Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 25
^ börn. Bamið, sem sífellt er að reyna að sýnast mikið í augum annarra, mundi aldrei reyna að vekja aðdá- un í augum annarra, ef ekki skorti athygli, ást og kærleika heima fyrir, en þess þarf barnið mjög með. — Barnið, sem hangir í pilsunum, skortir mjög ást og umönnun þeirra, sem eru því næstir. Og þau börn, sem aldrei vekja nein vand- ræði ,en eru samt leiðinleg, þau hafa líka sín „próblem" að fást við. Barnið, sem sífellt er þögult og ó- lundarlegt, getur átt að baki sér langa sögu um of mikinn aga, nið- urbælda athafnaþrá, of margar að- finnslur, of háar kröfur um hegðun og þar af leiðandi of mörg „föll" á því prófi. Og börnin með áhyggju- svipinn, sem naga neglur eða toga í hár sitt, hafa átt of erfitt um dag- ana, og þau þarfnast huggunar, segir þessi prófessor. Ef þeir, sem utan við standa, geta áttað sig á ástæðunum fyrir hegðun barnanna, því þolinmóðari verða þeir, síður reiðir og minna ásakandi. Þetta er góð bvrjun, en byrjun aðeins. LUNDLEITT, ágengt og ó- knyttasamt barn veldur eðli- lega mestum áhyggjum. Þótt erfitt kunni að virðast, er fyrsta skrefið í viðskiptunum við það að finna til samúðar með því. Vera ákveðinn en samúðarfullur. Reyna að hafa hemil á hegðun þess, án þess að þrýsta of fast á eftir og heimta of mikið,. Það er til einskis að spyrja: — „Hvers vegna barðirðu hann? Veiztu ekki, að það er ljótt?" Líkur eru til þess að þetta barn hafi þolað refsingar, yfirheyrslur og spurning- ar árum saman. Það veit ekki, hvers vegna það hagar sér eins og það gerir. Einfalt tal getur verið hjálplegt. „Eg veit, að þú þarft að ná þér niðri á einhverju, en þú mátt ekki berja önnur börn. Það meiðir þau. Ekki vildi ég, að neinn meiddi þig." Einhver viðfangsefni, eitt- hvað að smíða, leir að hnoða, fleiri leikir, og tækifæri til þess að hrópa eða syngja, getur aðstoðað þetta barn við að ná jafnvægi á skaps- munum sínum aftur. Alls konar leikir veita útrás fyrir þörfina að berja, klípa og þykjast vera sterkur og stór. „Þarna er um að gera að útbúa tækifæri til þess að barnið geti fengið útrás fyrir tilfinningar sínar, en þessi tækifæri þurfa að vera hættulaus og heilbrigð," segir prófessorinn. BARN, sem lætur hálfvitalega til þess eins að láta taka eftir sér, þarf raunverulega hluti til þess að reyna sjálft sig. Hvað gerir það? Að hverju finnst því gaman? í hverju skarar það fram úr? Ef svona barni finnst, að fullorðnir hafi á- huga fyrir því, veit það jafnframt, að það þarf ekki að láta flónslega til að vekja eftirtekt. Þá verður það vingjarnlegt við fullorðna fólkið, og þörfin á leikaraskapnum hverf- ur jafnhliða. Þögla barnið getur hlotið mikla uppörvun með því að brosa til þess, taka eftir því, hæla því hófsamlega þegar við á, og yfirleitt hjála því til þss að hugsa og starfa eðlilega. FULLORÐNU fólki finnst erfitt að líta á óeðlilega hegðun barnsins í réttu ljósi, því ljósi, að hún hjálpar þeim, fullnægir þeim á einhvern hátt. Menn ættu því að hugsa sig um tvisvar, áður en þeir leggja fast að börnum að hætta slíkum ávana, nema þeir hafi fyrst fullvissað sig um, að undirrótin sé horfin, að eitthvað annað hafi komið í staðinn, sem skapar jafn- vægi í sál barnsins. Bönn og ávítur bæta hér ekki úr skák. Starfið er að hjálpa og létta á vandræða-augna- blikum, lyfta byrðunum með barn- inu, unz það er fært um að fleygja þeim með öllu frá sér. Þannig er hægt að umgangast börn nágrann- ans, með samúð og skilningi og reyna á þennan hátt að fyrirbyggja erfiðleika ósamlyndisins. Hefurðu aldrei tekið eftir því, að „prakkara- strákurinn" verður bezti strákur þegar þú talar við hann í vingjarn- legum tón, en verður bara verri við- fangs eftir skammir ávítur? •#Nr*#^S#S#>#v#S#N»^*^*^#S#S#^*N#«*^***^*N#S#V*^^S*S»,#^*>*^^ , Frægur húsameistari !: ; Myndin er af einum frægasta húsameistara veraldar á þessari öld, Bandaríkjamanninum Frank Lloyd Wright. Varð hann áttatíu ára að aldri fyrir skemmstu, og birtu þá öll helztu blöð Banda- ríkjanna greinar um hann og myndir af helztu verkum hans. Wright átti erfitt uppdráttar sem spámaður í sínu föðurlandi fram- i an af ævi. Dvaldist hann þá lang- dvölum í Evrópu og Asíu og stóð þar fyrir byggingu merkra stórhýsa, en skömmu eftir 1920 hvarf hann heim og var brátt hylltur sem brautryðjandi í húsa- gerðarlist. Á næstu árum og allt fram á síðustu ár, hefur hann teiknað fjölmargar merkar bygg- ingar í Bandaríkjunum, einka- hús, skóla, verksmiðjur, söfn og stjórnarbyggingar. Stíll hans er nú viðurkenndur sem fagur og hreinn, enda þótt hann þætti nýstárlegur og óviðfelldinn á fyrstu árum aldarinnar. í einni greininni um Wright áttræðan var komizt svo að orði: „Enginn „skóli" í nútíma húsagerðarlist hefur komizt hjá því að verða fyrir áhrifum frá Wright á einn eða annan hátt." Frank Lloyd Wright eyðir elliárunum í mjög sérkennilegu húsi, sem hann hefur byggt yfir sjálfan sig langt . uti í eyðilöndum Arizonafylkis í Bandaríkjunum. V'**+^**-*~»+**-*-+<*^+tr++-****^r**r^^+*r*-«r^4 ~J 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.