Samvinnan - 01.12.1952, Side 6
Snillingurinn Michelangelo
Hann hjó myndir, málaði veggi og reisti hallir og kirkjur af fádæma snilld
Gjörvallri Flórenz-borg var hulin
ráðgáta, hvað var að gerast bak við
timburvegginn háa. Mánuðum og nú
árum saman höfðu vegfarendur heyrt
þungan hávaðann, þegar hamarinn
skall af afli á meitlinum. En eins og
allir vissu, þá hafði þessi margumtal-
aða marmarahella verið eyðilögð,
þegar myndhöggvarinn, sem lét gera
helluna, háa og óheyrilega mjóslegna,
hjó stórt og þríhyrnt gat niður við
fótstallinn. Margur listamaðurinn
liafði síðan litið helluna girndarauga,
en þó stóð hún ósnert áratugi, eins
og ósigraður risi.
£n þá var það einn mánudags-
morgun (13. september 1501), að hinn
ungi Michelangelo Buonarroti gekk
fram með meitil í hönd til að fást við
risann. Hann stritaði stanzlaust í 4 ár.
Þegar dómararnir sáu, hverju hann
hafði fengið áorkað, gáfu þeir hon-
um 400 gulldúkata í heiðurslaun og
buðu honum að velja styttunni stað.
An þess að hika valdi Michelangelo
stað þar, sem mest bar á í Flórenz,
fyrir framan þungbúna höllina við
„Torg aðalsins".
Fjörutíu rnenn strituðu í fjóra daga
við að flytja styttuna á sinn stað. Og
Eftir
Donald Curos Peattie
þann dag í dag stendur Davíð, risa-
baninn, og horfist í augu við óvin
sinn, Golíat. Sérhverjum galla liell-
unnar hafði verið breytt í listaverk.
Steinninn, alltof langur og eftir því
mjór, var orðinn að stæltum líkama
hnarreists íþróttamanns. Gatið við
fótstallinn myndaði bilið milli
sterkra fótleggjanna. Vöðvar, sinar og
sérhver æð í þöndum líkamanum eru
rnótuð af frábærri nákvæmni, rétt eins
og funheitt blóð ungs bardagamanns
streymi þar um. Eins og öll listaverk
Michelangelos, er Davíð aðeins mynd,
höggvin í stein. Hann er lifandi sann-
leiki. Enn þá gengur margur Golíat
laus í heiminum og Davíðarnir ganga
enn til móts við þá með hnyklaðar
brúnir og óttalaus augu.
Michelagniolo di Ludovico Buan-
arroti Simoni fæddist 1475 í Capnese
við upptök Tíberfljóts í Mið-Ítalíu.
Brjóstmylkningnum var komið í fóst-
ur hjá konu steinhöggvara og síðar
sagði Michelano;elo oft í gamni. að
o o O
úr mjólk fósturmóður sinnar hefði
hann fengið gáfuna og löngunina til
að hamra grjót.
Móðir hans dó, þegar hann var að-
eins 6 ára, og hann var orðinn sex-
tugur, þegar hann komst næst í kynni
við ástúð og umhyggju elskandi konu.
Hann ólst upp í grófu umhverfi karl-
mannanna, meðal eigingjarnra, smá-
borgaralegra bræðra, sem betluðu af
honum allt hans líf. Faðir hans var
heimtufrekur karl, síkvartandi.
Drengnum gekk illa í skóla. Hann
teiknaði öllum stundum, og var bar-
inn, en er það bar engan sýnilegan
árangur, var hann barinn aftur og
meira. Þróttinn til að standast fleng-
ingarnar tókst að berja úr veikbyggð-
um líkama hans, en listamaðurinn
stóð óbrotinn eftir.
Buonarroti vildi fyrir hvern mun
hafa eitthvert gagn af þessum þrjózka
strák sínum, og þrettán ára gamall
var hann settur í vinnustofu hinna
frægu Ghirlandaio-bræðra í Flórenz.
Þar fékk hann sína fyrstu og síðustu
tilsögn í meðferð lita. Einn góðan veð-
urdag, þegar hópur lærlinga var að
dást að kvenmannsmynd eftir Domi-
nio Ghirlandaio, tók Michelangelo
upp gildan blýant og lagaði mynd-
ina. Og ekki nóg með það. Dontino
sá, að framhleypni stráklivolpurinn
hafði á réttu að standa. Michelangelo
var vísað á dyr ( en með beztu fáan-
legum meðmælum). Eftir nokkuð
flakk lenti hann í listaverksmiðju
Bertolds, myndhöggvarans, sem fram-
leiddi höggmyndir í hálfklassiskum
stíl fyrir Lorenzo de Medici, auðug-
asta bankamann Evrópu og ókrýndan
einræðisherra Flórenz-borgar. Hann
hafði viðurnefnið „Hinn óviðjafnan-
legi“, vegna taumlausrar eyðslu og
íburðarmikils listasmekks.
Michelangelo var notaður til að
höggva útlínur í marmarahellur í
Medici-görðunum. Dag frá degi þrekn-
Þetta meistaraverk er hluti aj lofti Sistinsku kap llunnar og er eitt frtcgasla málvcrk Michelangelos.
Það sýnir sköpun mannsins, til hagri skaparann, en til vinsttri Ailani.
6