Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 14
ER ÞRIÐJA HEIMSSTYRJÖLDIN ÓUMFLÝJANLEG? ALLT frá því árið 1000, er menn bjuggust almennt við heimsendi, hefur ekki verið jafn almennur kvíði um framtíð heimsins og í dag. Eg vildi gjarnan geta sagt, að allt benti til þess, að kvíðinn um framtíð heims- ins reyndist jafn ástæðulaus núna og hann reyndist árið 1000, en því miður get ég það ekki. En við skulum sleppa öllum spá- dómum í bili, af því að einkennakönn- un (diagnosis) þarf að vera undanfari forsagnar (prognosis). Þess vegna skul- um við byrja á því að reyna að gera okkur grein fyrir ástæðunum, er liggja til grundvallar hinu alvarlega ástandi í heiminum í dag. Ástæðurnar fyrir heimsvandamálun- um eru margar. Þær eru hagfræði-, stjórnmála- og hugsjónalegs eðlis. Sé sérstök áherzla lögð á þýðingu einn- ar eða annarrar af þessum þremur á- stæðum á kostnað einnar eða tveggja þeirra, þá er vandamálið að ástæðu- lausu gert einfaldara en það raunveru- lega er. Hagfræðilegu ástæðurnar. Við skulum til að byrja með líta á hinar hagfræðilegu orsakir. í heim- inum eru ríkar þjóðir og fátækar þjóðir, og ríkir einstaklingar búa með- al fátækra þjóða, og fátækir einstak- lingar búa meðal ríkra þjóða. Al- mennt talað taka ríku þjóðirnar og ríku einstaklingarnir afstöðu með Ameríku, en fátækar þjóðir og fátækir einstaklingar taka afstöðu með Rúss- landi. Af þessu leiðir, að Rússland hefur áhuga á að heimurinn sé fátæk- ur, en Ameríka hefur áhuga á að hann sé ríkur. Auðvitað leggja kommúnist- arnir sérstaka áherzlu á að prédika, að fátækt sú, sem þeir vilji stuðla að, sé f grein þessari ræðir brezki heimsspekingurinn frægi, Bert- rand Russell, ástandið í alþjóða- málum í dag. Ef bæði Truman Bandaríkjaforseti og Stalin Rúss- landsmarskálkur læsu þessa grein og drægju af henni rökréttar á- lyktanir, þá er ekki ósennilegt, að mannkyninu yrði forðað frá þriðju heimsstyrjöldinni. 14 Eftir Bertrand Russell aðeins stundarfórn fyrir alheimshag- sæld; en í augnablikinu sé auðsældin andstæðingur þeirra. Við sjáum því, að ef okkur ætti með öllu að takast að uppræta misklíðina milli austurs og vesturs, þá þyrfti að koma á nokkurn veginn efnahagslegu jafnvægi í heim- inum. Hinn mikli efnamunur, sem er á Kína og Bandaríkjunum, hlýtur að vera þrándur í götu einlægrar vináttu milli þessara þjóða. Ein undantekning frá þessari reglu er sambúð Indverja og Breta, sem er góð núna, en þetta er að þakka af- burða stjórnmálahæfileikum Nehrus og skilningi brezku stjórnarinnar á vandamálum Indlands. Það er náið samband milli efna- og kynflokkalegra vandamála bæði í Asíu og Afríku. Á nítjándu öldinni átti hvíti maðurinn bæði auð og völd og naut mikils álits í Asíu og Afríku. Þetta gildir ekki lengur um Asíu, og það er vafasamt, hversu lengi það gildir um Afríku. Krafan um jafnrétti við hvíta manninn er sterkur þáttur í kommúnismanum þar eystra. Vestur- lönd mæta þarna vandamáli, sem Rúss- land er laust við. Vesturlönd geta að- eins gefið nokkrum hluta heims jafn- rétti í mynd frelsisins og sjálfstæðisins, en sjálfstæði frumstæðra þjóða leiðir oft af sér ringulreið og margvísleg uppþot fyrst í stað. Moskva getur á hinn bóginn boðið það, sem fyrirfram er álitið jafnrétti, enda þótt það sé í eðli sínu aðeins undirokun undir heimsveldisstefnu Rússlands. Þetta hefur að minnsta kosti þann kost, að það bægir ringulreið og uppþotum í burtu. Stjórnmálalegu ástæðurnar. Stjórnmálalegu ástæðurnar eru raunverulega mjög líkar þrem fyrri vandamálum, nefnilega þeim, sem sköpuðust þegar Spánn, Frakkland og Þýzkaland ætluðu að leggja undir sig heiminn. Hin eina stjórnmálalega ný- ung er, að fyrrum var það England en nú er það Ameríka, sem hefur forust- Bertrand Russel. Bertrand Russell fœddist i Englandi árið 1872. Hann er sonarsonur John Russels, lávarðar, og erfði lávarðstign- ina árið 1931. Russell hlaut mennlun sína i Cambridge-háskólanum og lagði stund á heimspeki. Hann varð fyrir- lesari við Cambridgeháskóla laust eftir að hann lauk prófi, fór siðan til Ox- ford og var par við nám nokkra hrið, en árið 1914 var hann kominn til Bandaríkjanna og hélt par fyrirlestra við Harvard-háskóla. Það var árið 1915, að Columbia-há- skóli veitti Bertrand Russell gullmed- aliu fyrir mestu frœðiafrek i heimspeki nœstu fimm árin á undan. Russell hefur alltaf verið mikill friðarvinur. I byrjun fyrri heimsstyrj- aldar barðist hann ákaft fyrir friði, og taldi að eina ráðið til pess að sneiða hjá styrjöld vœri, að stjórnmálamenn og almenningur gerði sér sem fyllsta grein fyrir misklíðarefnum og reyndu á peim grundvelli að skilja hvers ann- ars sjónarmið. Russell var vikið frá fyrirlesarastarfi sinu við Cambridge-háskólann vegna friðarprédikana sinna. Árið 1939 varð Russell prófessor i heimspeki við Kaliforníuháskóla, og árið 1940 var hann skipaður prófessor við New York háskóla. Bertrand Russell er einn helzti for- vigismaður hinnar nýju stcerðfrœðilegu rökvísi innan heimspekinnar, og er hann talinn einhver rökfimasti heim- spekingur meðal ný-raunsreisskólans i heimspekinni. Hann hefur skrifað yfir 20 bœkur heimspekilegs efnis og nýtur meiri virðingar og hefur hlotið meiri viðurkenningu i heiminum en flestir núlifandi heimspekingar.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.