Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1953, Qupperneq 3

Samvinnan - 01.05.1953, Qupperneq 3
 Árásirnar á samvinnusam.tökin Það eru rösklega 31 000 manns í kaupfélögunum á ís- landi. Þetta er fólk úr öllum stéttum, um 7 400 bændur og búalið, yfir 7 000 verkamenn í bæjum og borgum, 3 600 verkamenn í sveitum, tæplega 3 500 iðnaðarmenn, 2 500 sjómenn og mætti svo Iengi telja. Nú er ekki úr vegi að spyrja: Af hverju hefur allt þetta fólk gerzt félagsmenn í kaupfélögum? Sennilega eru ástæðurnar ærið margvíslegar. Margir gerþekkja samvinnuhugsjónina, kunna skil á atburðum, sem gerðust í Rochdale á Englandi í eina tíð, og dást að stórhug og dug mannanna, sem komu til funda á Drafla- stöðum og í Yztafelli, sátu að skriftum á Gautlöndum og kól við að bera vörur á land í Húsavík. En þó mun hinn hópurinn, sem ekki hefur allt þetta að vísvitandi leiðarstjörnu, vera miklu stærri. Hvað' er það, sem hefur dregið þær tugþúsundir landsmanna til kaup- félaganna? Svarið hlýtur að vera, að þetta fólk sjái sér hag í því að vera í félögunum og finni, að starf þeirra er því sjálfu til góðs, beint eða óbeint. Þetta fólk hlýtur að dæma fyrst og fremst eftir því, sem það sjálft sér — starfi fé- laganna frá degi til dags, frá ári til árs. Þetta fólk hefur kynnzt verzlunum kaupfélaganna, þeim anda sem þar ríkir, starfsfólkinu. Þetta fólk hefur séð atvinnufyrirtæk- in, sem kaupfélögin hafa komið upp víðs vegar um land allt til þess að bæta lífskjör landsmanna. ★ En svo gerast tíðindi. I víðlesnasta blaði landsins ber ein síðan endrum og eins nafn æsku og framtíðar. Á hana skrifa aðallega ungir heildsalasynir í Reykjavík. Þeir hafa aldrei þurft að hugsa um það, hvort hveitipokinn eða sykurpundið kostar krónunni meira eða minna. Þeir hafa lítið þurft að hafa fyrir lífinu annað en að taka við stjórn milljónafyrirtækja, er þeir höfðu aldur til. Nú eru þessir drengir teknir að fræða landsmenn um starf kaupfélaganna og Sambandsins, og þeir skrifa jafn- vel um Benedikt á Auðnum og Jakob Hálfdánarson. Þeim er það ekki meiri vandkvæðum bundið en annað að kveða upp dóm yfir sjö áratuga starfi íslenzkra sam- vinnumanna, og sá dómur er ekki fagur. Orðin, sem koma frá penna þeirra, eru „fjárplógsstarfsemi“ og „viðskipta- hneyksli“, og þeir telja þjóðarbúskapinn vera í hættu. Þeir þykjast færa á það sönnur, að „.Samband ís- lenzkra samvinnufélaga vinni markvíst að því að leggja undir sig allt verzlunar- og athafnalíf landsmanna í skjóli skattfríðinda, verzlunareinokunar og verðlagsbrota svo stórfelldra, að annað eins hefur aldrei fyrr þekkst í þessu landí.“ Ekki er það svo, að þessi skrif komi frá einum og ein- um manni og birtist endrum og eins. Þau hafa á þessu kosningavori birzt reglulega og að því er virðist eftir fyr- irfram gerðri áætlun. Þetta er skipuleg sókn gegn sam- vinnusamtökunum, og hefur kaupmanna- og peninga- valdið í landinu kosið þann kostinn að beita hinum ungu og óreyndu riddurum fyrir sig. ★ Hér er ekki tækifæri til þess að ræða ítarlega um hinar ýmsu ákærur, sem fram hafa verið bornar í greinum þess- ara ungu íhaldsmanna. Þó dylst það engum samvinnu- manni, sem les þær, að sjaldan eða aldrei hefur verið beitt tilhæfulausum fullyrðingum, rangfærslum og stór- yrðum í svo ríkum mæli gegn samvinnuhreyfingunni. Kaupfélagsstjórar eru óspart stimplaðir sem lögbrjótar og þeim brigzlað um sjóðþurrðir og hvers konar glæpi, sem enginn fótur er fyrir, og engu blíðari er meðferðin, sem forustumenn Sambandsins hljóta. ★ VERÐLAGSMÁLIN. Hér verður aðeins stiklað á nokkrum stærstu atriðum þeirrar sóknar, sem beint er gegn samvinnusamtökunum, og er þá rétt að byrja á verðlagsmálunum. Er kjarni ár- ásanna um þetta efni sá, að „Afbrotaprósenta kaupfélag- anna í verðlagsmálum sé 270—440% hærri en annarra aðila“ og er frá því skýrt, að 38 kaupfélög hafi verið kærð 65 sinnum fyrir verðlagsbrot. (Frh■ d bls- 23) 3

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.