Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1953, Qupperneq 9

Samvinnan - 01.05.1953, Qupperneq 9
tiltölulega miklum blóma. Ein ástæð- an til þessa eru samvinnufélögin, sem stofnuð hafa verið á ýmsum sviðum franrleiðslu og neyzlu. Ber þá einkum að nefna kaffi- og ávaxtarækt. Þessi félög, sem endur fyrir löngu voru grundvölluð af trúboðum, hafa látið mikið gott af sér leiða. Það voru þýzkir trúboðar, sem leituðust við að finna safnaðarlífinu stoð í raunhæfum efnahagslegum framkvæmdum, og því stofnuðu þeir til samvinnufélaga meðal innfæddra. Af þessari hug- mynd þróuðust nútíma samvinnu- samtök Afríkumanna, og fullyrða má, að þau starfi með mestum blóma með- al Chagga-þjóðflokksins. Þjóðflokk- urinn byggir gróðursælt og frjósamt hérað, og honum hefur hlotnazt stjórnmálalegt og þjóðfélagslegt sjálf- stæði, sem gert hefur honum kleift að nýta úrræði samvinnustefnunnar. Hinir innfæddu gera sér fyllilega ljóst, hvílíka blessun kaffiræktin, sem framkvæmd er á samvinnugrundvelli, hefur í för með sér, ekki aðeins fvrir nútíðina, heldur miklu fremur fyrir framtíðina. Arabiska kaffitréð gefur ekki af sér mikla uppskeru, og sama er að segja urn kaffitré það, sem kennt er við Tankanyika (200 kg. hreint kaffi af 400 fermetrum). Að því leyti til er kaffitréð frábrugðið ýmsum öðr- um trjátegundum, að það þrífst bezt í forsælu, og því er það jafnan gróður- sett með banönunr, sem í Afríku gegna sama hlutverki og kartöflur hjá okk- ur. En bananatréð gegnir einnig öðru mikilvægu hlutverki; það eykur frjó- semi jarðvegsins. Þegar stór og safa- rík blöð þess rotna, láta þau gróður- moldinni í té hina ákjósanlegustu næringu, og reynsla síðustu tíma hef- ur leitt í ljós, að það eykur kaffiupp- skeruna verulega að rækta saman banana og kaffitré. I fyrstu varð vart nokkurra byrj- unarörðugleika, sem áttu rætur sínar að rekja til lélegrar gróðursetningar, óheppilegra verkfæra og rangra vinnu- bragða, en fyrir ötult og vakandi starf kaffinefndarinnar svokölluðu, sem umsjón hefur með kaffiræktinni, hafa þeir nú verið yfirstignir. Mikið fé hefur verið lagt í að koma á stofn kaffiskóla, þar sem ungir Af- ríkumenn geta búið sig undir að starfa sem eftirlitsmenn og kennarar í heimahéruðum sínum. Stofnaður hef- ur verið námssjóður, sem kostar framhaldsnám efnilegra nemenda í Englandi. Til þess að efla samvinnuandann hefur ekki aðeins verið hafin útgáfa blaðs, heldur er nú einnig verið að reisa samvinnumiðstöð í Moski. A- ætlað er, að byggingin, sem nú er í smíðum, muni kosta uppkomin um 100.00Ó dali. Hún er nú þegar stolt þessa litla bæjar, enda verður hún þrjár hæðir; þar verður samkonrusal- ur, sem rúmar 600 manns, tuttugu svefnherbergi með rennandi heitu og köldu vatni, veitingasalur og aðstaða til veitinga undir berum himni auk fjölmargra fundaherbergja. Sólin hellir nú lóðréttum geislum sínum yfir markaðstorgið í Kibongoti. Þjökuð af hitanum leitum við inn í forsæluna undir svölum steinhússins. Það er sem markaðslífið sé lamað, og jafnvel hinir þeldökku leita skjóls í forsælunni. Nú er réttur settur. And- spænis okkur hefur hópur manna safnazt saman umhverfis hina ákærðu og dómarann, sem er raunar enginn annar en höfðinginn sjálfur. Hann sit- ur við tréborð, sem allt er af sér geng- ið, íklæddur enskum búningi, og skip- ar málum meðal þegna sinna. Að vísu getum við ekki fylgzt með samtalinu frá orði til orðs, en augnagotur og handasveiflur tala sínu máli, og með öllu slíku fylgjumst við mæta vel. Afrtktutálkd d kaffiekru. Jafnvel ungi, vinnuklæddi Afríku- maðurinn, sem sezt hefur við hlið okkar, getur ekki varizt hlátri. A brjóstinu ber hann merki: það er kaffitré með rauðum berjum, en um- hverfis standa stafirnir K.N.C.U. Er við spyrjum hann, hvað merkið tákni, svarar hann hreykinn á ágætri ensku, að þetta sé merki kaffiskólans, og að stafirnir tákni: „Kilimanjaro Native Cooperative Union“. Við komumst einnig að raun um, að skólinn borgar fjölskyldu hvers nemanda ákveðna fjárhæð til uppbótar fyrir vinnutapið, (Frh. á bn. 21). 9

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.