Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1952, Qupperneq 28

Samvinnan - 01.12.1952, Qupperneq 28
á íslandi, þar sem hann sagði meðal annars: „Allar hersveitir eru hérmeð aðvaraðar um það, að hér verður ekki hörfað úr neinu virki. Hver varðstöð skal verða varin til síðasta rnanns og síðasta skots.“ Núverandi foringi varnarliðsins, Brownfield, sagði nýlega, að varnar- liðið væri hér til að verja ísland og einskis mundi verða látið ófreistað til að fullnægja því hlutverki. Sameinuðu þjóðirnar (Framh. af bls. 17) vera ótíndur ævintýramaður, nýslopp- inn úr fangelsi, og hafði þá reynslu eina af sjó að hafa verið hjálparkokk- ur á fljótabát í stuttan tíma. — Einn- ig heyrði ég dæmi þess, að þessir al- þjóðlegu starfsmenn féllu fyrir tilboð- um alþjóðlegra smyglhringa, enda sleppa slíkir menn oftast við landa- mæraeftirlit sem erindrekar Samein- uðu þjóðanna. En þetta eru undan- tekningar frá miklu, nytsömu og dyggilegu starfi deildarinnar. Sjötta deildin er svo deild almennr- ar þjcnmstu fyrir fundi og ráðstefnur. Dagskrárundirbúningur, skýrslugerðir ýmsar og fleira falla þar undir. Sjöunda deildin tekur aðeins til mdla innan stofnunarimiar sjálfrar. Er það deild, er fjallar um starfsmanna- hald og fjármál skrifstofunnar. Áttunda aðaldeildin er upplýsinga- deildin, sem vinnur ákaflega mikið starf. Undirdeildir hennar gefa út alls konar pésa og tímarit, halda stöðugu sambandi við blöð og útvarp, reka upplýsingastöðvar í hininn ýmsu lönd- um og reyna á allan hátt að útbreiða þekkingu og auka velvild í garð Sam- einuðu þjóðanna. Af persónulegum ástæðum tef ég síðasta, en ekki sízta, lögfrœðideildina. Hún skiptist í þrjár undirdeildir. Al- menna deild, sem leiðbeinir stofnun- um S. Þ. og ritaranum um lagaleg at- riði, kveður á um túlkun stofnskrár sanrbandsins, aðstoðar við samningu alþjóðlegra sáttmála, kemur fram sem lögfræðilegur samningsaðili og sak- sóknari S. Þ., ef á þarf að halda, og margt fleira. Önnur undirdeildin er deild, sem skráir alla milliríkjasamn- inga, og vinnur að og verndar alþjóð- leg réttindi starfsmanna bandalagsins. — Þriðja undirdeildin er ef til vill sú deild, senr nresta þýðingu hefur með tilliti til franrtíðarinnar. Er það deild sú, sem vinnur að þróun og samræm- ingu alþjóðaréttar; hún vinnur beint að rannsókna- og vísindastörfum á því sviði, og þjónar um leið einnig lrinni alþjóðlegu lögfræðinganefnd, sem alls- herjarþingið hefur stofnsett í því sanra skyni. Ég hef nú reynt að draga upp nokkra nrynd af þeinr störfum, sem unnin eru í aðalbækistöðvunr Sanreinuðu þjóðanna, og langar mig nú til þess að nrinnast á fólkið, senr störfin vinn- ur. Til þess að öðlast trúnað allra með- limaríkja S. Þ. lrlýtur skrifstofan að þurfa að hafa mjög alþjóðlegan blæ, enda leggur stofnskráin ríka áherzlu á þetta atriði. Hún segir, að starfs- fólkið skuli lrvorki leita né taka á móti fyrirmælum frá nokkurri ríkis- stjórn, né lreldur frá nokkru yfirvaldi utan skrifstofu S. Þ. Til þess að skrif- stofan fái þennan alþjóðlega blæ, verður að reyna að hafa starfsfólkið frá sem flestum löndum heimsins, enda er nú starfsfólk skrifstofanna frá meira en 60 þjóðlöndum. Reyndar eiga ekki öll meðlimaríki starfsmenn í skrifstofunum, en hins vegar eru starfsmenn þar frá mörgum ríkjum, sem standa utan S. Þ. Starfsmenn í New York eru upp undir 3500, en í Genf uin f200. Vita- skuld er ekki hægt að velja allan þenn- an fjölda frá fjarlægari löndum. Vél- ritunarstúlkur og hraðritarar, sendi- sveinar og hvers konar þjónustulið allt er ráðið úr næsta nágrenni. Sérmennt- aðir menn eru hins vegar ráðnir eins og hægt er eftir landfræðilegri skipt- ingu, hlutfallslega eftir stærð þjóð- anna. Þannig hafa t. d. íslendingar rétt til að hafa 3 starfsmenn, en hafa aðeins 2. Þarna blandast því saman fólk frá öllum þjóðlöndum og reynir að mynda óskipta heild. Félagslíf er mikið meðal starfsfólksins, það hefur sérstakt sjúkrasamlag, vísi að barna- skóla og mánaðarblað, en sérstakur dómstófi dæmir um þrætur, sem verða milli starfsfólks og stofnunar. Fastir íslenzkir starfsmenn hjá S. Þ. eru nú þau Kristín Björnsdóttir, er vinnur við deiid þá, er sér uin al- menna þjónustu fyrir fundi og ráð- stefnur, og Ivar Guðmundsson blaða- maður, er vinnur við upplýsingadeild- ina. Þriðji fasti, íslenzki starfsmaður- inn var Eyjólfur K. Sigurjónsson, end- urskoðandi. — Ennfremur vinnur þar, svo sem flestum mun kunnugt, Daði Hjörvar, útvarpsþulur og fréttamaður. Oddamaður þessarar miklu stofn- unar er, svo sem öllum er kunnugt, Norðmaðurinn Trygve Lie, og býr hann svo sem vera ber á efstu hæð skýjakljúfsins. Hann er nokkurs kon- ar framkvæmdastjóri skrifstofunnar og hefur úrslitavald um allar mannráðn- ingar og allt starfsskipulag. En hann hefur ekki aðeins þetta framkvæmda- vald, heldur hefur liann ýmsar póli- tískar skyldur gagnvart S. Þ. í lieild og gagnvart allsherjarþinginu. Hann kemur fram sem ritari við fundi alls- herjarþingsins og ráðanna, og hann semur árlega skýrslu um störf banda- lagsins til allsherjarþingsins. Hann hefur vald til þess að setja atriði á dagskrá öryggisráðs, og hann getur kallað sarnan aukaþing allslierjarþings- ins, ef meiri hluti ríkja í öryggisráði fer þess á leit, og í sérstökum tilfellum hefur hann fjárveitingavald, sem ann- ars aðeins er hjá allsherjarþinginu. Það gefur því að skilja, að mikil ábyrgð hvílir á þessum manni, enda skiptast mjög skin og skúrir á í lífi hans. Er hann til dæmis beitti sér fyrir því, að alþýðuríkið í Kína fengi sæti Kína hjá S. Þ., var hann úthróp- aður sem versti kommúnisti í Banda- ríkjunum, og var þar mjög haft á orði að neita að styðja hann til endurkjörs. Síðan Kóreustríðið brauzt út aftur á móti, er liann mjög vinsæll þar vestra, en Rússar viðurkenna hann hinsvegar ekki lengur sem aðalritara. Að þessu sögðu er það vonandi les- andanum eitthvað ljósara, að þrátt fyr- ir rifrildi og málþóf á allsherjarþing- inu, deilur og beitingu neitunarvalds í öryggisráðinu, fer á hverjum degi fram rnikið og öruggt starf til eflingar alþjóðaheill fyrir atbeina S. Þ. En bet- ur má, ef duga skal. Gerum okkur því ljóst, að við erum allir alheimsborg- arar, og á sérhverjum okkar hvílir sú skylda að stuðla að friði í heiminum og bæta úr skorti náungans. En þetta er einmitt höfuðverkefni Sameinuðu þjóðanna. 28

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.