Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1952, Qupperneq 10

Samvinnan - 01.12.1952, Qupperneq 10
„Blessaður maturinn, bölvað brimið,/ Þegar vetrarskipib Miaca bjargaði jDÍngeyskum samvinnubændum frá skorti og uppgjöf Úr þjóðsögum og ævintýrum þekkj- um við öll fjölmargar sagnir um mannvænlega menn og konur, er sú ógæfa lienti að verða fyrir illum álög- um óvætta eða varmenna. Okkur eru í fersku minni myndir þær, er ævin- týrasagnirnar bregða upp af hina illa hlutskipti og liinni ömurlegu ævi þessara ógæfubarna. Hversu þeinr var meinað að njóta eðliskosta sinna með- an álagahamurinn hvíldi á þeim. Menn og konur, sem fundu sig borin til lífshamingju og göfugra starfa, máttu þreyja langa ævi án þess að vinna þær dáðir, sem hugur þeirra þráði. Okkur eru líka kunn úr þjóðsög- unum hin góðu endalok, sent þessi ævintýri fengu oft, þegar einhver göf- ugur maður eða kona bar gæfu til þess að rjúfa álagadrómann og veita hinum langþjökuðu ógæfubcirnum frelsi á ný. Frelsi til þess að lifa og starfa að hugðarefnum sínum, frelsi til þess að njóta lífsins í starfi og eðli- legu samfélagi við meðbræður sína. Af frásögnum ævintýranna skynj- um við fögnuð hinna frelsuðu manna, þegar fjötrar þeirra brustu, þegar álagahjúpurinn leystist upp og þeir fundu að þeir voru frjálsir athafna sinna á ný. En hafa þá slík ævintýri sem þessi einhvern tíma raunverulega gerzt? Eru þau nokkuð annað en óskadraum- ur fátækrar þjóðar, sem hefur ornað sér við yl sagna og ævintýra, þegar kaldast blés í lífsbaráttu hennar? Frá sjónarmiði bókstafskrókamanna verð- ur svarið neikvætt. En dýpra skoðað kemur í Ijós, að sannleiksgildi þessara þjóðsagna, hinu táknræna, verður ekki haggað. Því verður aldrei með réttu neitað, að ýms ævintýri hafa gerzt með þjóð okkar á liðnum öldum. í þeim ævintýrum hafa skifzt á skugg- Eftir Þóri Friðgeirsson Erindí þetta flutti höfundur á sam- komu Kaupfélags Þingeyinga í Húsa- vík 2. apríl s.l., er félagið minntist komu vetrarskipsins Miaca til Húsa- víkur fyrir 65 árum. ar og skin, og Jn í betur hafa þau ævin- týri í mörgum tilfellum átt liinn góða endi. Hver neitar því, að þjóð okkar hafi sætt mörgum illum álögum á liðn- um öldum? Og hver mundi neita því, að mörgum illum álögum hafi verið af henni létt fyrir atbeina göfgra sona hennar og dætra, líkt og gerist í ævin- týrasögnunum? Naumast mun nokk- ur, sem sögu þjóðarinnar þekkir, því neikvæði gjalda. Einhver hinn þungbærasti og ör- lagaríkasti álagahamur, sem yfir ís- lenzku þjóðina hefur . fallið, er verzlunaránauðin danska. Sú áþján mergsaug þjóðina um aldaskeið og larraði svo viðnámsþrótt liennar gegn náttúruhamförum, eldgosum og við hafísum, að við landauðn lá. Und- ir ofurþunga álagahams einokunar- innar dönsku og síðan arftaka hennar, selstöðukaupmannanna var líkamlegt og siðferðilegt þrek þjóðarinnar kom- ið næst því að bresta með öllu. En hér gerðist ævintýri. Þjóðin var leyst úr hinum illu álögum. Drómi verzlunaráþjánarinnar var rofinn. Það ævintýri hófst hér í Þingeyjarsýslu fyr- ir sjötíu árum síðan. Það hófst með stofnun Kaupfélags Þingeyinga. Samvinnuhugsjónin, samvinnan, var sú góða dís, er ntegnaði að rjúfa þann Gleypni, er verzlunaránauðin hafði öldum saman reynzt íslenzku þjóðinni. Það er ekki ætlun mín að rekja hér eða rifja upp sögu þeirrar félagsstofn- unar, eða minnast sérstaklega ein- stakra manna, er fyrir þeim málum stóðu í öndverðu. Stofnunar Iv. Þ. hefur verið minnzt nú nýlega í út- varpserindi og einnig í allítarlegri rit- gerð í Samvinnunni (marzhefti). En ég vil ekki láta hjá líða að benda á það og undirstrika það, að þegar hugmynd- in um stofnun Kaupfélags Þingeyinga fæddist í hugum hinna þingeysku bænda, sem að vísu voru fjölmenntað- ir, þótt óskólagengnir væru, höfðu þeir enga hugmynd um, að 38 árum áður, eða árið 1842 höfðu nokkrir vefarar í Rochdale stofnað fyrsta kaupfélag í heimi. Það er afar athyglisvert og merkilegt umhugsunarefni, að þessi tvö félög, stofnuð sitt í hvoru landi við gjörólíkar aðstæður, að öðru leyti en því, að í hlut áttu fátækir menn, er bjuggu við illa og óhagstæða verzlun, leggja bæði megin áherzlu á sömu at- riðin í samþykktum sínum og rekstri þegar í upphafi. Sá atburður, sem hér verður frá sagt, gerðist þegar Kaupfélag Þingey- inga hafði starfað í fimm ár. Sá atburð- ur er koma gufuskipsins Miaca, sem nefnt hefur verið „Vetrarskipið“, til Húsavíkur. Marga byrjunarörðugleika átti K. Þ. við að stríða á fyrstu starfsárum sínum, en jafnt og þétt þokaðist starfsemi þess , í fastara form. Reynslan kenndi og mótaði félagsskapinn. Eftir fimm ára starfsemi var svo komið, að forstöðu- mönnum og eigendum selstöðuverzl- unarinnar í Húsavík var fyllilega ljóst, að hið unga samvinnufélag var orðinn verulegur keppinautur og mundi þó verða enn hættulegri keppinautur, er fram liðu stundir. Veturinn 1886 til 1887 gerðust því 10

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.