Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1953, Qupperneq 2

Samvinnan - 01.05.1953, Qupperneq 2
Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. Ritstjómarsími 7080. Kemur út mánaðarlega. Verð árgangsins kr. 40.00. Verð í lausassölu S kr. Prentsmiðjan Edda. Efni: Árásirnar á samvinnusam- tökin 3 íslenzka bókasafnið í Cornell 4 Konurnar og kaupfélögin 6 Samvinna á kaffiekrum Kilimanjaro 8 Dagsbrún í Ólafsvík 10 ára 10 Samvinnuskólinn 12 Sjónvarpið 13 Bóndi, samvinnumaður 15 Umferðin í Reykjavík 16 MAÍ 1953 XLVII. árg. 5. 2 ÞAÐ ER RÓSTUSAMT í stjórnmál- unum á þessu vori, og svo hefur farið, sem vænta mátti, að samvinnufélögin hafa verið mj ög dregin inn í deilur og dægurþras. Hefur verið hart að þeim höggvið, eins og rætt er um í rit- stjórnargrein á næstu síðu, og einskis látið ófrestað til þess að sverta þau og starfsemi þeirra. í ÞESSU SAMBANDI er það um- hugsunarvert, að kaupfélögin eru flest hlédræg, þegar kemur til opin- berra frásagna af starfi þeirra. Kaup- félagsstjórarnir eru flestir fyrst og fremst verzlunarmenn, sem hafa ær- in verkefni í daglegu starfi fyrir fé- lagsfólkið, og þeim er margt betur lagið en að halda uppi auglýsinga- starfsemi um sig og sitt starf. Er þetta mjög eðlilegt. HINS VEGAR verður að svara slík- um árásum, sem nú hafa verið gerðar á kaupfélögin, og bezta svarið við þeim er allur sannleikurinn um starf- semi samvinnufélaganna. Tökum til dæmis eitt kaupfélag, Kf. Vestur- Húnvetninga. Það lætur ekki mikið á sér bera á opinberum vettvangi, en þó kom að því, að gefin var skýrsla um starf félagsins á síðasta ári á aðal- fundi, og af því bárust fréttir. Þá kom í ljós, að þetta eina félag hafði endurgreitt til félagsmanna rúmlega 176.000 krónur og greitt í Stofnsjóðs- reikninga þeirra að auki yfir 27.000 krónur. Samtals hafði félagið því skilað aftur til félagsmanna um 204.000 krónum, sem nemur 4—500 krónum á hvern félagsmanna. • SLÍKUR VITNISBURÐUR er í raun réttri betra svar en langar ádeilugreinar. Hann talar svo skýru máli um starf þessa kaupfélags, og sannleikurinn er sá, að þau starfa öll í þessum sama anda, þótt árangur sé að vonum misjafn og aðstæður ólíkar. Sömu sögu er að segja um verðlag. Almenningur er þeirrar skoðunar, að ekki sé ódýrara að verzla við kaupfé- lögin en kaupmenn. Að vísu er það ekki stefna kaupfélaganna að selja lægra verði en tíðkast á hverjum tíma, heldur endurgreiða eftirá, eins og Vestur-Húnvetningar hafa gert. Samt kemur það í ljós við athuganir, að verðlag kaupfélaganan er lægra en kaupmanna. Eitt dæmi var nefnt þessu til stuðnings í síðasta hefti, og annað dæmi var þar raunar einnig, er skýrt var frá því, að Kaupfélag Ár- nesinga seldi allmargar matvöruteg- undir undir Reykjavíkurverði, þrátt fyrir flutningskostnað. Slík dæmi mætti finna um allt land, og er brýn þörf á því að safna saman slíkum upplýsingum og koma þeim fyrir al- mennings sjónir. SIGLINGAMÁL samvinnumanna hafa tekið stökkbreytingum á undan- förnum árum, allt frá því fyrsta skip- ið, Hvassafell, kom til landsins 1946, til þessa dags. Þetta fyrsta skip sam- vinnuflotans varð nýlega f-yrst ís- lenzkra skipa til þess að sigla alla leið til Brazilíu með saltfiskfarm. Var þetta löng ferð og að mörgu leyti ævintýraleg fyrir hina íslenzku sjó- menn, en sjálfum þótti Brazilíumönn- um ekki síður tíðindi að komu skips- ins þangað-en okkur þótti af förinni hér uppi á íslandi. Birtu blöðin frá- sagnir af skipinu, viðtal við Berg Pálsson skipstjóra, og upplýsingar um land og þjóð, — allt undir stórum fyrirsögnum. BACALHAU DA ISLÁNDIA DESEMBARCADO EM SANTOS stóð í einu blaðinu, og mun þýða: „Saltfisk frá íslandi afskipað í San- tos.“ í greininni eru allítarlegar upp- lýsingar um SÍS (Federagðo Coopera- tiva da Islándia) og kaupfélögin og marrgvíslegur fróðleikur annar. Hef- ur því för þessa ágæta „navio-motar islandés" undir stjórn „o capítöo Pals- son“ orðið til ágætrar landkynningar auk þess að vera nýtt spor í siglingum íslendinga. ÖNNUR FREGN af siglingamálum samvinnumanna er sú, að sennilega veruðr hið nýja skip „Dísarfell“, komið til landsins, áður en næsta hefti kemst til lesenda og flotinn þá orðinn fjögur myndarleg skip. Hið fimmta er í smíðum í Svíþjóð!

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.