Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1952, Side 30

Samvinnan - 01.12.1952, Side 30
TEFLT Á TVÆR HÆTTUR Áræbi og fíflcHrfsku þarf oft til að ná fé úr klettahillum og foræðingum Sótt jé í Einbúa. I Grunnavíkurhreppi í Jökulfjörð- um geta ekki talizt langar leitir frem- ur en annars staðar á Vestfjörðum, en víða getur þar þó orðið torsótt að ná fé úr klettahillum og þræðingum, svo að mikið áræði og mikla færni þarf til. Einn fífldjarfasti og um leið fær- asti maður til þeirra hluta þar mun hafa verið Einar Bæringsson, bóndi og hreppstjóri að Dynjanda, fæddur 1862. Skulu hér sögð dæmi þessa. A meðan fært var frá, voru öll lömb og geldfé flutt frá bæjunum Höfða og Dynjanda í Grunnavíkurhreppi yfir í Lónafjörð strax á vorin og höfð þar f afrétti yfir sumarið. Þar er svo gott beitiland, að tæplega verður á betra kosið. En oft gekk erfiðlega að ná fénu þaðan aftur, því að bæði er þar víðátta allmikil og vondir klettar, einkurn í fjallinu Einbúa, sem er hrikahátt fjall fyrir botni Lónafjarð- ar. Er það allt með hillum og þræð- ingum hið efra svo mjóum, að kindur smjúga aðeins eftir þeim, en á einum stað tekur hillur þessar allar sundur af djúpu gili, sem ekkert kemst yfir nema fuglinn fljúgandi. Undir klett- unum er grasi gróin snarbrött hh'ð., og ganga Lón inn í hlíðina með háum klettum yfir. Fellur sjór þar ekki und- an um fjöru. Eitt sinn á búskaparárum Einars Bæringssonar á Dynjanda bar svo við, að rnargt fé vantaði eftir fyrstu leit í Lónafirði, bæði frá Höfða og Dynj- anda. Fóru þeir þá í eftirleit Einar og Páll Halldórsson, bóndi á Höfða. Fóru tveir vinnumanna þeirra með þeim. Venja var að fara á bát yfir í fjörðinn, og svo gerðu þeir að þessu sinni. Fjórða bindi hins vinsæla rits, Göngur og réttir, er komið út hjá Norðra og eru í því sagnír af Vestur- og Suðurlandi og úr Vestmannaeyjum. Bragi Sigurjónsson bjó til prentunar. Hér birtist kafli úr bókinni. Þegar þeir félagar komu í Lónafjarð- arbotmnn, þar sem Miðkjós heitir, en það er norðanvert við fjallið Einbúa, þá sjá þeir þar margt fé. En er féð verður manna vart, tekur það sprett- mn til fjalls og hverfur upp af brún- um. Einar vaið þeirra fjórmenning- anna viðbragðsfljótastur að elta hóp- inn og ke.nst loks fyrir hann eftir mikinn eltingaleik framundir svo- nefndum Snók, en það er fjall eða hnjúkur alllangt norður af Lónafirði. Hinir mennirnir misstu sjónar af Ein- ari og fénu og tóku það ráð að bíða. Einar kemur nú fénu niður aftur, en þó við illan leik, því að það rakst illa í hóp og sótti sumt á að verða eft- ir, en annað rann hratt á undan. Fór því svo að lokum, að fyrstu kindurn- ar komust í eina hilluna í Einbúa fyr- ir ofan miðja kletta, og sýndist nú ekki árennilegt að sækja það þangað, en Einar hikaði þó hvergi. Hélt hann á eftir kindunum í hilluna, unz sú fremsta kom að gilinu djúpa, sem fyrr er nefnt. Stóð þá röðin einföld föst fyrir framan hann. Einar kallar nú til félaga sinna, að þeir komi með bönd úr bá^num, hann ætli að há- binda féð þarna. En enginn þeirra treysti sér til hans. Varð það þá fanga- ráð hans, að hann skreið flatur und- ir hverja kindina af annarri og sneri þeim við yfir sér, svo að þær rvnnu til baka úr hillunni. Gætti hann þess að vera sem næst berginu, svo að kindurnar kæmust ekki milli þess og hans og spyrntu honum svo fram af. Horfðu félagar Einars agndofa á að- farirnar, en gátu ekkert aðhafzt. Síð- asta kindin í hillunni var stór og mik- ill tveggja vetra svartur sauður norð- an úr Furufirði. Varð hann Einari erfiðastur, því að hann skalf og nötr- aði af styggð. Þó vannst hann eins og hinir. Einar kallaði nú til félaga sinna að þeir yrðu að gæta þess, að féð rynni ekki á ný í aðrar hillur, og tókst þeirn það. Var svo kreppt að öllum hópn- um niður í fjöru. Svo stóð á sjó, að háflæði var, og þegar svarti sauðurinn úr Furufirði kom á klöppina við Lónið, hikaði hann hvergi, heldur renndi sér út í og á bólakaf. Fylgdi allur hópurinn á eft- ir. Mun vera um 60 faðma sund yfir Lónið og luku allar kindurnar þeirri sundraun. 30

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.