiðubúnir til að grípa í taumaná ef þörf krefur." Hann taldi það ekki nauðsynlegt fyrir Bandaríkjamann að leita skýringar á hugtakinu lýðræði. „Hann lifir í því," sagði liann. „Rússar trúa á eins-flokks lýðræði. Stjórnarskrá þeirra, frá 1936, er góð og lýðræðisleg aflestrar, en hvergi hafa kommúnistar komizt til valda nema með ofbeldi. í augum Þjóðverja er efnahagslegt öryggi mest um vert. Ef þeir fá það, og nægan tíma, eru miklar líkur til þess að þeir skilji hið raunverulega lýðræði." Maðurinn, sem oftast hitti Rússana í Berlín, aðstoðarmaður Clays, How- ley hershöfðingi, var á skrifstofu sinni, er við komum þangað. Liðsmaður var að raka hershöfðingjann. Hann feis" upp í stólnum, sápugur út undir eyru^þegar hann heyrðí spurninguna, og hló: „Lýðræði — mikil eru þau ódæðisverk, sem framin eru í riafni þínu," sagði hann. „Ebert, borgar- stjóri kommúnista í Austur-Berlín, er ekkert myrkur í máli. Hann segir að lýðræði þýði einræðisvald, einræðis- vald meirihlutans. Það er eins og að segja heitt kalt vatn. Við trúum á lög og rétt, og lögreglu, sem starfar sam- 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.