Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1953, Síða 18

Samvinnan - 01.05.1953, Síða 18
Dagsbrún í Ólafsvík 10 ára (Frh. af bls. 11). samninga og vinna að ýmsu varðandi félagið. Næstu daga voru innheimt inn- tökugjöld stofnenda og aukainnlög, er meðlimirnir höfðu lofað, til þess að rekstur gæti hafizt. Gekk sú inn- heimta mjög greiðlega og komu þann- ig inn um 20 þúsund krónur. Var það mikil upphæð, miðað við hinn þrönga efnahag manna þá. Var upphæðin til jafnaðar um 500 krónur á mann. Sýn- ir þetta Ijóslega áhuga þann og ein- hug, er ríkti um félagsstofnunina. 15 þúsund krónur fengust að láni í Sparisjóði Ólafsvíkur. Var þá skilyrð- um S.Í.S. fullnægt. Aukainnlög þau, er hér um ræðir, urðu síðan uppistaða innlánsdeildar félagsins, sem hefur vaxið jafnt og örugglega, enda greitt hærri vexti en aðrar lánsstofnanir hér um slóðir. Um miðjan apríl fór Stefán til Reykja- víkur. Gekk hann þar frá kaupum á húseignum og lóðum Finnboga G. Lárussonar. Reyndist F.G.L. hinn bezti í þessum viðskiptum. Sinnti hann ekki yfirboðum, er andstæðing- ar kaupfélagsstofnunarinnar höfðu gert í eignirnar, enda var hann að lífsskoðun mjög hlynntur samvinnu- stefnunni og hafði áhuga fyrir, að fé- lagsstofnunin tækist. Mjög erfiðlega gekk að útvega fé- laginu forstöðumann. Að lokum réð- ist Jónatan Benediktsson, áður kaup- félagsstjóri Kf. Steingrímsfjarðar, til félagsins. Jónatan hafði byggt upp það félag, en hætt þar sökum heilsu- brests. Var það mikil heppni fyrir hið nýja félag, að til þess skyldi ráðast svo vanur og reyndur maður. Jónat- an kom til Ólafsvíkur 1. júní og hóf þegar undirbúning að verzlunar- rekstri. Þann 4. júní var sölubúðin opnuð. Sú ein breyting var gerð á hinni gömlu búð, að fjarlægt var grindverk það, er var fremst á búðarborðinu. Þessi litla breyting gaf búðinni strax annan svip. Fannst mörgum þessi breyting tákn um frjálsari verzlun og nýja viðskiptahætti í Ólafsvík. Alexander Stefánsson gerðist fyrsti starfsmaður félagsins og vann við það þar til í marz 1946, að frádregnum vetri, er hann lauk námi í Samvinnu- skólanum. í desember 1947 tók hann við forstöðu félagsins og gegnir því starfi nú. Haustið 1944 sagði Jónatan Bene- diktsson upp starfi sínu og tók við forstöðu Kf. Steingrímsfjarðar um áramótin. Var mikil eftirsjón að hon- um, því hann hafði unnið sér traust allra og hylli. Hinn 6. maí 1945 er Haraldur Jó- hannsson, áður bókari hjá Kf. Stein- grímsfjarðar, ráðinn fyrir milligöngu S.Í.S. Veitti hann félaginu forstöðu, þar til hann sagði upp starfi að fyr- irlagi S.Í.S. í júlí 1947 með 6 mánaða fyrirvara. Nokkur skuldasöfnun fé- Iagsmanna og utanfélagsmanna hafði þá komið félaginu í erfiðleika. Setti forstjóri S.Í.S. félaginu nokkur skil- yrði til tryggingar áframhaldandi rekstri þess. Voru þau skilyrði sam- þykkt af stjórn og síðar af aðalfundi. Flestir viðskiptamenn Dagsbrúnar tóku vörur út í reikning og skyldu þeir greiddir mánaðarlega. Á þessu vildi verða misbrestur ýmsra orsaka vegna. Skuldasöfnun viðskiptamanna hafði orðið margri verzlun í Ól- afsvík, sem annars staðar, að fóta- kefli. Tekin var upp staðgreiðsla í Dags- brún seinnihluta árs 1947. Reynt hafði verið að fá aðrar verzlanir á staðnum til að taka upp þann hátt samtímis, en ekki tekizt. Því var spáð, að verzlun í Dagsbrún mundi dragast saman, er staðgreiðsla yrði upp tekin. Þetta reyndist hrakspá, því að á árinu 1948 nær tvöfaldaðist vörusalan. Rúmu ári síðar tóku aðr- ar verzlanir í Ólafsvík upp stað- greiðslu. Mun nú almennt álitið, að þessi skipun sé báðum aðilum heppi- legri, viðskiptamönnum og verzlun- um, skuldasöfnun útilokuð, viðskipta- menn fylgjast betur með vöruverði og kaupgetu sinni o. fl. Eins og áður er minnzt á, er verzl- unarhús félagsins yfir 100 ára gam- alt og á sér merkilega sögu að baki, sem ekki verður rakin hér. Sölubúð- in var mjög fornfáleg. Arið 1945 var búðin endurbyggð. Alexander Stef- ánsson framkvæmdi það verk og þótti vel takast. Stækkun búðarinnar gerði kleift að hafa fjölbreyttari vörur til sölu. Margar vörutegundir voru nú á boðstólum, sem nýjung var að sjá í búð í Ólafsvík. Strax á fyrsta starfsári fékk félagið umboð frá Bóksalafélagi íslands og hóf bóksölu. Bóksala var hér ekki fyr- ir. Setur hún nú mikinn svip á sölu- búðina. Eins og öllum er Ijóst, er búð- in orðin tilfinnanlega þröng. Er það eitt af næstu verkefnum að stækka sölubúðina og gera afgreiðslufyrir- komulagið hentugra. Félagið rekur nú kolaverzlun, olíu- og benzínsölu, mjólkursölu, sem er al- ger nýjung í verzlunum hér. Félagið rekur vöruflutninga með eigin bifreið frá Reykjavík, annast afgreiðslu Rík- isskip og Sambandsskipa, og hefur umboð fyrir Samvinnutryggingar og Andvöku. Nú í nærri tvö ár hefur fé- lagið rekið útibú á Arnarstapa og hefur vaxandi viðskipti við sveitirn- ar sunnan fjalls. Með tilkomu vetrar- vegar yfir Fróðárheiði munu þau við- skipti mikið aukast og verða ttygg- ari. Árið 1948 voru gömlu fiskhúsin endurbyggð og rekur félagið þar nú eina sláturhús þorpsins. Félagið var brautryðjandi um fiskherzlu og rusl- fiskstöku og hefur á margvíslegan hátt greitt fyrir útgerð hér, einkum félagsmanna sinna, svo sem með út- vegun hverskonar veiðarfæra, einkum á fyrri árum, fyrirgreiðslu um hús- næði o. fl. Dagsbrún hefur verið frá fyrstu tíð forystuverzlun hér í Ólafs- vík og ég vona, að hún verði það í framtíðinni. Eins og á var kveðið á stofnfundi Dagsbrúnar, skyldi jafnhliða verzl- unarrekstrinum unnið að stofnun brauðgerðar, saumastofu og hrað- frystihúss. Frá fyrstu tíð hefur stjórn félagsins sem og aðrir félagsmenn haft vakandi auga á þessum málum, þótt nú sé aðeins eitt þessara fyrir- tækja komið upp. Skal nú vikið nokkru nánar að hverju þessara stefnumála um sig. Er þá fyrst að minnast á það málið, sem leyst er, að minnsta kosti í bráð, en það er brauðgerðin. Á fyrsta aðal- 18

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.