Samvinnan - 01.12.1952, Síða 36
segja fjölskyldu hennar ekki af brúðkaupinu, en fara á
laun til Charleston, og láta gefa sig saman þar. Denning
þekkti Charleston vel og vissi, að þar mundi hann geta
haldið athöfninni leyndri. Síðan gæti hún skrifað foreldr-
um sínum þaðan.
Ég á þetta bréf hennar í fórum mínum. Það er skrifað
með fjólubláu bleki og rithöndin er furðu styrkleg af hönd
konu að vera, konu, sem talin hafði verið trú um, að hún
væri vesæll og máttvana leiksoppur örlaganna. Bréfið er
nú orðið gamalt og gult, en tímans tönn hefur ekki dregið
úr skaphita og skapfestu Söru. Hún skrifaði eftirfarandi:
Kæri faðir.
Þú mátt ekki halda, að ég sé gengin af göflunum eða
sé að finna upp einhverja fjarstæðu, þegar ég kem ekki
heim í kvöld. Ég verð farin í brúðkaupsferð rnína, því
að ég ætla að ganga að eiga Mikael Denning. Nei, ég
er ekki viti mínu fjær. Ef til vill hefði ég átt að segja
þér frá þessu fyrr, en ég óttaðist vandræði, enda var ég
ákveðin að eiga liann, hvað sem tautaði, að minnsta
kosti síðustu 5—6 vikurnar, eftir að hann bað mín.
Ég geri ráð fyrir, að þú viljir vita, iivar ég komst í
kynni við hann. Það var í heimsóknum okkar beggja
til fátæklinga. Við hittumst í fátækrahverfunum, og nú
þurfið þið ekki, hvorki þú, mamma né Súsanna, að
springa af forvitni um það.
Hann er hreint ekki eins og þið haldið, að hann sé.
Ég er ástfangin af honum og fús að ganga honurn á
vald til æviloka. Ég geri ráð fyrir, að þið munuð út-
skúfa mér með öllu, en ég ætla að halda fast við áform
mitt, og ég vona, að við sættumst fyrr eða síðar. Við
förum nú til Charleston og þaðan til New Orleans, en
komunr aftur í júní.
Með ástarkveðjum til ykkar allra,
þín óverðug en elskandi dóttir,
Sara.“
Þau komu aftur til borgarinnar í júní, og Sara frænka
skrifaði móður sinni þá þegar, skýrði henni frá því, að
þau væru fullkomlega hamingjusöm, og hún mundi koma
í heimsókn í tíundu götu þegar í stað, ef henni yrði leyft
það. Hún sendi geysimikla ávaxtakörfu með bréfinu, og
sagði, að næstu tvær vikurnar mundi hún dveljast í stóra
brúnsteinshúsinu, sem Mikael hafði reist, er hann var
giftur skassinu. Eftir það kvaðst hún mundu verða í
Newport í liúsi, sem Mikael liafði keypt fyrir hana þar.
Það gekk margt erfiðlega þetta fyrsta sumar í New-
port. Fyrst í stað kom fólk ekki nærri Denningshjónun-
um — nenra þeir, sem voru ofurseldir valdi Mikaels og
áttu því ekki annars kost. Áður en sumri tók að halla kom
þó að því, að nokkrir af fyrri vinum Söru byrjuðu að
heimsækja liana. Sú Sara, sem þeir nú sáu fyrir sér, var
gerbreytt kona. Nú var hún ekki lengur klædd í grá og
svört föt, heldur í dýrum tízkuklæðum, fögur, djarfleg
og hamingjusöm.
Það var augljóst, að Mikael Denning hafði fundið kon-
una, sem hann liafði verið að leita að, og henni ætlaði hann
að helga sig til ævdoka. Ég lield meira að segja, að henni
liafi verið sama, þótt Ijölskylda hennar sýndi engin rnerki
fyrirgefningar. Hún hafði öðlazt liamingju, sem fáar kon-
ur í hennar stétt njóta. Hún átti elskhuga, senr var bæði
villtur og ekkert tildurmenni.
Þegar þau komu aftur til borgarinnar urn haustið, opn-
aði veröldin arrna sína á rnóti þeim. Fólk kom í heim-
sóknir til þeirra og stundum fóru þau út til ntiðdegisverð-
ar. Þetta var ekki eins erfitt og tuttugu árum áður, af því
að New York var að breytast svo óðfluga. Borgin ox hröð-
um skrefum, ný hús og nýjar götur voru hvarvetna. Menn,
sem voru livorki eins ríkir eða myndarlegir og Mikael
Denning, urðu eftirlæti borgarinnar, og því hlaut að fara
svo, þegar reynsla og dugnaður Söru komu til sögunnar,
að \ irðing Dennings færi vaxandi.
Þess var ekki langt að bíða, að fjölgunar yrði von hjá
Denninghjónunum. Sara varð fljótlega með barni, og hún
hafði því gilda ástæðu til að vera lilédræg fyrstu mánuð-
ina í hjónabandinu. Liðlega níu mánuðunr eftir gifting-
una ól hún son, — son, senr átti eftir að bera ábyrgðina af
hinunr nriklu auðæfum, og átti að halda nafni ðfikaels
Denning lifandi. Fæðingin gekk illa og móðirin var nær
látin, en síðar sögðu læknarnir henni, að hún nrundi ekki
geta alið fleiri börn.
Sonurinn var skírður Ogden, sem var fjölskyldunafn
móður Mikaels. Hann var frændi nrinn og fæddist tveim
mánuðum á eftir nrér. Það átti fyrir okkur að liggja að
tengjast fastari böndunr en venjulegt er um fræridur, og
síðustu fjörutíu ár ævi lrans var ég eini maðurinn, sem
hann talaði við, að undanskildunr lögfræðingi hans og
einkaþjóni.
3.
Allt það, senr ég hef nú greint frá, er að vissu leyti að-
eins formáli að annari sögu, enda þótt það sé í raun réttri
sjálfstæð saga. Ég hef skýrt þetta svo ýtarlega, af því að
það skiptir nriklu nráli fyrir sögu þeirra Ogdens og Helenu.
Það er óþarfi að taka fram, að ættin og umhverfið höfðu
djúp áhrif á Ogden frá bernsku, og sennilega hefði líf
hans orðið allt annað, ef saga foreldra hans hefði verið
önnur og hann hefði lifað á öðrum tínra.
Sagan af Mikael Denning endaði í raun réttri ekki nreð
dauða hans sjálfs, heldur með dauða sonar lrans hálfri
öld síðar, af því að Ogden Denning var að vissu leyti ekki
annað en þáttur í sögu föður síns. Það var vegna vilja föð-
urins, senr Ogden varð til, og allt líf lrans var undir áhrif-
unr frá hinunr viljasterka og löngu látna föður.
Það var senr Ogden fæddist með skugga dauðans þegar
yfir sér. Ef til vill var það arfur frá einhverjum ættingja,
senr skorti bæði styrk föðurins og sálarþrek móðurinnar.
Þegar í bernsku var Ogden veikbyggður og hann var að
eðlisfari hlédrægur og feiminn. Ekki bætti það úr skák,
hversu mikið var látið með drenginn, því að Mikael Denn-
ing, sem nú var kominn yfir sextugt, dýrkaði barnið og
var ávallt að hugsa um, að lnrokkinn yrði „gentilmaður“.
Ogden irefði aldrei getað orðið annað, og ég hygg að
gamla manninum hafi verið það vonbrigði, að sonurinn
hafði ekki bein í nefinu. Hann, Denning gamli, hafði
gnægð af veraldarvizku og mannþekkingu. Hann hafði
sjálfur bxotizt áfram frá fátækt og neyð.
36