Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1953, Síða 21

Samvinnan - 01.05.1953, Síða 21
Mjólkurframleiðslan er eitt erjiðasta vandamál Bensons. — Myndin s\nir eitt af hinum fullkomnu mjólkurbúum i Wisconsin. (Frh. af bls. 7). hagkvæmari matarmeðferð á heimil- unum. Slík eldhús hafa gefizt vel í nágrannalöndum okkar. Einnig eru mikil verkefni í sambandi við sauma- skap á heimilum, og gætu samvinnu- samtökin gert enn meira en þau hafa gert til að útvega snið af ýmsum flík- um og gera húsmæðrum auðveldara að sauma sjálfar. Hér á landi hafa ekki verið stofn- uð sérstök húsmæðrafélög í sambandi við kaupfélögin, en erlendis eru þau víða til, og halda uppi margvíslegri starfsemi. I Svíþjóð gefa kvennasam- tökin til dæmis út sérstakt tímarit, og þau hafa þar orðið fræg fyrir hús- mæðraleikfimi, er þau hafa gengizt fyrir. Má segja frá því hér til gam- ans, að í sumar munu 200 sænskar kaupfélagskonur sýna leikfimi á al- þjóðlegu fimleikamóti í Hollandi. Samvinnuhreyfingin á Islandi þarf að fá konurnar meira í Iði með sér en verið hefur, og það er ánœgjulegt að sjá merki þess, að áhugi á því sé vaxandi. A komandi sumri hafa til dœmis tvö stór kaupfélög pantað tíma í Bifröst til þess að geta boðið þang- að kvennahópum, og fleira af slíku tagi mœtti til nefna. Bóndi, samvinnu- maður... (Frh. af bls. 16). stjórna kirkjunni. Þeir vinna öll prestverk og auk þess er það trú mor- móna, að þeir fái vitranir. Var Benson kallaður til starfs sem einn hinna tólf postula, og lét hann þá af virðingar- embætti sínu í Washington og hvarf til Salt Lake City og tók við postula- starfinu, sem ekki er launað nema rétt fyrir nauðþurftum. Þurfti hann að ferðast víða í erindum kirkjunnar og gegndi fyrir hana margvíslegum störf- um. Þegar Eisenhower kallaði Benson til fundar í New York til þess að fela honum ráðherra embættið, bar Ben- son sig saman við æðsta prest kirkj- unnar og hina postulana, og var það ráð þeirra, að hann skyldi takast embættið á hendur. Lét hann þá til skarar skríða. Benson byrjaði á því að fara í ferða- lag um Bandaríkin þver og endilöng til þess að kynna sér ástandið í land- búnaðarmálum og kanna álit bænda á hinu umfangsmikla ráðunej^ti, sem hann átti að taka að sér, en fjárveit- ing til þess nemur um 11.700.000.000 króna íslenzkra! Hann hefur síðan átt við mikla erfiðleika að etja, en samt komið fram ýmisum nýjungum og skipulagsbreytingum, er miða að aukinni hagsjmi. En það er enn skammt liðið, síðan hann kom öðru sinni til Washington, og bíða menn þess nú að sjá, hverju hann kann að koma til leiðar í hinu ábyrgðarmikla embætti. Samvinna á kaffiekrum (Frh. af bls. 9). sem orsakast af fjarvist nemandans af heimili hans, meðan á námi stend- ur. Eru þeir skólar áreiðanlega ekki margir, sem telja sig færa um slíkt. Þegar höfðinginn hefur slitið dómi og lokið embættisstörfum sínum þenn- an daginn, er okkur boðið upp á bolla af Kilimanjarokaffi. Það þiggjum við með þökkum, og víst er um það, að kaffið var hið prýðilegasta. Þegar bókasöfn Fiskes voru flutt vestur um haf, fylgdi Halldór Her- mannsson íslenzka safninu og var ráð- inn bókavörður þess. Gegndi hann því starfi til 1948, nema hvað hann var um skeið bókavörður Háskólasafns- ins í Kaupmannahöfn. Cornellháskóli réði hann þó aftur til sín og gerði hann að prófessor. Gaf Halldór út merkar bókaskrár og hóf útgáfu á ritinu Is- landica, þar sem hann hefur birt mik- inn fjölda ritgerða um íslenzk fræði, og eru þær hinar merkustu, og bera Ijósan vott fræðimennsku Halldórs. Nú hafa ungir menn tekið við starfi Halldórs í Iþöku hinni vestri, og von- andi verður unnt að halda við hinu merka sögulega íslenzka bókasafni þar í framtíðinni og auka það. Konurnar og kaupfélögin 21

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.