Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 31
Samvinnuritin eru gagnleg hverjum þeim, sem æflar að taka virkan þátt í starfi kaupfélaganna Bókaútgáfan NORÐRI hóf útgáfu bókaflokksins „Samvinnurit" árið 1948. - Alls hafa fimm bækur komið út í þessum bókaflokki. Þau samvinnurit, sem þegar eru komin út, eru: FJÁRHAGSLEGT LÝÐRÆÐI eftir Anders Örne ATVINNULÝDRÆÐI eftir Folke Fridell Þetta er fyrsta og annað samvinnuritið prentað í einni bók. Eru þetta stuttar, snjallar, efnis- rikar og vel skrifaðar ritgerðir um þjóðskipulagsmál og nokkur félags og efnahagseinkenni sam- vinnufélaganna. - Verð kr. 22.00 ib. SAMVINNA BRETA í STRÍÐI OG FRIÐI Bók þessi er eftir hinn gamalkunna sænska íslandsvin, Thorsten Odhe, sem m. a. hefur skrifað bók um Island, og er nú framkvæmdastjóri Alþjóðasambands samvinnumanna. Bókin er glögg og skemmtileg frásögn af ferð höfundarins um Bretland á stríðsárunum. Greinir hún m. a. frá heimsóknum hans hjá mörgum brezkum samvinnufélögum, en einnig er þarna að finna fróðleik um sögu samvinnufélaganna í Bretlandi. — Verð kr. 20.00 ib. HANDBÓK FYRIR BÚDARFÓLK Þetta er bók, sem hver einasti starfsmaður kaupfélaganna þarf að eiga, lesa og læra. Þeir Gísli Guðmundsson, alþingismaður, og Þorvarður Árnason, verzlunarstjóri, þýddu og endursögðu þetta rit úr sænskum og norskum bókum. Þarna er að finna sérstaklega haldgóðar upplýsingar um rekstur búða. Bókin er prýdd fjölda mynda. — Verð kr. 35.00 ib. ÞEIR HJÁLPUÐU SÉR SJÁLFIR Bókin er sjálfsævisaga írska samvinnumannsins Patrick Gallagher, sem með þrautseigju sinni, bjartsýni og dugnaði, hjálpaði samborgurum sínum til þess að hjálpa sér sjálfir með því að hjálpa hver öðrum. Þetta er óvenju skemmtileg og hrífandi bók, og jafnvel spennandi eins og hinar beztu skáldsögur. — Verð kr. 30.00. SAMVINNUFÉLÖG í NORDURÁLFU Jón Sigurðsson frá Yztafelli og Gísli Guðmundsson alþingismaður, tóku þessa bók saman með hliðsjón af ýmsum erlendum samvinnubókum og ritgerðum. Bókin er haldgott yfirlit yfir þróun samvinnunnar og samvinnuhreyfingarinnar frá upphafi og fram á vora daga. — Verð kr. 32.00. Samvinnumenn, munið að Samvinnuritin eru gagnleg hverjum þeim, sem ætlar að taka virkan þátt í starfi kaupfélaganna. Samband íslenzkra samvinnufélaga, Reykjavík

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.