Samvinnan - 01.12.1952, Síða 33
Sc
amumniA,
^réttir
Samkvæmt skýrslum frá innan-
ríkisráðuneyti Bandaríkjanna eru
þar í landi 70 samvinnufélög fiski-
manna, og starfa þau í 17 fylkjum.
Þau hafa til meðferðar um 1000
milljón pund af fiski árlega og er
verðgildi þessa afla talið 69 000 000
dollara.
-k
CCA, stærsta neytendasamband
Bandaríkjanna, telur nú innan sinna
vébanda 449 000 fjölskyldur, og
gengu 32 kaupfélög í sambandið á
síðastliðnu ári. Veltan.var 74 millj-
ónir dollara árið, sem leið, en það
er þó aðeins 5% af smásölu þeirra
ríkja, sem sambandið nær til.
Þrír starfsmenn dönsku kaupfé-
laganna fóru n}llega með fjölskyld-
um sínum til Grænlands til að taka
við stöðum hjá Grænlandsverzlun-
inni, og hafa þá alls sjö danskir sam-
vinnumenn farið til Grænlands til
slikra starfa. Málgagn danskra
kaupmanna, „Dansk Handelsblad“,
sér miklum ofsjónum yfir þessu og
hefur skrifað um stórkostlega hættu,
sem sé. á því, að danskir samvinnu-
menn leggi undir sig Grænlandsverzl-
unina!
★
Vetrarmynd frá Norður-SviþjóS.
HB, kaupfélagið í Kaupmanna-
höfn, bætti við sig 15 000 nýjum fé-
lagsmönnum á síðastliðnu ári og jók
veltuna um 22%, svo að hún komst
upp Á 82,5 milljónir danskra króna.
Félagið á 203 verzlanir.
★
Ungir samvinnumenn hafa nú
rnyndað með sér alþjóðlegt sam-
vinnusamband og hefur miðstjórn
þess nýverið haldið fyrsta fund sinn
í Basel í Sviss. Þetta æskulýðssam-
band mun hafa náið samstarf við
ICA og gangast fyrir margvíslegu
starfi til að efla samvinnuhreyfing-
una meðal æskumanna og kvenna
um heim allan.
Bandaríkjaþing hefur samþykkt
að heimila ríkislánastofnuninm
(RFC) að lána 30 milljónir dollara
til samvinnubygginga, og er þar með
greitt úr brýnni þörf þeirra fyrir
lánsfé.
★
L. R. Boulware, sem stjórnar
starfsmannahaldi ameríska fyrirtæk-
isins Gereral Electric, hefur sagt, að
starfsfólkið virðist miklu þreyttara á
mánudagsmorgni eftir langa og
stranga helgi en það er, þegar það
fer úr vinnunni á föstudagskvöldi!
McDonald leitaði ráða hjá vini
sínum McPerson. „Eg get ekki á-
kveðið“, sagði hann, „hvort ég á að
giftast ríku ekkjunni, sem ég elska
ekki, eða fátæku stúlkunni, sem ég
elska.“
„Þú skalt giftast stúlkunni, sem
þú elskar,“ sagði McPersoon strax.
„Það er rétt. Ég held ég giftist
henni og fylgi rödd hjartans,“ sagði
McDonald..
„Úr því að svo er,“ sagði McPer-
son,“ gætir þú gefið mér heimilis-
fang ríku ekkjunnar!“
33