Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1952, Síða 35

Samvinnan - 01.12.1952, Síða 35
Stúlkan í Svartaskógi Framhaldssaga eftir Louis Bromfield ar með augunum en munninum, og gaf þannig í skyn, að þau ættu sér leyndarmál, sem enginn nema ekillinn hans hefði minnstu hugmynd um. Svo var það, að þau hittust — að því er virtist af hreinni tilviljun, í sama fátækrahverfinu og áður. Það var að vísu ekki af tilviljun, af því að hann hafði fengið mann til að fylgjast með ferðurn hennar og komst þannig að raun um, að hún heimsótti fátæka í þessu hverfi ávallt á sama tíma, á fimmtudögum. Aftur heimsóttu þau hina fátæku sam- an og aftur ók hann henni heim, eftir að dimmt var orð- ið, og hún steig út úr vagni hans spölkorn frá heimili sínu. En í þetta skipti reyndi hún ekki að telja neinum trú um, að hún vildi ekki aka með honum. I þetta skipti gætti hún þess, að kjóllinn festist ekki í hurðinni, af því að endurminningin um það óhapp hafði legið henni þungt á hjarta. Dag eftir dag hafði hún fund- ið styrka arma hans halda sér, meðan ekillinn losaði kjól- inn. Dag eftir dag hafði hún fundið ilminn af góðu tóbaki og Kölnarvatni úr fötum hans. Dag eftir dag hafði hún kvalizt af hugsunum, sem sómakonur á þeim tíma máttu ekki láta sér til hugar koma. í skáldsögum geri ég ráð fyrir, að Mikael Denning hefði verið látinn ráðast á hana, og skilja hana síðan eftir snauða og svívirta með barni — sem síðustu hefnd gegn föður hennar. Nú var Denning ekki svo slæmur, enda þótt hann væri ósvífinn í viðskiptum. Það bjó meira í honum, og vakti annað fyrir honum. Hann átti nóg af peningum og viðurkenning „fína fólksins“ hefur varla skipt miklu máli fyrir hann eftir þetta. Það, sem hann þráði, var að eignast erfingja, skilja eftir sig ætt, láta nafn sitt lifa áfrarn í borg- inni. Ég hygg, að tilviljun hafi ráðið því, að hann valdi Söru frænku. Hann var að leita sér að hentugri konu, ekki svo ungri, að það yrði hlegið að þeim, ekki svo gamalli, að hún gæti ekki alið honum börn. Hún þurfti líka að vera af góðu bergi brotin, svo að börnin hlytu kjölfestu, sem hann hafði ekki hlotið, er hann var fátækur sveitadreng- ur. Sara frænka uppfyllti öll þessi skilyrði, og það sem meira var — hann varð ástfanginn af henni. Það var ekki aðeins fegurð hennar og yndisþokki, sem heillaði hann. Hann var viðkvæmur í eðli sínu, og það hafði djúp áhrif á hann að sjá hana hjúkra fátækum börnum. Áður en langur tími leið, uppgötvaði Denning, að í hópi „fína fólksins“ hafði hann fundið dugmikla konu, sem var verð þess að standa við hlið hans. Þegar hann varð eldri, leit hann oft á hana, hló dátt og sagði við vini sína: Sjáið þið Söru. Hún hélt að æfi sinni væri lokið, en hún vissi ekki, að hún var rétt að byrja! Kynning þeirra fór vaxandi, en þeim tókst að halda henni algerlega leyndri. Það er merkilegt, hvernig þeim tókst að halda slíkri leynd, eins og borgin þá var. Ef til vill hefur það \ erið sökum þess, að þau hittust aðallega í fátækrahverfunum og töluðust mest við í lokuðum vagn- inum. Gamli ekillinn sagði lítið. Hann hafði verið í þjón- ustu Dennings í tuttugu ár, og það hafði varla liðið svo dagur, að ekki kæmi eitthvað fyrir, sem hann yarð að þegja yfir. Svo var það dag einn, að Mikael sagði við Söru frænku: Við skulum láta gefa okkur saman! í fyrstu grét hún og maldraði í móinn, enda þótt hún vissi, að kynning þeirra var frá upphafi ekki síður henn- ar sök en hans. Hún hafði gengið um milli fátækra í svört- um fötum eins og prestskona, en jafnframt því hafði hún verið að daðra við karlmann og orðið ástfangin af hon- um! Þegar hún hafði gert hæfilegt veður út af öllu Jressu, lét hún undan og játaði bónorði hans. Þau ákváðu að 35

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.