Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Qupperneq 28

Samvinnan - 01.06.1950, Qupperneq 28
EINN HEIMUR (Framhald af bls. 26) skapartilLinningnar rekast á, hvar stendur þá föðurlandið?" Belgía Lœknir: „Við erum að nálgast alheimsstjórn, þar sem heiminum er skipt upp á milli þriggja stórvelda. Við þörfnumst meiri samdráttar á veröldinni en þetta; við þurfum eitt tungumál, einn gjaldmiðil og eina stjórn." Bretland Byggingameistari i Glasgow: „Þetta er allt ofur einfait. Það þarf aðeins að stöðva hina þjóðernislegu sögukennslu. Ósamkomulagið í ver- öldinni er ávöxtur rangs uppeldis." Venjulegur Breti: „Hugmyndin er góð, en ófram- kvæmanleg nú, eða jafnvel ævinlega. Við erum ekki komnir nógu langt frá öpunum á þróunarbrautinni. Við segjum enn: „Ég á þetta land. Hafðu þig á brott!“ Embœttismaður: „Sérhver túristi, sem kemur til Bret- lands, getur fengið ókeypis læknis- hjálp, alveg eins og heimamenn. Ein- hvern tíma kemur að því, að allir geta fengið ókeypis læknishjálp alls staðar í veröldinni.“ Slökkviliðsmaður: „Ég trúi á eitt konungsríki og einn konung, Jesús Krist, og ég liugsa að einn heimur sé hluti þessa alls og lík- lega er það þetta, sem biblían á við.“ Frakkland Dýralœknir: „Fyrst reyndi Napóleon það, síðan Hitler. En hvorugum tókst að þurrka burt landamæri, tolla og vegabréf — með valdi. Það væri gott ef einhver reyndi þetta og notaði til þess ofur- litla skynsemi. Ef við getum sameinað Evrópu, getum við sameinað allan heiminn.” Italia Götusali: „Alheimsstjórn er fallegur draum- ur, en ég hefi engan tíma til dag- drauma. Ég sel sjálfblekunga. Ég verð fyrst að hugsa um sjálfan mig og reyna að hafa í mig. Þú segir að menn tali um Evrópuráð. Ég segi að ég selji sjálfblekunga.“ SVIPIR SAMTÍÐARMANNA (Framliald af bls. 27) óbrotna fæði, ásamt þaulsætni við skyldu- störfin, hafa komið meinlætaorðinu á Sir Stafford og vakið þá illgirnislegu getgátu, að honum þyki fróun að því að gera líf ann- arra eins súrt og sitt eigið. EN lífið hefur vissulega ekki verið honum súrt. Hann er fæddur 24. aprfl 1889, og er fjórði sonur lávarðarins af Parmoor, sem var frægasti sérfræðingur Breta í kirkjurétti á sinni tíð, um skeið íhaldsmaður, en síðar jafnaðarmaður. Cripps gekk á Winchester- skóla og las síðan lög. Hann vakti snemma athygli fyrir frábærir námsgáfur og þótti ágætt vísindamánnsefni. Hann er meðlimur konunglega brezka vísindafélagsins, eini ráð- herrann, sem þeirrar sæmdar er aðnjótandi. Parmoor fjölskyldan er vellauðug, og árið 1911 giftist Cripps inn í milljónerafjölskyldu. Lögfræðileg störf hans á fyrirstríðsárunum færðu honum og geysilegar upphæðir. Fjár- afli hefur því jafnan staðið traustum fótum. En þau hjónin hafa aldrei borizt á. Sir Staf- ford hefur ekki gaman af veizluhöldum og samkvæmum eða viðhafnarbúnaði heima fyr- ir. Hugur hans hefur alla tíð beinzt að þjóð- félagslegum og alþjóðlegum úrlausnarefnum og að trúmálum. Hann er mjög trúaður mað- ur og lætur sig trú- og kirkjumál miklu skipta. Það er algengt, að hann flytji prédik- anir í kirkjum sem leikmaður, og fyrir skemmstu kom út safn slíkra prédikana hans og heitir bókin: Drottinn í heimi vorum. Fyrir nokkrum árum birti The Times í London palladóm um hinn þá upprennandi stjórnmálaskörung. Þar var honum lýst svo, „að útlit hans benti til þess, að hann myndi af frjálsum vilja ganga á bálköstinn fyrir hugsjónir sínar, og senda aðra á hann fyrir þeirra hugsjónir." Sagt er, að Stalin hafi kvartað undan Sir Stafford, er hinn síðar- nefndi var sendiherra í Moskvu. Stalin kvað hafa talið hann heldur geðþekkan náunga, en honum fylgdi sá leiði galli, „að hann vill ævinlega rökræða við mig um kommúnism- ann‘‘. — Vinir Cripps segja, að bezta lýsingin á honum hafi komið fram í umgetningu há- skólans í Liverpool hér um árið, er hann var gerður að lieiðursdoktor í lögvísindum: „Þetta er maður, sem skoðar stjórnmál hvorki sem baráttu né leik, heldur þjónustu. Vér játum kosti hans, enda þótt vér kvörtum und- an þeim“. Verzlunarsýning í U.S.A. Bandaríkin hafa ákveðið að halda verzl- unarsýningu í Chicago dagana 7.-9. ágúst. Ei í ráði að þctta verði alheimssýning, og munu Evrópu-, Ameríku- og jalnvel Asíuríki taka þátt í henni. Vestur-Evrópuþjóðirnar hafa þegar sótt unt 250.000 ferfeta sýningarsvæði undir vöru- sýningar sínar. A meðal þessara þjóða er t. d. Finnland, sem mun leggja áherzlu á að sýna trjáviðarframleiðslu sína og iðnaðarvörur úr trjáviði. Mörg firmu í ýmsum ríkjum Suður-Amer- íku hafa líka sótt um stór sýningarsvæði. Ekki er kunnugt um, hvort ísland verði þátttak- andi, en þarna virðist tilvalið tækifæri til þess að sýna íslenzka fiskiðnaðarframleiðslu, frosin fiskflök og saltfisk. Kaffiverðið. Kaffi er dýrara á heimsmarkaðinum nú en áður. Þetta á ekki bara við um ísland og stafar ekki eingöngu af gengislækkun. Á- stæðan er engu síður sú, að heildsöluverð kaffis hefur hækkað úr 26 upp í 46 cent pundið í Bandaríkjunum. Þessi verðhækkun á kaffi í Bandaríkjunum stalar af því, að Brazilíumenn framleiða minna, en Ameríku- menn drekka meira kaffi nú en fyrir stríð (65 af hundraði af Braziliukaffiframleiðsl- unni fer til U.S.A.). Brazilíumenn eru mjög ánægðir yfir kaffi- markaðinum. Nú vita þeir, að þeir þurfa ekki að brenna kaffi í stórum stíl, eins og þeir urðu að gera hér áður fyrr. Þeir lrarn- leiða bara minna. Hagfræðilega séð ætti aukin eftirspurn á kaffi í Bandaríkjunum og minna framboð á því frá Brazilíu að verða til þess að ýmis hitabeltislönd fari að framleiða meira kaffi en hingað til. En raunveruleikinn er ekki alltaf samferða liagfræðikenningunum. Filippseyjar sækjast eftir erlendu fjármagni. Filippseyjastjórn hefur nýlega fellt úr gildi ákvæði þau, sem áður hindruðu erlendar fjár- festingar í landinu. Nú er gjaldeyrir landsins að mestu settur frjáls, svo að erlendir ein- staklingar og erlend firmu geta fest fé í land- inu og flutt arðinn af fjármagninu út aftur. Kopar og zínk hækka í verði. Það er mjög mikil eftirspurn eftir alls kon- ar málmum í Bandaríkjunum um þessar mundir. „Hefur þetta orðið til þess,“ segir brezka blaðið Economist nýlega, „að verð á ýmsum málmum liefur hækkað verulega í verði. Kopar hefur t. d. hækkað úr £148 tonnið í £156.... Sama máli gegnir með zink. Það hefur líka hækkað allmikið af sömu ástæðum. í Bandaríkjunum hækkaði zinkpundið um hálft cent nýlega og í Bret- landi hækkaði zinktonnið um £4, þ. e. upp í £95, l/2 tonn. 28

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.