Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 15
una um varnirnar gegn yfirganginum. Það voru fimmtu herdeildir starfandi í fyrri árekstrum, alveg eins og þær starfa í dag; það voru t. d. kaþólskir menn í Englandi árið 1588, stjórnar- byltingarmenn árið 1793 og fasistar árið 1940. Reglan hefur verið sú sama í öllum fyrri árekstrum. En einstök þjóð hefur talið sig nógu sterka til þess að leggja undir sig heiminn, en bandalög þeirra þjóða, sem ekki hafa sætt sig við að tapa sjálfstæði sínu, hafa sigrað yfirgangsþjóðina áður en yfir lauk. I fyrri varnarbandalögunum hefur forustuþjóðin náð miklum sigrum, en ekki sózt eftir alheimsyfirráðum. Það sama á við í dag. Kommúnistar og vinir þeirra víðs vegar um heim tala að vísu hátt um ameríska heimsvelda- stefnu, en í Ameríku er hvergi nærri því eins mikil eindrægni og í Rúss- landi um að stofna alheimsveldi, sem stjórnað er frá einum og sama staðn- um, og í Bandaríkjunum er hvergi nærri svo mikil andúð á öllum öðrum stjórnarstefnum, og þeim sem við lýði er í Washington, eins og sú andúð, sem er í Rússlandi á öllum öðrum stjórnarformum en þeim, sem eru í Moskvu. Hugsjónalegar ástæður. Hugsjónalegu ástæðurnar fyrir nú- verandi vandamálum í heiminum eru að einu leyti mjög þýðingarmiklar, en að öðru leyti hreinustu loftbólur. í hvert skipti, sem forsvar ákveðinn- ar hugsjónar er tengd afsökunum fyrir yfirgangi valdránsmanna, drukknar hugsjónin í valdastreitu milli þeirra, sem stjórna hreyfingunni. Hugsjónin heldur að vísu áfram að vera til, en er notuð til þess eins að afla yfirgangs- stefnunni fylgjenda meðal almenn- ings. Á sextándu öld var hugsjón kaþólsk- unnar tengd heimsveldisstefnu Spán- verja, en mótmælendahugsjónin tengd ránum og vígaferlum. Komu Napóle- ons til ítalíu og Vestur-Þýzkalands var fagnað mjög mikið á sínum tíma, vegna þess að hann var talinn bera uppi hugsjónir byltingarinnar. En það kom annað hljóð í strokkinn, er Napóleon setti bræður sína til valda og kallaði íbúana til herþjónustu í franska hernum. Þá var augljóst, að valdastreitan hafði skotið hugsjónun- um um frelsi, jafnrétti og bræðralag ref fyrir rass. Og þannig er það einnig í dag í hinum kommúnistiska heimi: valdastreitan ræður gerðum forvígis- mannanna, hugsjónirnar eru aðeins notaðar til þess að hæna almenning til fylgis við yfirganginn. Hvað er sögulega nýtt? Ætlun mín er samt ekki sú, að halda því fram, að það sé ekkert nýtt í sögu núverandi vandamála, að sagan sé að endurtaka sig á sama hátt og áður. Þvert á móti: það er mjög margt nýtt í núverandi misklíð. Það fyrsta, sem nýtt er, er að komm- únisminn er róttækari og ísmeygilegri en hugsjónir fyrri heimsveldisstefna. Hin reikula rökfimi (dialectic) Karls Marx hefur haft ekki ósvipuð áhrif á einstöku menntamenn og kenningar St. Páls höfðu á St. Ágústín á sínum tíma; kenningar Marx hafa líka tvö- faldan áróðursþunga, vegna þess að þær skírskota að nafninu til til skyn- seminnar, en í raun og veru skírskota þær til tilfinninganna. Þær bjóða hin- um óánægða, hvar sem hann er, upp- reist og von um hefnd á andstæðing- um sínum, ímynduðum eða raunveru- legum; þær bjóða hverjum þeim, sem verður að þola ójöfnuð eða hvers kon- ar ranglæti, vonir um bætur, af því að á sinn „mystiska" hátt þykjast þær hafa fundið hinar raunverulegu rætur óréttlætisins í heiminum. Annað nýtt sögufyrirbæri í þessu sambandi er hin undarlega fullkomna skipulagning á starfsemi kommúnista. Jesúítarnir voru að vísu eins vel skipu- lagðir á sínum tíma, og öll vitum við, hverju þeir áorkuðu fyrir andsiðabót- ina. En Jesúítarnir voru fáir. Auk þess voru fjölmargir kaþólskir menn utan Jesúítareglunnar hvergi nærri eins vel skipulagðir, og sumir þeirra voru beinlínis andstæðir starfsemi Jesúít- anna. — í þá daga var ekki eins auð- velt og nú að þurrka út alla „Trotsky- ista". Það er að vísu rétt, að hin einstak- lega sterka skipulagning kommúnism- ans er farin að sýna sprungur hér og þar. Tito brauzt undan aga alþjóða- kommúnismans; — nokkrir brezkir kommúnistar gátu ekki á sínum tíma varið vináttusamning Hitlers og Sta- líns; margir ítalskir kommúnistar hafa átt erfitt með að skilja, hvernig Karl rs#s#^#N#S#S#S#N#N#S#S#S#N##S#S#S#N#S#r#S#S#N#S#^ l Kjarni skoðana Russells i greininni, sem hér birtist, er: ,Jlikar þjóðir og ríkir einstaklingar taka yfirleitt afstöðu með Ameriku; fá- tækar þjóðir og fátœkir einstaklingar taka yfirleitt afstöðu með Rússlandi." „Kenningar Karls Marx hafa tvö- faldan áróðursþunga vegna þess, að þær skirskota að nafninu til til skyn- seminnar, en i raun og veru skirskota þær til tilfinninganna." „Ef hægt verður að fyrirbyggja stríð næstu 10 árin, þá þarf ekki til styrjald- ar að koma við Rússa." „Vonin um frið felst i þvi, að Vest- urveldin verði greinilega langtum her- sterkari en Sovélríkin þangað til nýtt andrúmsloft hefur skapazt i alþjóða- málunum." „Það er ómögulegt að liugsa sér, að slrið sé þess virði að heyja það nema það sé þess virði að vinna það með þeim vopnum (atom- og vetnis-sprengj- um), sem völ er á." Cr >>###*#»##*###<*»##»##'#'# #<##s#»##'#^##»##>#«'###'#J Marx sannaði, að þeir ættu að láta kröfur sínar um Trieste niður falla. En satt er það, hingað til ber tiltölu- lega lítið á því, að hið járnharða skipulag sé að brotna niður. Hins vegar hlýtur sú spurning að vakna, hvort það verði eins sterkt framvegis og það hefur verið hingað til. Þriðja nýungin er sú, að nú eru aðeins tvö sterk stórveldi í heiminum. Og sú fjórða er eyðileggingarkraftur vopns þess, sem notað verður, ef „kalda stríðið" verður „heitt stríð". Brýzt styrjöld út? Verður kalda stríðið heitt stríð? Ekki veit ég meira um þetta en hver og einn hugsandi blaðalesandi, sem vel fylgist með fréttum. En það eru eigi að síður nokkur atriði, sem ég vil benda á, í þessu sambandi. Eg er þeirrar skoðunar, að það sé ógerningur að semja við valdhafana í Kreml. Þeir munu hefja stríð, hve- nær sem þeir telja aðstæðurnar sigur- vænlegar fyrir sig. „Spádómar komm- únismans" segja, að raunverulegur friður komist ekki á í heiminum fyrr en kommúnisminn hafi sigrað. Þenn- an „spádóm" kommúnismans halda þeir Stalin og allir hans fylgjendur enn í heiðri, enda þótt þeir hafi varp- að ýmsum greinum og „spádómum" kommúnismans fyrir borð. Við þetta (Framhal'd á bls. 19) 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.