Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1953, Side 4

Samvinnan - 01.05.1953, Side 4
Islenzka bókasafnið í Cornell Ævintýrið um Ameríkumanninn, sem gaf íslendingum sjötta hluta eigna sinna, safnaði íslenzkum bókum, en vildi ekki handritin! Við hlið Menntaskólahússins í hjarta Reykjavíkur er minna hús, hvítmálað, sem bæjarbúar veita sjaldan athygli. Hús þetta heitir Iþaka og er þar geymt bókasafn skól- ans. Ætla mætti, að húsið drægi nafn beint af hinni forngrísku söguborg, en svo er þó ekki, heldur heitir það eft- ir lítilli borg vestur í Ameríku. Mikil og ævintýraleg saga tengir þessa tvo staði saman, en í stuttu máli verður samband þeirra skýrt á þann hátt, að á báðum stöðum eru bækur, sem gefn- ar voru af sama manni, ameríska prófessornum Willard Fiske. Þeim manni ættu Islendingar ekki að gleyma — fyrir margra hluta sakir. íþaka hin vestri stendur alllangt inni í New York ríki, við endann á Cayugavatni, og er þar annáluð nátt- úrufegurð. Þar er Cornell háskólinn, sem er víðfræg menntastofnun, og á hann mikið bókasafn. Hluti af því safni gengur undir nafninu „Fiske Icelandic Collection“ og er það stærsta safn íslenzkra bóka utan Evr- ópu. Þar hefur í tæplega hálfa öld setið íslenzkur fræðimaður, hugsað um safnið og gefið út ritgerðir um ís- lenzk fræði. Það sæti skipaði lengst Halldór prófessor Hermannsson og gerði hann Cornell með starfi sínu og umhyggju um bókasafnið að einu merkasta setri íslenzkra mennta utan Norðurlanda. Halldór Hermannsson lét af starfi sínu 1948 og hafði þá gegnt því yfir 40 ár. Tók við af honum Kristjdn Karlsson, sonur Karls Kristjánssonar alþingismanns, og gegndi starfinu til síðastliðins sumars, er Jóhann Hann- esson, magister tók við því. Jóhann er Siglfirðingur, sem stundaði nám í Menntaskóla Akureyrar og síðar í háskólanum í Berkley í Kaliforníu. Hann kenndi um skeið við Háskóla Islands, og er nú að vinna að dokt- orsritgerð sinni. I Fiskesafni eru nú um 25.000 bindi íslenzkra bóka og rita, eða bóka um íslenzk efni. Þegar Fiske gaf Cornell safn sitt, sem þá mun hafa verið 8.000 bindi, gaf hann einnig allmikla fjár- upphæð til þess að standa straum af bókakaupum og launum bókavarðar, sem tiltekið er í skilyrðum Fiskes fyr- ir gjöfinni, að skuli ávallt vera inn- fæddur íslendingur, er lokið hafi stúdentsprófi á Islandi. Bókavörður- inn sér einnig um útgáfu á riti til kynningar íslandi og íslenzkum fræð- um, og er það Islandica, sem Halldór hefur fyrir löngu gert víðfrægt. SAGAN AF WILLARD FISKE. Saga þessa merka, íslenzka bóka- safns og þess menntaseturs, er risið hefur um það, er löng og ævintýra- leg. Hún hefst árið 1831 með fæð- ingu Daniel Willard Fiske í Ellisborg í New York ríki í Bandaríkjunum. Fiske var bláfátækur, en af bók- hneigðu fólki kominn, og var sagður læs þriggja ára, en átta ára las hann fregnir af forsetakosningunum 1840 fyrir nágranna sína. Fiske komst í skóla, en hætti við háskólanám á átj- ánda ári til þess að fara til Norður- landa og nema þar norræn mál. Hann átti ekki fyrir fargjaldinu vfir hafið, og réði sig sem léttadreng á skip til 4

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.