Samvinnan - 01.12.1952, Blaðsíða 5
fleygt út til að binda enda á hávað-
ann. Af einhverjum ástæðum minnir
þetta atvik okkur á hin grimmilegu
barnamorð Heródesar.
Loks kemst friður á. Það er þögn í
tíu til fimmtán mínútur. Þá heyrast
nokkur riffilskot hvert á fætur öðru.
Það virðist hafa komið til árekstra við
markalínuna milli Gyðinga og Araba
— þrátt fyrir vopnahléð — en línan
liggur gegnum borgina miðja. Nú
gefum við upp alla von um svefn,
því að gistihúsið og borgin fyrir utan
eru að vakna til lífsins. Fyrstu götu-
/alarnir hrópa upp ágæti vöru sinnar.
Það er barið harkalega að dyrum hjá
okkur og svartskeggjaður Arabi sting-
rr inn höfðinu til að bjóða okkur
nýtt brauð.
Þegar við komum út í blindandi
sólskinið, þekkjum við varla borgina
frá nóttinni áður. Á götunum er
krökkt af fólki og ber mest á mönn-
urn í marglitum skikkjum. Blæju-
huldar konur ganga kattmjúkum
skrefum fram og aftur í þvögunni.
Aragrúi af tötrum klæddum börnum
leikur sér á götunni — eða betlar.
Hungraðir hundar snuðra í eitt og
annað. Asnar með þungar byrðar eru
reknir áfram með hrópum og köllum.
Nýju grænmeti utan úr sveitinni
hefur verið raðað á götusteinana til
sölu, en varla verður sagt að það sé
lystilegt. Ivjötvörur eru einnig lagð-
ar fram til sölu, en urmull af svört-
um flugum leggst á þær. Ýmis kon-
ar réttir eru matreiddir á götunni og
boðnir þar fram. Götusalarnir draga
að sér athyglina með því að slá sam-
an málmkastanettum og hrópa há-
stöfum. Úr hátölurum berst arabisk
tónlist, jass og fyrirlestrar um hvað
eina.
Því hærra, sem sólin stígur, því
hærri verður hávaðinn á götunum og
því verri ólyktin í þessum yfirfulla
borgarhluta. Við göngum aftur eftir
Via Dolorosa, máttlaus af hitanum og
það liggur við, að okkur klígi af ó-
þefnum. Við göngum undir steinboga,
þar sem Pontíus Pílatus stóð. Við
göngum sömu leið og Kristur gekk
með krossinn — og staðnæmumst uppi
á Golgatahæð, skammt frá hvítu hvolf-
þaki Kfrkju hinnar heilögu grafar.
Þaðan liggur krókótt gatan að
hinu ævaforna Damaskusldiði. Stórir
dúkar hafa verið hengdir upp utan
Þannig er nu umhorjs d Via Dolorosa og Golgatahœð í Jerúsalem.
húsanna til að skapa skugga af sólu.
Við göngurn gegnum þröng manna og
dýra, og komumst út á Damaskus-
torgið.
Hér eru mörkin milli Gömlu og
Nýju Jerúsalemborgar. Það er gadda-
vírsgirðing eftir markalínunni og
herverðir báðum megin hennar. Að-
eins nokkrir útvaldir, sem liafa við-
eigandi vegabréf, fá að fara yfir lín-
una, en margir horfa löngunaraugum
inn í nýborgina, þar sem gnótt er
góðra íbúða. Einhvers staðar á þess-
um slóðum voru skotin í nótt. Átök-
unum um Jerúsalem er engin veginn
lokið.
Göturnar i ganila borgarhlulanum i Jerúsalem
eru dimmar og rakar og viða engum jarartœkjum
fœrar.
Síðastliðið haust dvöldust hér á
landi sænsk hjón og tóku kvikmyndir
af landi og þjóð fyri’r efnahagsstofn-
unina í París. Er þetta hluti af kvik-
myndatökum víða í Vestur-Evrópu og
verða myndirnar sýndar með textum
á ýmsum málum. Wahlgren hjónin
hafa áður ferðazt um fjölda landa og
tekið kvikmyndir, en einnig safnað
efni í blaðagreinar, er birzt hafa víða
um lönd. Meðan þau dvöldust hér á
landi keypti Samvinnan tvær greinar
af frúnni, aðra um stutta dvöl í Jerú-
salem, en hina um samvinnustarf á
kaffiekrum Austur-Afríku. — Fyrri
greinin birtist hér með.
5