Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1953, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.05.1953, Blaðsíða 20
synjun á leyfi til fjárfestingar og ó- venjulegir erfiðleikar á útvegun láns- fjár. En sjálfsagt er að setja markið hátt og stefna að því ótrauður, þótt móti blási, en gera sér jafnframt ljóst, að enginn hlutur fæst án fyrirhafnar og fórna. Fyrst eigum við að gera kröf- ur til okkar sjálfra, ef við viljum ná vænlegum árangri. Sé okkur það ljóst í dag, hefur þegar rnikið áunnizt. Eg hef lifað tvenna tíma í verzl- unarsögu Olafsvíkur. Mér fundust kaflaskipti, þegar Dagsbrún opnaði sölubúð sína 4. júní 1943 og þjófa- grindurnar voru horfnar frá búðar- borðinu. Tákn vantrausts og ó- frelsis. I dag liggja þúsundaverð- mæti á lágum borðum, sem ég og þú getum farið höndum um og skoðað — tákn trausts og frjáls- ræðis. Innan við borðið er starfs- lið, sem skilur þjónustuhlutverk sitt við viðskiptamanninn. Þar eru ekki herrar, sem selja af náð. Ég finn, að ég er þátttakandi í að byggja upp fyrirtæki, sem vill hag minn og þinn. Allt, sem ávinnst til hagsbóta og uppbyggingar, er eng- inn kaupmannsgróði, sem hægt er að fara með burt úr byggðarlag- inu. Nei, hann verður kyrr, flytzt ekki burt þótt móti blási. A því er regin munur. Afmælisósk mín til félagsins í dag er sú, að félagsandinn og félagsþrosk- inn megi aukast. Að okkur megi verða íjóst, aö sundraðir föllum við, en sameinaðir undir merkjum sam- vinnurmar getum við miklu áorkað til hagsbóta fyrir okkur sjálf og okk- ar kæra byggðarlag. Heill Kaupfélaginu Dagsbrún! Sjónvarpið... (Frh. af bls. 14). hætti að sitja við það jafn stöðugt og það gerir í fyrstu, og vonandi verðnr farið eftir ráðum reynslunnar varð- andi áhrif þess á börnin, og það efni, sem hollast verður að leggja áherzlu á fyrir alla aldursflokka. Ekki verður á móti því mælt, að verði vel á þessu nýja undratæki haldið, geta áhrif þess orðið gífurleg. Bókasafnið... (Frh. af bls. 5). VILDI EKKI HANDRIT. Það er athyglisvert um Fiske, að hann vildi ekki kaupa íslenzk hand- rit. Þau sagði hann að ættu heima í Landsbókasafninu í Reykjavík, en ekki erlendis. Hann hélt sig ein- göngu við prentað mál á íslenzku eða um íslenzk fræði. Árið 1880 gekk Fiske að eiga Jenny McGraw, og höfðu þau unnazt lengi, en foreldrar hennar staðið gegn ráðahagnum. Hún var mjög heilsu- tæp, og fóru þau hjón til Egyptalands vegna heilsu hennar, en loftslags- breytingin bar ekki tilætlaðan árang- ur, og lézt frúin næsta ár. Frú Fiske var stórauðug og lét hún manni sín- um eftir mikla fjárhæð. Málaferli urðu út af meginhluta eigna hennar, og var Fiske dæmdur stór hluti þeirra að auki. Hann hafði nú sagt af sér pró- fessorsembætti sínu, keypti sér glæsi- legt stórhýsi í Flórenz á Ítalíu og settist þar að. Nefndi hann hús þetta Villa Landor og hafði þar hið mikla og vaxandi bókasafn sitt, en stöðugt voru í heimsókn hjá honum fræði- menn víða að, þar á meðal frá ís- landi. Tók Fiske nú að safna bókum eftir ítölsku höfundana Dante og Pe- trarca og kom sér upp afburða góð- um söfnum af verkum beggja. Hann hafði íslenzka safnið hjá sér í Flórenz, þó ekki í Villa Landor, heldur í Lungo il Mugnone nr. 3 í borginni sjálfri. Nú jukust mjög fé- og bókagjafir Fiskes til ýmissa aðila, en sérstaklega þó til Islendinga, og söfnun íslenzkra bóka sótti hann af miklu kappi síð- ustu ár aldarinnar. Kom hann oft til Hafnar í þeim erindum, og sendi hóka- gjafir til ýmissa aðila hér uppi á Is- landi. Enn er ótalið eitt af mestu áhuga- málum Fiskes, en það °r skákíþrótt- in. Hann var mikill taflmaður og tafl- fræðingur. og telst meðal frumkvöðla í þeim efnum, ekki aðeins í Banda- ríkjunu'.n, heldur og hér á landi. Hann kynnti sér ítarlega sögu tafls á ís- landi, orð og heiti í því sambandi, og munu fáir hafa verið honum fróðari í þeim efnum. Mun það hafa verið fyrir hans forgöngu, að stornaó var Fiskes skákfélag í Reykjavík um aldamótin, og mikill áhugi varð á skák um landið allt. Sérstoku ástfóstri tók Fiske við Grímsey og gaf tafl á hvern bæ í eyjunni, og gaf sérstaklega fé til Grímseyinga í erfðaskrá sinni. Þótti honum svo merkilegt, að dug- andi og hugsandi menn skyldu búa á eyju svo fjarri öðrum mannabyggð- um, að hann vildi styðja þá til að fá sér búfræðing, auka menningarlíf þeirra og létta þeim lífsróðurinn á margvíslegan hátt. Síðustu ár ævi hans mátti heita, að Fiske gerði lítið annað en að sinna íslenzkum málefnum og fullkomna safn sitt af íslenzkum ritum. Gengu um það miklar sögur, að hann hefði fengið biblíur hjá íslenzkum kirkjum, en gefið fyrir þær klukkur eða hvað- eina, þótt óljóst sé, hvað til er í því sumu. Gaf hann oft stórfé fyrir sjald- séðar bækur, en kunni þó skil á verð- gildi þeirra. Hafði hann ýmsa menn til að safna-bókunum fyrir sig. FISKE RÆÐUR HALLDÓR HERMANNSSON. Þá fékk Fiske 1898 tvo íslenzka námsmenn í Höfn til þess að koma með sér til Flórenz til að skipu- leggja og skrá safn hans og gera bókaskrár yfir það. Voru það þeir Bjarni Jónsson frá Unnarholti og Halldór Hermannsson frá Vetti, og hófst þar með hinn langi og giftu- ríki starfsferitt Hattdórs við Fiske- safnið. Um aldamótin mun Fiske að miklu leyti hafa lokið við söfnun sína af íslenzkum bókum, og voru þá 8.000 bindi í eigu hans. Þegar tekið er tillit til þess, hversu mikið hefur verið bú- ið að prenta á íslenzku á þeim tíma, verður þetta að teljast afburða gott safn. Þegar Fiske lézt 1904, var talið, að hann hefði gefið íslandi eða íslend- ingum um 300.000 krónur samtals, eða um sjötta hluta eigna sinna, og var það að sjálfsögðu geysimikið fé á þeim tíma. Hann gaf Cornell há- skóla hin merkustu bókasöfn sín, þar á meðal íslenzka safnið og ætlaði því fé til þess að greiða laun bókavarðar og gefa út rit um íslenzk efni. Þá gaf hann Landsbókasafninu mestallar bækur sínar aðrar. 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.